Menntamálaráðuneyti

520/1997

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 460/1993, um úthlutanir úr Kvikmyndasjóði Íslands. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breyting á reglugerð nr. 460/1993,

um úthlutanir úr Kvikmyndasjóði Íslands.

 

1. gr.

Síðasti málsliður 1. málsgr. 3. gr. orðast svo:

Nefndin er kosin til eins árs í senn og er starfstími hennar frá 1. október til 30. september.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 10. gr. laga nr. 94/1984, um kvikmyndamál, og öðlast þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Starfstíma úthlutunarnefndar er kosin var samkvæmt 3. gr. haustið 1996 lýkur 30. september 1997.

 

Menntamálaráðuneytinu, 26. ágúst 1997.

Björn Bjarnason.

Árni Gunnarsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica