Innanríkisráðuneyti

260/2013

Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum, nr. 666/2001, með síðari breytingum.

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Í reglugerð þessari og viðaukum við hana er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:

Alþjóðasamþykktir: eru alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 (SOLAS 74) og alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa frá 1966 (Load Lines 66), ásamt bók­unum og breytingum við þær;

Kóði um stöðugleika í óleku ástandi: (IS-kóðinn) er kóði um stöðugleika í óleku ástandi er gildir um allar gerðir skipa sem heyra undir gerninga Alþjóða­siglingamála­stofnunar­innar (IMO) en hann er að finna í ályktun þings hennar A.749 (18) frá 4. nóvember 1993;

Kóði um háhraðaför: er alþjóðakóði um öryggi háhraðafara, sem er að finna í ályktun Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO resolution) MSC 36(63) frá 20. maí 1994, eða alþjóðakóða um öryggi háhraðafara frá 2000 (HSC-kóðinn frá 2000) sem er að finna í ályktun Alþjóðasiglingamála­stofnunar­innar MSC.97(73) frá desember 2000, í uppfærðum útgáfum;

GMDSS: er alþjóðlegt neyðar- og öryggiskerfi fjarskipta á sjó sem mælt er fyrir um í IV. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, með áorðnum breytingum;

Farþegaskip: er skip sem má flytja fleiri en 12 farþega;

Ekjufarþegaskip: er skip sem flytur fleiri en 12 farþega, með ekjufarmrými eða sérstök rými eins og skilgreint er í reglu II-2/A/2 í I. viðauka;

Háhraðafarþegafar: er háhraðafar, eins og það er skilgreint í 1. reglu í X. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, með áorðnum breytingum, sem má flytja fleiri en 12 farþega að frátöldum farþegaskipum í innanlandssiglingum á hafsvæðum í flokki B, C eða D sem teljast ekki vera háhraðafarþegaför ef:

 

i)

særými þeirra miðað við hönnunarvatnslínu er innan við 500 m³ og

 

ii)

hámarkshraði þeirra, eins og hann er skilgreindur í reglu 1.4.30 í kóðanum um háhraðaför frá 1994 og reglu 1.4.37 í kóðanum um háhraðaför frá 2000, er minni en 20 hnútar;Nýtt skip: er skip þar sem kjölurinn hefur verið lagður eða er á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Með svipuðu smíðastigi er átt við að:

 

i)

smíði tiltekins skips sé greinilega hafin, og

 

ii)

samsetning sé hafin á skipinu og það orðið a.m.k. 50 tonn að þyngd eða 1% af áætluðum massa alls smíðaefnis, hvort heldur er minna;Gamalt skip: er skip sem er ekki nýtt;

Aldur: er aldur skipsins, gefinn til kynna í fjölda ára frá þeim degi er smíði þess lauk og það var afhent;

Farþegi: er einstaklingur annar en:

 

i)

skipstjóri og skipverjar eða þeir aðrir sem eru ráðnir til tiltekinna starfa um borð í skipi í þágu þess, og

 

ii)

barn undir eins árs aldri;Lengd skips: er nema annað sé tekið fram sérstaklega, 96% af mestu lengd í vatnslínu við 85% af minnstu mótuðu dýpt, mældri frá kjöllínu (spónfarslínu), eða lengdin frá fremri brún á stefni í miðju stýrisáss, í sömu vatnslínu, ef sú lengd er meiri. Í skipum hönnuðum með kjalarhalla skal vatnslínan, sem lengd er mæld á, vera samsíða hönnunarvatnslínunni;

Bóghæð: er bóghæðin sem er skilgreind í 39. reglu alþjóðasamþykktarinnar frá 1966 um hleðslumerki skipa og er lóðrétt fjarlægð frá vatnslínu, sem samsvarar úthlutuðu sumarfríborði og hönnunarstafnhalla, að efri brún opins þilfars við skipshlið, mælt við fremri lóðlínu;

Skip með heilu þilfari: er skip sem hefur heilt þilfar, sem veður og sjór mæðir á, með föstum lokunarbúnaði fyrir öll op áveðurs og föstum lokunarbúnaði þar fyrir neðan fyrir öll op á hlið skipsins sem gerir þau að minnsta kosti veðurþétt.

Heila þilfarið getur verið vatnsþétt eða jafngild smíði sem er óvatnsþétt þilfar sem er algerlega þakið með veðurþéttri smíði af nægjanlegum styrkleika til að viðhalda veður­þéttleika, og með veðurþéttum lokunarbúnaði;

Millilandasiglingar: eru siglingar frá höfn í aðildarríki EES til hafnar utan þess aðildarríkis eða öfugt;

Innanlandssiglingar: eru siglingar frá höfn í aðildarríki EES til sömu eða annarrar hafnar í því aðildarríki;

Hafsvæði: er svæði sem er skilgreint í samræmi við 2. mgr. 4. gr. Þó skulu skilgreiningar á hafsvæðum í 2. reglu í IV. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974 gilda að því er varðar beitingu ákvæða um þráðlaus fjarskipti;

Hafnarsvæði: er svæði, sem er ekki hafsvæði samkvæmt skilgreiningu aðildarríkja EES, er nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnar­innar eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Ytri mörk hafnarsvæða á Íslandi eru skil­greind í reglugerðum fyrir einstakar hafnir;

Var: er skýlt svæði, náttúrulegt eða manngert þar sem skip eða far getur leitað vars við aðstæður þar sem því er hætta búin;

Stjórnvald fánaríkis: eru lögbær yfirvöld ríkis sem heimilar skipinu eða farinu að sigla undir sínum fána. Siglingastofnun Íslands er stjórnvald fánaríkis í málum er varða íslensk skip;

Gistiríki: er aðildarríki EES þar sem skip eða far, er siglir undir fána annars ríkis en aðildarríkisins, kemur til hafnar og lætur úr höfn í innanlandssiglingum;

Viðurkennd stofnun: er stofnun sem er viðurkennd í samræmi við 4. gr. tilskipunar ráðsins 94/57/EB frá 22. nóvember 1994 um sameiginlegar reglur og staðla fyrir stofn­anir sem sjá um skipaeftirlit og -skoðun og fyrir tilheyrandi starfsemi siglingamála­yfirvalda, með áorðnum breytingum;

Míla: er 1852 metrar;

Kennialda: er meðalhæð þriðjungs hæstu mældrar öldu á tilteknu tímabili;

Hreyfihamlaðir einstaklingar: eru allir þeir sem eiga í sérstökum erfiðleikum með að nota almenningssamgöngur, þ.m.t. aldraðir, fatlaðir, fólk með skerta skynjun og fólk sem notar hjólastól, þungaðar konur og fólk með lítil börn;

Tilskipunin: er tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2009/45/EB um öryggiskröfur og staðla fyrir farþegaskip, með áorðnum breytingum.

2. gr.

a-liður 2. tölul. 3. gr. orðast svo:

a) farþegaskip sem eru:

 

i)

herskip og liðsflutningaskip,

 

ii)

skip sem eru ekki knúin áfram með vélrænum hætti,

 

iii)

skip, sem eru smíðuð úr öðru efni en stáli eða jafngildu efni, sem falla ekki undir staðla varðandi háhraðaför (ályktun siglingaöryggisnefndarinnar MSC 36(63) eða MSC.97(73)) eða hreyfiborið far (ályktun A.373 (X)),

 

iv)

tréskip með frumstæðu smíðalagi,

 

v)

frumgerð og endurgerðir sögufrægra farþegaskipa sem voru hönnuð fyrir 1965, að mestu leyti úr upprunalegu efni,

 

vi)

lystisnekkjur, nema á þeim sé eða verði áhöfn og að þær flytji fleiri en tólf farþega í atvinnuskyni eða

 

vii)

skip einungis í siglingum innan hafnarsvæða;3. gr.

3. tölul. 4. gr. orðast svo:

  1. Flokkun í 1. kafla (reglu 1.4.10 og 1.4.11) í kóðanum um háhraðaför frá 1994 eða 1. kafla (reglu 1.4.12) og (reglu 1.4.13) í kóðanum um háhraðaför frá 2000 gildir um háhraðafarþegaför.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "11. gr." í 2. tölul. kemur: 1. tölul. 7. gr.
  2. Í stað "nr. 128/1997" í 3. tölul. kemur: nr. 816/2011.
  3. Í stað "nr. 988/2000" í 4. tölul. kemur: nr. 589/2004.

5. gr.

Textinn "17. mars 1998" í b-lið 1. tölul. 6. gr., i) staflið a-liðar 2. tölul. 6. gr., a-lið 3. tölul. 6. gr. og 4. tölul. 8. gr. fellur brott.

6. gr.

c-liður 1. tölul. 6. gr. orðast svo:

c)

Ákvæði um siglingatæki í 17., 18., 19., 20. og reglu 21 í V. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, í uppfærðri útgáfu, skulu gilda. Þau siglingatæki sem eru skráð í 1. lið í viðauka A við tilskipun 96/98/EB og eru í samræmi við ákvæði þeirrar tilskipunar teljast samrýmast kröfum um gerðarviðurkenningu í reglu 18.1 í V. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974.7. gr.

Í stað "9. gr." í d-lið 3. tölul. 6. gr. kemur: 2. tölul. 11. gr.

8. gr.

b-liður 3. tölul. 6. gr. orðast svo:

b)

Gömul farþegaskip í flokki B skulu uppfylla viðeigandi sérkröfur þessarar reglu­gerðar og I. viðauka sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 24, 26. apríl 2012, bls. 276.9. gr.

a-liður 4. tölul. 6. gr. orðast svo:

a)

háhraðafarþegaför, sem eru smíðuð eða hafa gengist undir meiri háttar viðgerðir, breytingar eða endurbætur 1. janúar 1996 eða síðar, skulu uppfylla kröfurnar í reglu X/2 og X/3 í SOLAS-samþykktinni frá 1974, nema:

 

kjölur þeirra hafi verið lagður eða þau verið á svipuðu smíðastigi eigi síðar en í júní 1998,
þau eigi að afhenda eða taka í notkun eigi síðar en í desember 1998 og
þau fullnægi að öllu leyti kröfum í öryggiskóða fyrir hreyfiborin för (DSC-kóðanum) í ályktun Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar A.373(X) eins og henni var breytt með ályktun siglingaöryggisnefndar MSC 37(63) frá 19. maí 1994, 

10. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað "4. mgr. 7. gr." í 1.-4. tölul. kemur: 4. mgr. 9. gr.
  2. Í stað "5. mgr. 7. gr." í 5. tölul. kemur: 5. mgr. 9. gr.

11. gr.

4. tölul. 8. gr. orðast svo:

  1. Fylgja skal viðeigandi málsmeðferð og viðmiðunarreglum um skoðun fyrir öryggisskírteini farþegaskips, eins og tilgreint er í ályktun Alþjóðasiglingamála­stofnunar­innar A.997(25), með áorðnum breytingum, "viðmiðunar­reglur fyrir skoðun samkvæmt samræmdu skoðunar- og vottunarkerfi frá 2007" eða annarri málsmeðferð sem stefnir að sama marki.

12. gr.

Í stað I. viðauka kemur nýr I. viðauki, sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 24, 26. apríl 2012, bls. 276.

13. gr.

Innleiðing og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, öðlast þegar gildi. Með reglugerð þessari eru eftirfarandi Evrópugerðir inn­leiddar í íslenskan rétt:

  1. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/45/EB frá 6. maí 2009 um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip (endurútgáfa), sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 30, 10. júní 2010, bls. 18, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 13/2010 frá 29. janúar 2010 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19, 22. apríl 2010, bls. 25.
  2. tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2010/36/ESB frá 1. júní 2010 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/45/EB um öryggisreglur og staðla fyrir farþegaskip (endurútgáfa), sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 24, 26. apríl 2012, bls. 276, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 147/2011 frá 2. desember 2011 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, sem birt var í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 15, 15. mars 2012, bls. 36.

Innanríkisráðuneytinu, 25. febrúar 2013.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica