Samgönguráðuneyti

385/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um sjón, heyrn og heilbrigði skipstjórnarmanna, vélstjóra og vélvarða á íslenskum skipum og undirmanna á kaupskipum, nr. 304/1993. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um sjón, heyrn og heilbrigði skipstjórnarmanna,

vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum og

undirmanna á kaupskipum, nr. 304/1993.

1. gr.

2. töluliður 2. gr. orðast svo:

2. Læknar, sem hafa ótakmarkað lækningaleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu geta gefið út læknisvottorð um að skipstjórnarmaður, vélstjóri, vélavörður eða undirmaður á kaupskipi sé fær um að gegna viðkomandi stöðu af heilsufarsástæðum. Að jafnaði skal heimilislæknir umsækjanda annast læknisskoðunina og gefa út vottorðið.

2. gr.

3. tölul. 2. gr. fellur brott og breytist töluröð greinarinnar til samræmis við það.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á íslenskum skipum nr. 112/1984 með síðari breytingum, lögum um atvinnuréttindi vélfræðinga, vélstjóra og vélavarða á íslenskum skipum nr. 113/1984 með síðari breytingum, lögum um eftirlit með skipum nr. 35/1993 með síðari breytingum og 8. gr. sjómannalaga nr. 35/1985 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Hliðsjón hefur verið höfð af tilskipun ráðsins 92/51/EBE frá 18. júní 1992 um annað almennt kerfi til viðurkenningar á starfsmenntun og starfsþjálfun til viðbótar tilskipun 89/48/EBE.

Samgönguráðuneytinu, 26. maí 1999.

Halldór Blöndal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica