Viðskiptaráðuneyti

282/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 1. gr. f. bætist við ný grein, 1. gr. g., sem orðast svo:
Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 44/2000 frá 12. maí 2000 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 21 um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1216/1999 frá 10. júní 1999 um breytingu á reglugerð nr. 17, fyrstu reglugerð til framkvæmdar á ákvæðum 81. og 82. gr. sáttmálans.


2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin, sem fela í sér breytingu á bókun 21 með EES-samningnum, eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB. EB-gerðin er jafnframt birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.


Viðskiptaráðuneytinu, 16. mars 2001.

Valgerður Sverrisdóttir.
Jón Ögmundur Þormóðsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica