Landbúnaðarráðuneyti

410/1990

Reglugerð um ullarmat - Brottfallin

REGLUGERÐ

um ullarmat.

 

1. gr.

Öll ull sem kemur til mats skal metin í einhvern eftirfarandi gæðaflokka:

 

A. HVÍT ULL

H - Úrval: Alhvít, gallalaus og óskemmd ull. Í þennan flokk fer eingöngu ull sem er algerlega laus við gular illhærur, rusl, mor, húsagulku og tvíklippingu. Ullin skal vera fremur togfín, þelmikil og gljáandi. Kviðull og læraull skal að jafnaði tekin frá og sett í lakari flokka. Snoð skal vera lengra en 6 sm og uppfylla að öðru leyti ofangreindar kröfur.

H - I. flokkur: Hvít ull sem ekki er alveg laus við gular illhærur en uppfyllir að öðru leyfi þær kröfur sem gerðar eru til úrvalsflokks.

H - II. flokkur: Hvít ull sem ekki er tæk í úrvalsflokk eða I. flokk vegna gulra illhæra, lítils háttar húsagulku (ekki hlandbrunnin) eða lítils háttar þófa en laus við heymor. Einnig ull með gróft tog eða þellítil, en að mestu laus við tvíklippingu, ásamt snoði sem er lengra en 4,5 sm. Mikið gul ull og ull með miklu af dökkum hárum flokkast sem misfit og ull með hvítum illhærum fer í H - III. flokk.

H -III. flokkur: Hvít ull, skemmd eða mjög gölluð. Ull með heymori og rusli, mikið gulnuð eða hlandbrunnin af húsvist, þófin ull, þó ekki harðþófin. Ull með hvítum illhærum og ull sem er áberandi tvíklippt við rúning, ásamt snoði styttra en 4,5 sm.

 

B. MISLIT ULL

M - I. flokkur svart: Óskemmd svört ull með jafnan og hreinan svartan lit. Laus við grá hár, þófa, heymor, rusl og aðrar húsvistarskemmdir og laus við tvíklippingu. Svart snoð lengra en 6 sm. Kviðull og læraull skal að jafnaði tekin frá.

M - I. flokkur grátt: Óskemmd grá ull með steingráan litblæ. laus við gulan eða grámórauðan litblæ. Að öðru leyfi eins og M - I. fl. wart.

M - I. flokkur mórautt: Óskemmd mórauð ull með jafnan og hreinan mórauðan lit (ekki grámórauð). Að öðru leyfi eins og M - I. fl. svart.

M - II. flokkur: ÖII önnur óskemmd misfit ull, þ.e. ull af flekkóttu, grámórauðu. botnóttu og golsóttu fé, ásamt "hvítri" ull með miklu af gulum illhærum, dökkum hárum eða blettum. Einnig svört, grá og mórauð ull sem ekki er tæk í I. flokk vegna galla á litblæ. Óskemmt mislitt snoð lengra en 4,5 sm.

M - III. flokkur: Skemmd og gölluð misfit ull, eins og H - III. fl. hvít ull.

Ull sem ekki flokkast í einhvern ofangreindra flokka fer í úrkast og telst ekki söluvara. Við mat á ull er heimilt að skipta reyfum á milli gæðaflokka. Þó skal að jafnaði miðað við að hvert reyfi skiptist mest í tvo gæðaflokka.

Um leið og ull er metin í gæðaflokka skal áætla meðalnýtingu ullar í hverjum gæðaflokki, þ.e. hlutfall hreinnar ullar að loknum þvotti. Við mat á nýtingu skal styðjast við eftirfarandi reglur:

80% nýting: Hrein og óskemmd haustull, laus við sand og rusl, vel þurr.

75% nýting: Lítið óhrein haustull og hrein og þurr vetrarull og snoðull, sem ekki er mjög feit.

70% nýting: Vetrarull og snoðull í meðallagi hrein og í meðallagi feit eða lítið feit með sandskellum.

65% nýting: Mjög feit eða óhrein vetrarull og hreinleg sumarull.

60% nýting: Meðalhrein sumarull, mjög óhrein vetrarull og rök ull, ásamt ull með töluverðum sandi.

50% nýting: Sandull, klepraull og blaut ull.

 

3. gr.

Á matsnótum til innleggjenda skal tilgreina magn ullar í hverjum gæðaflokki ásamt meðalnýtingu í hverjum flokki. Matsmatsmenn skulu einnig tilgreina helstu ástæður fyrir matsniðurstöðum ásamt athugasemdum um frágang, ef við á, í þar til gerðum reit á matsnótu. Ull sem fer í úrkast skal fleygt en magn tilgreind á matsnótu. Ef verulegur hluti innleggs flokkast í úrkast, skal tilkynna innleggjanda það áður en ullinni er eytt.

 

4. gr.

            Heimilt er að meta ull eftir öðrum reglum en tilteknar eru í 1. og 2. gr., ef kaupandi og seljandi gera með sér samkomulag um slíkt mat, t.d. þegar ull er seld beint til handiðnaðar.

 

5. gr.

            Lögreglustjóri skipar ullarmatsmenn hjá afurðastöðvum og umboðsmönnum. sem taka á móti ull frá framleiðendum.

Þeir skulu hafa notið fræðslu og þjálfunar í ullarmati áður en þeir fá réttindi til starfa sem ullarmatsmenn. Þjálfun skal fara fram á matsstöð með reyndum matsmönnum undir handleiðslu eftirlitsmanns með ullarmati. Eftirlitsmaður með ullarmati mælir með skipun nýrra matsmanna að lokinni þjálfun.

 

6. gr.

Afurðastöðvar eða umboðsmenn, sem hafa ullarmatsmenn í þjónustu sinni, skulu koma upp aðstöðu til mats á ull sem til þeirra berst. Jafnan skal leitast við að meta ull jafnóðum og hún berst. Matsaðstaða skal uppfylla eftirfarandi lágmarkskröfur:

a. Sæmilega rúmgott, þurrt og trekklaust húsnæði. þannig að hægt sé að hýsa ómetna og metna ull án hættu á skemmdum. ásamt aðstöðu fyrir matsmenn.

b. Rimlaborð fyrir hvern matsmann og ljós í hæfilegri hæð, þannig að tryggð sé góð lýsing           fyrir matsmenn við störf sín. Ljósgjafi skal miðast við að lýsing sé sem líkust dagsbirtu.   

c. Greinilega merktir kassar undir hvern gæðaflokk, sem matsmenn flokka ullina í við hvert         matsborð.

Sömu reglur gilda um aðstöðu við mat í ullarþvottastöð. Eftirlitsmaður með ullarmati annast eftirlit með matsaðstöðu og leiðbeinir um lagfæringar á henni.

 

7. gr.

Eftirlitsmaður með ullarmati skal hafa aflað sér þekkingar á ullarmati og meðferð ullar. Hann skipuleggur störf sín í samráði við ullarmatsnefnd. Hlutverk hans skal vera:

a) að annast eftirlit og leiðsögn með ullarmati á öllum stöðum þar sem mat fer fram og leiðbeina matsmönnum um matsreglur samkvæmt 1. og 2. gr. og leitast við að samræma vinnubrögð matsmanna.

b) að hafa umsjón með þjálfun nýrra matsmanna og taka þótt í undirbúningi og framkvæmd námskeiða og fræðslufunda um ullarmat og ullarmeðferð fyrir ullarmatsmenn í samráði við ullarmatsnefnd.

c) að veita bændum almenna fræðslu og leiðbeiningar um rúning, meðferð og frágang á ull.

 

8. gr.

Ullarmatsnefnd úrskurðar í ágreiningsmálum og annast yfirmat eftir því sem þurfa þykir. Ágreiningi vegna ullarmats er heimilt að vísa til ullarmatsnefndar, sem fellir úrskurð innan 30 daga frá því að erindi barst henni. Nefndinni er heimilt að kalla til matsmenn eða eftirlitsmann með ullarmati til þess að framkvæma yfirmat undir umsjón nefndarinnar. Ullarmatsmönnum er skylt að fara eftir fyrirmælum nefndarinnar um ullarmat.

Ullarmatsnefnd skal einnig standa fyrir fræðslu og leiðbeiningum til ullarmatsmanna og bænda með námskeiða-, og fundahöldum. Nefndin vinnur að þessum málum í samstarfi við eftirlitsmann með ullarmati og hún er einnig ráðgefandi fyrir störf hans á öllum sviðum.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um flokkun og mat á gærum og ull nr. 57/1990 og öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um móttöku, flokkun og mat ullar nr. 416 8. desember 1976.

 

Landbúnaðarráðuneytið, 15. október 1990.

 

Steingrímur J. Sigfússon.

Jón Höskuldsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica