Félags- og tryggingamálaráðuneyti

300/2008

Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 213/1991 um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra. - Brottfallin

1. gr.

Í stað orðanna "laga nr. 97/1990" í 1. málsl. 1. mgr. 1. gr. kemur: laga nr. 40/2007.

2. gr.

3. gr. orðast svo:

Upphæð vasapeninga er kr. 38.225 á mánuði. Við útreikning á fjárhæð vasapeninga skulu tekjur skerða vasapeninga um 65%. Vasapeningar falla alveg niður við tekjur sem nema 678.546 kr. á ári. Með tekjum er átt við tekjur eins og þær eru skilgreindar í 16. gr. laga um almannatryggingar og um tekjuútreikning fer samkvæmt sömu grein.

3. gr.

4. gr. orðast svo:

Ef tekjur hlutaðeigandi eru af vinnu á stofnuninni og telja má vinnuna þátt í endurhæfingu eða starfslegri hæfingu, er heimilt að ákveða að tekjurnar hafi ekki skerðingaráhrif á vasapeningana svo framarlega sem þær fara ekki yfir 741.582 kr. á ári og sama gildir um tekjur í formi hlunninda og annarra greiðslna en peninga. Tekjur vegna vinnu á stofnun umfram 741.582 kr. á ári skerða vasapeninga í samræmi við skerðingarhlutfall 3. gr.

4. gr.

5. gr. orðast svo:

Nú dvelst einstaklingur utan stofnunar nokkra daga í senn en útskrifast samt ekki og er þá heimilt að greiða honum dagpeninga sem séu jafnir tvöföldum sjúkradagpeningum hverju sinni fyrir þá daga sem hann er utan stofnunar, þó að hámarki átta daga í mánuði.

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 10. mgr. 48. gr., sbr. 70. gr. laga nr. 100/2007 um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. apríl 2008. Frá sama tíma falla brott reglur tryggingaráðs nr. 174/2000 um greiðslu vasapeninga utan stofnunar samkvæmt 5. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993 um almannatryggingar.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 27. mars 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ágúst Þór Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica