Menntamálaráðuneyti

460/1993

Reglugerð um úthlutanir úr Kvikmyndasjóði Íslands - Brottfallin

REGLUGERÐ

Um úhlutanir úr Kvikmyndasjóði Íslands.

1. gr.

Kvikmyndasjóður Íslands veitir styrki eða lán til allra greina íslenskrar kvikmyndagerðar svo sem í reglugerð þessari greinir.

Einvörðungu er heimilt að veita lán eða styrki til gerðar kvikmynda sem eru með íslensku tali eða með íslensku tali eftir því sem yrkisefni gefur tilefni til, enda hafi íslenskir aðilar forræði á gerð kvikmyndarinnar. Kvikmyndir sem njóta styrks úr Kvikmyndasjóði skulu kynntar sem íslensk á kvimyndahátíðum og mörkuðum erlendis. Í samvinnuverkefnum skal getið um íslenskt þjóðerni ásamt öðrum.

2. gr.

Kvikmynd sem styrks hefur notið úr Kvikmyndasjóði nýtur verndar til notkunar í kvíkmyndahúsum. Verndartími er 24 mánuðir eftir fumsýningu gagnvart sjónvarpi og 18 mánuðir eftir fumsýningu gagnvart myndabandaútgáfu. Á verndartíma er útgáfa á myndböndum eða sýning í sjónvarpi óheimil. Verndartímann má stytta í allt að 12 mánuði fyrir sjónvarp og 9 mánuði fyrir myndbönd ef íslensk sjónvarpsstöð gerist samstarfsaðili og ábyrgist minnst 7% af framleiðslukostnaði.

Kvikmyndasafn Íslands hefur rétt á því að eignast á kostnaðarverði varðveislueintök, móðureintök ("internegativ"), sýningareintök og myndbönd af kvikmyndum, sem styrktar eru úr Kvikmyndasjóði.

Stjórn Kvikmyndasjóðs er heimilt að áskilja að styrkþegi afhendi sjóðnum allt að 16 VHS - myndbandseintök af enskri útgáfu kvikmyndar til kynningar á kvimyndinni erlendis, þar af verði allt að 6 eintök afhent kvikmyndastofnunum Norðurlanda til varðveislu. Framleiðandi afhendir Kvikmyndasjóði ljósmyndir, veggspjöld og annað kynningarefni á ensku eftir nánara samkomulagi.

Stjórn Kvikmyndasjóð setur skilyrði fyrir styrkveitingum úr kvikmyndasjóði með sérstakri samþykkt þar sem kveðið er nánar á um einstök atriði sem er í reglugerð þessari greinir.

3. gr.

Úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands annast þriggja manna nefnd sem kosin er af Kvikmyndasjóði Íslands. Nefndarmenn mega ekki eiga hagsmuna að gæta við úthlutunina, þannig að draga megi óhlutdrægni þeirra í efa. Nefndin er kosin til 1 árs í senn og er starfstími hennar frá 1. september til 31. ágúst.

Þegar úthlutunarnefnd er kosin af stjórn skal þess gætt að einstakir stjórnarmenn eigi ekki hagsmuna að gæta við umfjöllun og afgreiðslu umsókna sem úthlutunarnefnd mun fjalla um. Nú er stjórnarmaður vanhæfur til þess að taka þátt í kosningu úthlutunarnefndar og tekur þá varamaður hans þá sæti. Nú er varamaður einnig vanhæfur og skipar þá menntamálaráðherra stjórnarmann til fundarsetu í því tilviki að fengnum tillögum hlutaðeigandi tilnefningaraðila.

Við kosningu úthlutunarnefndar skal stjórn Kvikmyndasjóðs vera fullskipuð.

Stjórn sjóðsins ræður ritara og ráðgjafa um handritsgerð og kostnaðaráætlanir til starfa fyrir úthlutunarnefnd, ef þörf krefur að mati nefndarinnar og fjáveitingar leyfa.

4. gr.

Úthlutað er úr Kvikmyndasjóði að minnsta kosti einu sinni á ári. Auglýst er eftir umsóknum með venjulegum hætti. Frestur til að skila umsóknum er að minnsta kosti 8 vikur frá birtingu auglýsingar. Stjórn Kvikmyndasjóðs ákveður hvernær úthlutun fer fram hverju sinni.

Framlög úr Kvikmyndasjóði til kvikmyndargerðar eru einungis veitt eftir umsókn.

Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem stjórn Kvikmyndasjóðs lætur gera, ásamst tilskildum fylgigögnum. Umsóknargögn skulu berast í 4 eintökum og skal sjóðurinn halda eftir 1 eintaki eftir að úthlutun hefur farið fram.

Uppfylli umsókn ekki ofangreind skilyrði um umsóknarfrest og afhendingu umsóknareyðublaðs og fylgigagna skal henni víðað frá.

5. gr.

Samþykkt stjórnar Kvikmyndasjóðs um skilyrði styrkveitingar, sbr. 4. mgr. 2. gr., skal undurituð af umsækjanda og fylgja umsóknareyðublaði sem hluti af umsóknargögnum. Ef til styrkveitingar kemur skulu skilyrði sem þar eru tilgreind skoðast sem hluti samnings Kvikmyndasjóðs við styrkþega.

Úthlutunarnefnd heldur ekki fundi með umsækjendum nema að eigi frumkvæði og skal úthlutnarnefnd vera fullskipuð á þeim fundum.

6. gr.

Þegar sótt er um styrk til framleiðslu kvikmyndar (framleiðslustyrk), skal fullunnið handrit fylgja umsókninni ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun, fjármögnunar- og greiðsluáætlun (útgjaldaáætlun), gróf töku- og eftirvinnsluáætlun og yfirlýsing um höfundarrétt og framleiðslurétt. Jafnframt skal fylgja umsókn bréf til staðfestingar fjármögnun annarra aðila, þar sem hún er fyrir hendi og vilyrði ("Letter of intent") frá framleiðindum, sé um slíkt að ræða, greinargerð frá framleiðanda eða leikstjóra, ásamt staðfestingu umsækjanda á að hann hlýti skilyrðum samkvæmt samþykki stjórnar Kvikmyndasjóðs, sbr. 4. mgr. 2. gr. reglugerðar þessarar.

Þegar sótt er um styrk til undirbúnings framleiðslu kvikmyndar (undirbúningsstyrk) skal fylgja greinargerð frá framleiðenda eða leikstjóra þar sem m.a. kemur fram áætlun um kostnað, fjármögnun og töku kvikmyndarinnar ásamt yfirlýsingum um höfundarrétt og framleiðslurétt.

Þegar sótt er um styrk til handritsgerðar (handritsstyrk) skal fylgja greinargerð um fyrirhugað verkefni og tímaáætlun um framvindu þess.

7. gr.

Hafi umsækjandi eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, áður verið úthlutað framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði, og verki er lokið, skal viðkomandi hafa gert fullnaðarskil, þ.e. hafa skilað greinargerð um framkvæmd verksins tvisar á ári frá úhlutun, hinn 1. júní vegna tímabilsins desember - maí og hinn 1. desember vegna tímabilsins júni - nóvember, ásamt sérstökum ársuppgjörum endurskoðuðum af löggiltum endurskoðanda fyrir hvert ár sem unnið var að framleiðslu kvikmyndarinnar og skulu þau uppgjör hafa borist fyrir 1. júní næsta eftir frumsýningu. Þar komi einnig fram upphafleg kostnaðaráætlun einstakra verkþátta og endanlegur kostnaður verksins. Heimilt er úthlutnarnefnd að víkja frá kröfu um að ársuppgjör skuli endurskoðað af löggiltum endurskoðanda, ef sérstakar ástæður mæla með að mati nefndarinnar. Rétt er nefndinni að bera slík frávik undir stjórn Kvikmyndasjóðs.

Hafi umsækjandi áður hlotið handritsstyrk úr Kvikmyndasjóði skal handriti hafa verið skilað til sjóðsins.

Hafi umsækjanda eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, áður verið úthlutað framleiðslu- eða undirbúningsstyrk úr Kvikmyndasjóði, og verkið ekki lokið, skal fylgja nýrri umsókn til sjóðsins sundurliðað milliuppgjör um útgjöld vegna verkefnisins hefur endurskoðað hefur verið af löggiltum endurskoðanda ásamt rökstuddum skýringum á því til hvaða verkþátta er sótt um og hvers vegna.

Uppfylli umsækjandi ekki ákvæði greinar þessarar telst hann óstyrkhæfur. Ágreiningi um það efni má skjóta til stjórnar Kvikmyndasjóðs.

8. gr.

Úthlutunarnefndin skal að jafnaði ekki veita styrki til að bæta fjárhagsstöðu þegar gerðra mynda nema sérstaklega ríkar ástæður mæli með því. Úthlutun slíkra styrkja skal bundin þeim skilyrðum, að fyrir liggi uppgjör vegna verkefnisins sem endurskoðað hefur verið af löggiltum endurskoðanda.

9. gr.

Úthlutunarnefnd getur veitt vilyrði ("Letter of intent") um styrki sem komi ekki til útborgunar nema aðrir aðilar en umsækjandi og Kvikmyndasjóður leggi fram fé til gerðar viðkomandi kvikmyndar þannig að fjármögnun sé að fullu tryggð. Fær þá umsækjandi tiltekinn frest til að leggja fram staðfestingu annarra um þáttöku í fjármögnun myndarinnar. Takist það ekki áður en fresturinn rennur út og sé ekki veittur viðbótarfrestur fer fram endurúthlutun samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar.

10. gr.

Verði verulegar breytingar á handriti, fjármögnun eða kostnaðaráætlun frá umsókn ber styrkþega að tilkynna úthlutunarnefnd það umsvifalaust og áður en framleiðsla kvikmyndar hefst og tekur nefndin þá afstöðu til þess hvort styrkþegi haldi styrknum. Sé ákveðið að svipta styrkþega styrknum fer um endurkröfu samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 11. gr.

11. gr.

Kvikmyndasjóður og styrkþegi gera með sér samning um greiðslutilhögun veitts styrks jafnskjótt og niðurstöður úthlutunar liggja fyrir. Í slíkum samningi skal m.a. kveðið á um útborgun styrks, þar sem tekið er mið af fjármögnunar- og greiðsluáætlun. Í samningi skal ennfremur kveðið á um endurgreiðslu styrks ljúki styrkþegi ekki við gerð verkefnis innan umsamins tíma.

Nú lýkur styrkþegi ekki við gerð þess vekefnis, sem styrkur hefur verið veittur til, innan umsamins tíma að mati stjórnar Kvikmyndasjóðs og skal honum þá skylt að kröfu stjórnarinnar að endurgreiða að fullu styrk sem veittur hefur verið, að frádregnum sannanlegum og réttmætum útlögðum kostnaði vegna verkefnisins að mati sjóðsstjórnar, ásamt venjulegum vöxtum, sem vera skulu jáfnháir meðalvöxtum óverðtryggðra útlána í samræmi við auglýsingu Seðlabanka Íslands á hverjum tíma.

12. gr.

Stjórn Kvikmyndasjóðs afgreiðir aérumsóknir, svo sem ferða- og dreifingarstyrki. Stjórn Kvikmyndasjóðs er heimilt að fela formanni stjórnar og framkvæmdastjóra þessar úthlutnanir ef svo ber undir.

13. gr.

Stórn Kvikmyndasjóðs skal eins og fljótt og auðið er eftir að ljóst er hvaða fjárveiting hefur fengist til sjóðsins tilkynna úthlutunarnefnd ákvörðun stjórnarinnar um hversu miklu fé sjóðsins skuli varið til úthlutunar á ári.

14. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 10. gr. laga um kvikmyndamál, nr. 94/1984, og öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabrigða.

Ákvæði 3. gr. um starfstíma úthlutunarnefndar tekur ekki til starfstíma úthlutunarnefndar vegna úthlutunar 1994.

Ákvæði 2. mgr. 11. gr. um endurgreiðslur á ekki við um áður gerða samninga um úthlutnair. Um þá gilda eldri skilyrði.

Menntamálaráðuneytið, 1. nóvember 1993.

Ólafur G. Einarsson.

Árni Gunnarsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica