1. gr.
Tilgangur.
Tilgangurinn með þessari reglugerð er að koma á samræmdu öryggisstigi með tilliti til mannslífa og eigna á nýjum og gömlum farþegaskipum og háhraðafarþegaförum þegar skip úr þessum flokkum eru í innanlandssiglingum.
2. gr.
Skilgreiningar.
Í reglugerð þessari og viðaukum við hana er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a) |
„Alþjóðasamþykktir" eru alþjóðasamþykkt um öryggi mannslífa á hafinu frá 1974 (SOLAS 74) og alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa frá 1966 (Load Lines 66), ásamt bókunum og breytingum við þær sem eru í gildi 17. mars 1998; |
b) |
„kóði um stöðugleika í óleku ástandi" (IS-kóðinn) er kóði um stöðugleika í óleku ástandi er gildir um allar gerðir skipa sem heyra undir gerninga Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) en hann er að finna í ályktun þings hennar A.749 (18) frá 4. nóvember 1993, með áorðnum breytingum 17. mars 1998; |
c) |
„kóði um háhraðaför" (HSC-kóðinn) er alþjóðakóði um öryggi háhraðafara sem er að finna í ályktun siglingaöryggisnefndar Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) MSC 36(63) frá 20. maí 1994, með áorðnum breytingum 17. mars 1998; |
d) |
„GMDSS" er alþjóðlegt neyðar- og öryggiskerfi fjarskipta á sjó sem mælt er fyrir um í IV. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, með áorðnum breytingum 17. mars 1998; |
e) |
„Farþegaskip" er skip sem má flytja fleiri en 12 farþega; |
f) |
„Háhraðafarþegafar" er háhraðafar, eins og það er skilgreint í 1. reglu í X. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, með áorðnum breytingum 17. mars 1998, sem má flytja fleiri en 12 farþega; farþegaskip í innanlandssiglingum á hafsvæðum í flokki , C eða D teljast ekki vera háhraðafarþegaför ef: |
– særými þeirra miðað við hönnunarvatnslínu er innan við 500 m 3 og |
|
– hámarkshraði þeirra, eins og hann er skilgreindur í lið 1.4.30 í kóða um háhraðaför, er minni en 20 hnútar; |
|
g) |
„Nýtt skip"er skip þar sem kjölurinn hefur verið lagður eða er á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001 eða síðar. Með svipuðu smíðastigi er átt við að: |
i) smíði tiltekins skips sé greinilega hafin, og |
|
ii) samsetning skipsins sé hafin og það sé orðið að minnsta kosti 50 tonn að þyngd eða 1% af áætluðum heildarþunga alls smíðaefnisins, eftir því hvort er minna; |
|
h) |
„Gamalt skip" er skip sem er ekki nýtt; |
i) |
„Farþegi" er einstaklingur annar en: |
i) skipstjóri og skipverjar eða þeir aðrir sem eru ráðnir til tiltekinna starfa um borð í skipi í þágu þess, og |
|
ii) barn undir eins árs aldri; |
|
j) |
„Lengd skips" er nema annað sé tekið fram sérstaklega, 96% af mestu lengd í vatnslínu við 85% af minnstu mótuðu dýpt, mældri frá kjöllínu (spónfarslínu), eða lengdin frá fremri brún á stefni í miðju stýrisáss, í sömu vatnslínu, ef sú lengd er meiri. Í skipum hönnuðum með kjalarhalla skal vatnslínan, sem lengd er mæld á, vera samsíða hönnunarvatnslínunni; |
k) |
„Bóghæð" er bóghæðin sem er skilgreind í 39. reglu alþjóðasamþykktarinnar frá 1966 um hleðslumerki skipa og er lóðrétt fjarlægð frá vatnslínu, sem samsvarar úthlutuðu sumarfríborði og hönnunarstafnhalla, að efri brún opins þilfars við skipshlið, mælt við fremri lóðlínu; |
l) |
„Skip með heilu þilfari" er skip sem hefur heilt þilfar, sem veður og sjór mæðir á, með föstum lokunarbúnaði fyrir öll op áveðurs og föstum lokunarbúnaði þar fyrir neðan fyrir öll op á hlið skipsins sem gerir þau að minnsta kosti veðurþétt; |
Heila þilfarið getur verið vatnsþétt eða jafngild smíði sem er óvatnsþétt þilfar sem er algerlega þakið með veðurþéttri smíði af nægjanlegum styrkleika til að viðhalda veðurþéttleika, og með veðurþéttum lokunarbúnaði; |
|
m) |
„Millilandasiglingar" eru siglingar frá höfn í aðildarríki EES til hafnar utan þess aðildarríkis eða öfugt; |
n) |
„Innanlandssiglingar" eru siglingar frá höfn í aðildarríki EES til sömu eða annarrar hafnar í því aðildarríki; |
o) |
„Hafsvæði" er svæði sem er skilgreint í samræmi við 2. mgr. 4. gr. Þó skulu skilgreiningar á hafsvæðum í 2. reglu í IV. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974 gilda að því er varðar beitingu ákvæða um þráðlaus fjarskipti; |
p) |
„Hafnarsvæði" er svæði, sem er ekki hafsvæði samkvæmt skilgreiningu aðildarríkja EES, er nær til ystu marka varanlegra hafnarmannvirkja sem eru óaðskiljanlegur hluti hafnarinnar eða til þeirra marka sem helgast af náttúrulegum landfræðilegum þáttum er skýla vogum og víkum eða svipuðum skýldum svæðum. Ytri mörk hafnarsvæða á Íslandi eru skilgreind í reglugerðum fyrir einstakar hafnir; |
q) |
„Var" er skýlt svæði, náttúrulegt eða manngert þar sem skip eða far getur leitað vars við aðstæður þar sem því er hætta búin; |
r) |
„Stjórnvald fánaríkis" eru lögbær yfirvöld ríkis sem heimilar skipinu eða farinu að sigla undir sínum fána. Siglingastofnun Íslands er stjórnvald fánaríkis í málum er varða íslensk skip; |
s) |
„Gistiríki" er aðildarríki EES þar sem skip eða far, er siglir undir fána annars ríkis en aðildarríkisins, kemur til hafnar og lætur úr höfn í innanlandssiglingum; |
t) |
„Viðurkennd stofnun" er stofnun sem er viðurkennd í samræmi við 4. gr. tilskipunar ráðsins 94/57/EB frá 22. nóvember 1994 um sameiginlegar reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaeftirlit og -skoðun og fyrir tilheyrandi starfsemi siglingamálayfirvalda, með áorðnum breytingum 17. mars 1998; |
u) |
„Míla" er 1852 metrar; |
v) |
„Kennialda" er meðalhæð þriðjungs hæstu mældrar öldu á tilteknu tímabili; |
w) |
„Tilskipunin" er tilskipun ráðsins nr. 98/18/EB um öryggiskröfur og staðla fyrir farþegaskip. |
3. gr.
Gildissvið.
1. Þessi reglugerð á við um:
a) |
ný farþegaskip; |
b) |
gömul farþegaskip sem eru 24 metrar að lengd eða lengri; |
c) |
háhraðafarþegaför; |
án tillits til þess undir hvaða fána þau sigla þegar þau eru í innanlandssiglingum við Ísland.
Reglugerðin á einnig við um íslensk skip í innanlandssiglingum erlendis.
Þegar Ísland er gistiríki í skilningi þessarar reglugerðar,skal Siglingastofnun Íslands ganga úr skugga um að farþegaskip og háhraðafarþegaför, sem sigla undir erlendum fána, fullnægi kröfum þessarar reglugerðar að öllu leyti áður en þau hefja innanlandssiglingar við Ísland.
2. Þessi reglugerð á ekki við um:
a) |
farþegaskip sem eru: |
– herskip og liðsflutningaskip, |
|
– skip sem eru ekki knúin áfram með vélrænum hætti, |
|
– skip,sem eru smíðuð úr öðru efni en stáli eða jafngildu efni og falla ekki undir viðmiðanir um háhraðaför (ályktun siglingaöryggisnefndarinnar MSC 36(63) eða hreyfiborin för (ályktun A.373 (X)), |
|
– tréskip með frumstæðu smíðalagi, |
|
– frumgerð og endurgerðir sögufrægra farþegaskipa sem voru hönnuð fyrir 1965, að mestu leyti úr upprunalegu efni, |
|
– lystisnekkjur, nema á þeim sé eða verði áhöfn og að þær flytji fleiri en tólf farþega í atvinnuskyni, |
|
– einungis í siglingum innan hafnarsvæða; |
|
b) |
háhraðafarþegaför sem eru: |
– herskip eða liðsflutningaskip, |
|
– til skemmtunar, nema á þeim sé eða verði áhöfn og að þau taki fleiri en tólf farþega í atvinnuskyni, |
|
– einungis í siglingum innan hafnarsvæða. |
3. Viðaukarnir við þessa reglugerð skulu vera óaðskiljanlegur hluti reglugerðarinnar og tilvísun í þessa reglugerð skal um leið vera tilvísun í viðauka hennar.
4. Um borð í sérhverju skipi,sem þessi reglugerð gildir um,skal vera eintak af reglugerðinni.
4. gr.
Flokkar farþegaskipa.
1.Farþegaskipum er skipt í eftirfarandi flokka eftir því á hvaða hafsvæðum þau starfa:
„Flokkur A" |
eru farþegaskip í innanlandssiglingum, öðrum en þeim sem falla undir flokk B, C og D. |
„Flokkur B" |
eru farþegaskip í innanlandssiglingum og skal fjarlægð frá strandlínunni, þar sem skipreika fólk getur lent, aldrei vera meiri en 20 mílur miðað við meðalflóðhæð. |
„Flokkur C" |
eru farþegaskip í innanlandssiglingum á hafsvæðum þar sem líkur á hærri kenniöldu en 2,5 m eru minni en 10% á ársgrundvelli miðað við rekstur allt árið, eða þeim hluta ársins sem reksturinn er bundinn við (t.d. rekstur yfir sumartíma), og skal fjarlægð að vari aldrei vera meiri en 15 mílur og fjarlægð að strandlínu, þar sem skipreika fólk getur lent, aldrei meiri en 5 mílur miðað við meðalflóðhæð. |
„Flokkur D" |
eru farþegaskip í innanlandssiglingum á hafsvæðum þar sem líkur á hærri kenniöldu en 1,5 m eru minni en 10% á ársgrundvelli, eða þeim hluta ársins sem reksturinn er bundinn við (t.d. rekstur yfir sumartíma), og skal fjarlægð að vari aldrei vera meiri en 6 mílur og fjarlægð að strandlínu, þar sem skipreika fólk getur lent, meiri en 3 mílur, miðað við meðalflóðhæð. |
2. Í II. viðauka við þessa reglugerð eru skrár og kort yfir hafsvæði við Ísland þar sem viðmiðanir varðandi flokka, sem er að finna í 1. mgr., eru lagðar til grundvallar.
3. Flokkun í 1. kafla (regla 1.4.10 og 1.4.11) í kóðanum um háhraðaför gildir um háhraðafarþegaför.
5. gr.
Beiting.
1. Bæði ný og gömul farþegaskip og háhraðafarþegaför skulu, í innanlandssiglingum, uppfylla viðeigandi öryggiskröfur sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð. Siglingastofnun Íslands skal ekki koma í veg fyrir rekstur farþegaskipa eða háhraðafarþegafara í innanlandssiglingum við Ísland á grundvelli þessarar reglugerðar ef þau fullnægja kröfum þessarar reglugerðar, að meðtöldum viðbótarkröfum sem gerðar eru hérlendis í samræmi við ákvæði 1. mgr. 7. gr.
2. Þegar Ísland er gistiríki í skilningi þessarar reglugerðar, skal Siglingastofnun Íslands viðurkenna öryggisskírteini og starfsleyfi háhraðafars sem annað aðildarríki EES gefur út fyrir háhraðafarþegafar í innanlandssiglingum og öryggisskírteini farþegaskips, sem um getur í 11. gr., sem annað aðildarríki EES hefur gefið út fyrir farþegaskip í innanlandssiglingum.
3. Siglingastofnun Íslands er heimilt að skoða erlent farþegaskip eða háhraðafarþegafar í innanlandssiglingum við Ísland og gera úttekt á sjóferðagögnum þess í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 128/1997 um hafnarríkiseftirlit, með áorðnum breytingum.
4. Allur skipsbúnaður, sem er skráður í viðauka A.1 við reglugerð nr. 988/2000 um skipsbúnað, og uppfyllir ákvæði þeirrar reglugerðar, telst vera í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar hvort sem þess er krafist eða ekki í I. viðauka að viðurkenna skuli búnaðinn og að gerðar séu fullnægjandi prófanir á honum að mati stjórnvalds fánaríkis.
6. gr.
Öryggiskröfur.
1. Eftirfarandi gildir um ný og gömul farþegaskip í flokkum A, B, C og D:
a) |
Smíði og viðhald bols, aðal- og hjálparvéla, rafbúnaðar og sjálfvirks búnaðar skal vera í samræmi við viðmiðanir sem eru tilgreindar til flokkunar í reglum viðurkenndrar stofnunar eða jafngildum reglum sem eru notaðar af stjórnvaldi fánaríkis í samræmi við 2. mgr. 14. gr. tilskipunar 94/57/EB. |
b) |
Ákvæði IV. kafla, þar með taldar breytingar frá 1988 á alþjóðlegu neyðar- og öryggiskerfi fjarskipta á sjó (GMDSS), V. og VI. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, með áorðnum breytingum 17. mars 1998, skulu gilda. |
c) |
Ákvæði um siglingatæki í 12. reglu í V. kafla SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, með áorðnum breytingum 17. mars 1998, skulu gilda. Þau siglingatæki,sem eru skráð í viðauka A.1 við reglugerð nr. 988/2000 um skipsbúnað og eru í samræmi við ákvæði þeirrar reglugerðar, teljast vera í samræmi við kröfur um gerðarviðurkenningu í SOLAS-reglu V/12(r). |
2. Eftirfarandi gildir um ný farþegaskip:
a) Almennar kröfur:
i) |
Ný farþegaskip í flokki A skulu uppfylla að fullu kröfur SOLAS-samþykktarinnar frá 1974, með áorðnum breytingum 17. mars 1998,og viðeigandi sérkröfur sem eru tilgreindar í þessari reglugerð og I. viðauka við hana. Siglingastofnun Íslands skal túlka þær reglur, sem stjórnvaldi er látið eftir að túlka samkvæmt SOLAS-samþykktinni, með þeim hætti sem fram kemur í I. viðauka, fyrir íslensk farþegaskip. Stjórnvald fánaríkis annast þetta fyrir erlent farþegaskip í innanlandssiglingum við Ísland. |
|
ii) |
Ný farþegaskip í flokki B, C og D skulu uppfylla viðeigandi sérkröfur sem eru tilgreindar í þessari reglugerð og I. viðauka við hana. |
b) Kröfur með tilliti til hleðslumerkja:
i) |
Öll ný farþegaskip,sem eru 24 metrar að lengd og lengri, skulu uppfylla skilyrði alþjóðasamþykktar um hleðslumerki skipa frá 1966. |
|
ii) |
Viðmiðanir um öryggisstig, jafngildar þeim viðmiðunum sem er að finna í alþjóðasamþykkt um hleðslumerki skipa frá 1966, skulu notaðar í tengslum við lengd og flokk þegar um er að ræða ný farþegaskip sem eru styttri en 24 metrar. |
|
iii) |
Þrátt fyrir i- og ii-lið eru ný farþegaskip í flokki D undanþegin kröfum um lágmarksbóghæð sem mælt er fyrir um í alþjóðsamþykkt um hleðslumerki skipa frá 1966. |
|
iv) |
Ný farþegaskip í flokki A, B, C og D skulu vera með heilu þilfari. |
3. Eftirfarandi gildir um gömul farþegaskip:
a) |
Gömul farþegaskip í flokki A skulu uppfylla skilyrði reglna um gömul skip eins og þau eru skilgreind í SOLAS-samþykktinni frá 1974, með áorðnum breytingum 17. mars 1998, og viðeigandi sérreglur í þessari reglugerð og I. viðauka. Siglingastofnun Íslands skal túlka þær reglur, sem stjórnvaldi er látið eftir að túlka samkvæmt SOLAS-samþykktinni, með þeim hætti sem fram kemur í I. viðauka, fyrir íslensk farþegaskip. Stjórnvald fánaríkis annast þetta fyrir erlent farþegaskip í innanlandssiglingum við Ísland. |
b) |
Gömul farþegaskip í flokki skulu uppfylla viðeigandi sérkröfur þessarar reglugerðar og I. viðauka. |
c) |
Gömul skip í flokki C og D skulu uppfylla viðeigandi sérkröfur í þessari reglugerð og III. kafla I. viðauka og skulu vera, að því er varðar málefni sem falla ekki undir þær kröfur, í samræmi við reglur stjórnvalds fánaríkis. Í þeim reglum skal kveðið á um jafngilt öryggisstig og í köflum II-1 og II-2 í I. viðauka að teknu tilliti til sérstakra staðbundinna starfsskilyrða á hafsvæðum þar sem skip í þessum flokkum hafa heimild til að starfa. |
Áður en gömul erlend farþegaskip í flokki C og D hefja reglubundnar innanlandssiglingar við Ísland skal leita eftir samþykki Siglingastofnunar Íslands á reglunum. |
|
d) |
Álíti aðildarríki EES að reglurnar,sem Siglingastofnun Íslands setur samkvæmt c-lið, séu ósanngjarnar getur það tilkynnt um það þegar í stað í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 9. gr. í tilskipuninni. |
e) |
Meiri háttar viðgerðir, breytingar og endurbætur og tengdur búnaður skulu vera í samræmi við kröfur fyrir ný skip sem mælt er fyrir um í a-lið 2. mgr. Breytingar á gömlum skipum, sem eiga einungis að bæta eiginleika þeirra til að þola áraun við notkun, teljast ekki til meiri háttar breytinga. |
f) |
Ekki skal beita ákvæðum a-liðar, nema eldri dagsetningar séu tilgreindar í SOLAS-samþykktinni frá 1974, eða ákvæðum b- og c-liðar, nema eldri dagsetningar séu tilgreindar í I. viðauka í tengslum við skip, þar sem kjölurinn hefur verið lagður eða skip á svipuðu smíðastigi: |
i) |
fyrir 1. janúar 1940: fyrr en 1. júlí 2006; |
|
ii) |
1. janúar 1940 eða síðar, þó fyrir 31. desember 1962: fyrr en 1. júlí 2007; |
|
iii) |
1. janúar 1963 eða síðar, þó fyrir 31. desember 1974: fyrr en 1. júlí 2008; |
|
iv) |
1. janúar 1975 eða síðar, þó fyrir 31. desember 1984: fyrr en 1. júlí 2009; |
|
v) |
1. janúar 1985 eða síðar, þó fyrir 1. janúar 2001: fyrr en 1. júlí 2010. |
4. Eftirfarandi gildir um háhraðafarþegaför:
a) |
Háhraðafarþegaför, sem eru smíðuð eða hafa gengist undir meiri háttar viðgerðir, breytingar eða endurbætur 1. janúar 1996 eða síðar, skulu uppfylla kröfurnar í reglu X/3 í SOLAS-samþykktinni frá 1974, nema |
– kjölur þeirra hafi verið lagður eða þau verið á svipuðu smíðastigi 1. janúar 2001, og |
|
– þau eigi að afhenda og taka í notkun innan sex mánaða frá gildistöku þessarar reglugerðar, og |
|
– þau fullnægi að öllu leyti kröfum í öryggiskóða fyrir hreyfiborin för (DSC-kóðanum) sem er að finna í ályktun þings Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar A.373(X) frá 14. nóvember 1977, eins og henni var breytt með ályktun siglingaöryggisnefndar MSC 37(63) frá 19. maí 1994. |
|
b) |
Háhraðafarþegaför, sem eru smíðuð fyrir 1. janúar 1996 og fullnægja kröfum í kóðanum um háhraðaför, skulu áfram rekin með þeim hætti sem er viðurkenndur samkvæmt þeim kóða. Háhraðafarþegaförum, sem eru smíðuð fyrir 1. janúar 1996 og fullnægja ekki kröfum í kóðanum um háhraðaför, er óheimilt að stunda innanlandssiglingar við Ísland nema þau hafi þegar verið í slíkum innanlandssiglingum 1. janúar 2001 en í því tilviki er þeim heimilt að stunda áfram rekstur innanlands við Ísland. Þessi för skulu uppfylla kröfur DSC-kóðans með áorðnum breytingum. |
c) |
Smíði og viðhald háhraðafarþegafara og búnaður þeirra skulu vera í samræmi við reglur viðurkenndrar stofnunar um flokkun háhraðafara eða jafngildar reglur sem stjórnvald notar í samræmi við 2. mgr. 14. gr. tilskipunar 94/57/EB. |
7. gr.
Viðbótaröryggiskröfur og jafngildar öryggiskröfur, undanþágur og öryggisráðstafanir.
1. Viðbótaröryggiskröfur:
Ef Siglingastofnun Íslands telur að rétt sé að herða gildandi öryggiskröfur í tilteknum tilvikum vegna sérstakra staðbundinna aðstæðna og unnt er að sýna fram á að þess sé þörf er samgönguráðherra heimilt, að fengnum tillögum stofnunarinnar og með fyrirvara um málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 4. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar, að samþykkja ráðstafanir til að herða öryggiskröfurnar.
2. Jafngildar öryggiskröfur:
Samgönguráðherra er heimilt,að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands og með fyrirvara um málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 4. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar, að samþykkja ákvæði með kröfum sem eru jafngildar reglunum í I. viðauka, að því tilskildu að þessar jafngildu öryggiskröfur séu í það minnsta eins skilvirkar og þær reglur.
3. Undanþágur:
Samgönguráðherra er heimilt, að fengnum tillögum Siglingastofnunar Íslands, að samþykkja ákvæði um að undanþiggja skip tilteknum sérkröfum þessarar reglugerðar í tengslum við innanlandssiglingar við Ísland, þar með taldar siglingar á eyjahafsvæðum, sem eru í skjóli fyrir opnu hafi við tiltekin starfsskilyrði, t.d. að því er varðar lægri kenniöldu, árstíðabundnar siglingar, siglingar aðeins í björtu, siglingar við heppileg loftslags- eða veðurskilyrði, stuttar siglingar eða nálægð við björgunarþjónustu, að því tilskildu að ekki sé dregið úr öryggi og með fyrirvara um málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 4. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar.
4. Þegar ákvæðum 1., 2. eða 3. tölul. er beitt skal fylgja málsmeðferðinni sem mælt er fyrir um í 4. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar. Beita skal slíkum ákvæðum gagnvart öllum farþegaskipum í sama flokki eða gagnvart förum, sem starfa við sömu tilgreind skilyrði, án mismununar að því er varðar hvaða fána þau sigla undir eða á grundvelli þjóðernis eða þess hvar rekstraraðili hefur starfsstöð sína. Ákvæðin sem um getur í 3. tölul. gilda einungis á meðan skipið eða farið er rekið við tilgreind skilyrði.
5. Öryggisráðstafanir:
Telji Siglingastofnun Íslands að farþegaskip eða -far, sem stundar innanlandssiglingar við Ísland, stofni mannslífum eða eignum eða umhverfi í alvarlega hættu er stofnuninni heimilt, þrátt fyrir að skipið eða farið sé í samræmi við ákvæði þessarar reglugerðar, að svipta það tímabundið starfsleyfi eða gera auknar öryggisráðstafanir þar til hættan er liðin hjá. Við framangreindar aðstæður skal fylgja málsmeðferðinni sem mælt er fyrir um í 5. mgr. 7. gr. tilskipunarinnar.
8. gr.
Skoðanir.
1. Stjórnvald fánaríkis annast skoðun á hverju nýju skipi samkvæmt eftirfarandi:
a) |
skoðun á skipinu áður en það er tekið í notkun; |
b) |
reglubundna aðalskoðun á 12 mánaða fresti; |
c) |
viðbótarskoðanir eftir því sem ástæða er til. |
2. Stjórnvald fánaríkis annast skoðun á hverju gömlu skipi samkvæmt eftirfarandi:
a) |
upphafsskoðun áður en erlent skip er tekið í notkun í innanlandssiglingum við Ísland eða fyrir 1. október 2002 að því er varðar gömul íslensk skip í innanlandssiglingum við Ísland; |
b) |
reglubundna aðalskoðun á 12 mánaða fresti; |
c) |
viðbótarskoðanir eftir því sem ástæða er til. |
3. Öll íslensk háhraðafarþegaför,sem þurfa, í samræmi við ákvæði 4. tölul. 6. gr., að uppfylla kröfur kóðans um háhraðaför, skulu skoðuð af Siglingastofnun Íslands eins og krafist er í þeim kóða. Stjórnvald fánaríkis annast þetta fyrir erlent háhraðafar í innanlandssiglingum við Ísland. Íslensk háhraðafarþegaför, sem þurfa, í samræmi við ákvæði 4. tölul. 6. gr., að uppfylla kröfur DSC-kóðans með áorðnum breytingum, skulu skoðuð af Siglingastofnun Íslands eins og krafist er í þeim kóða. Stjórnvald fánaríkis annast þetta fyrir erlent háhraðafar í innanlandssiglingum við Ísland.
4. Fylgja skal viðeigandi málsmeðferð og viðmiðunarreglum um skoðun fyrir öryggisskírteini farþegaskips, eins og tilgreint er í ályktun þings Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar A.746(18) frá 4. nóvember 1993 um viðmiðunarreglur fyrir skoðun samkvæmt samræmdu skoðunar- og vottunarkerfi, með áorðnum breytingum 17. mars 1998, eða annarri málsmeðferð sem stefnir að sama marki.
5. Aðeins skoðunarmenn, sem vinna einungis fyrir stjórnvald fánaríkis, viðurkennda stofnun eða aðildarríki EES sem fánaríkið hefur veitt heimild til að sjá um skoðanir, skulu annast skoðanir, sem um getur í 1., 2. og 3. tölul., þannig að unnt sé að tryggja að allar gildandi kröfur þessarar reglugerðar séu uppfylltar.
9. gr.
Skírteini.
1. Öll ný og gömul farþegaskip skulu fá öryggisskírteini farþegaskips í samræmi við þessa reglugerð. Skírteinið skal vera með því sniði sem mælt er fyrir um í II. viðauka tilskipunarinnar. Siglingastofnun Íslands skal gefa skírteinið út fyrir íslensk farþegaskip eftir að upphafsskoðun hefur farið fram eins og lýst er í a-lið 1. tölul. og a-lið 2. tölul. 8. gr. Stjórnvald fánaríkis annast þetta fyrir erlent farþegaskip í innanlandssiglingum við Ísland.
2. Öryggisskírteini farþegaskips skal gefið út til 12 mánaða hið lengsta. Heimilt er að framlengja gildistíma skírteinisins um allt að einn mánuð frá þeim degi er gildistími þess rennur út. Þegar framlenging hefur verið veitt hefst nýr gildistími skírteinisins á síðasta gildisdegi fyrra skírteinisins fyrir framlengingu. Öryggisskírteini farþegaskips skal endurnýja eftir að reglubundin aðalskoðun hefur farið fram eins og lýst er í b-lið 1. tölul. og b-lið 2. tölul. 8. gr.
3. Siglingastofnun Íslands skal, í samræmi við ákvæði kóðans um háhraðaför, gefa út öryggisskírteini háhraðafars og starfsleyfi háhraðafars fyrir þau íslensk háhraðafarþegaför sem eru í samræmi við kröfur í kóðanum um háhraðaför. Stjórnvald fánaríkis annast þetta fyrir erlent háhraðafara í innanlandssiglingum við Ísland.
Siglingastofnun Íslands skal, í samræmi við ákvæði DSC-kóðans, gefa út DSC-skírteini um smíði og búnað og DSC-starfsleyfi fyrir íslensk háhraðafarþegaför sem eru í samræmi við kröfur DSC-kóðans, með áorðnum breytingum. Stjórnvald fánaríkis annast þetta fyrir erlent háhraðafar í innanlandssiglingum við Ísland.
Siglingastofnun Íslands, skal hafa samráð við gistiríkið um starfsskilyrði er tengjast starfrækslu farsins í því ríki áður en hún gefur út starfsleyfi fyrir íslensk háhraðafarþegaför í innanlandssiglingum í gistiríki. Siglingastofnun Íslands skal tilgreina slík skilyrði á starfsleyfinu. Á sama hátt skulu skilyrði, sem gilda hérlendis, tilgreind á starfsleyfi háhraðafarþegafara í innanlandssiglingum við Ísland.
4. Þess skal getið á skírteini skips eða fars ef því hefur verið veitt undanþága samkvæmt og í samræmi við ákvæði 3. tölul. 7. gr.
10. gr.
Viðurlög.
Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða refsingu samkvæmt 29. gr. laga nr. 35/1993, um eftirlit með skipum.
11. gr.
Framkvæmd.
Reglugerð þessi kemur til framkvæmda 1. október 2001.
Gömul farþegaskip skulu uppfylla viðeigandi ákvæði þessarar reglugerðar og I. viðauka, þ. á m. þegar eldri dagsetningar eru tilgreindar í I. viðauka um hvenær einstök ákvæði hans koma til framkvæmda, eigi síðar en þann dag sem fyrsta reglubundna aðalskoðun fer fram eftir 1. október 2001.
12. gr.
Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 4. mgr. 1. gr. laga nr. 35/1993, um eftirlit með skipum, sbr. 4. gr. laga nr. 62/1993, um breytingu á lagaákvæðum er varða samgöngumál vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu, og með hliðsjón af tilskipun ráðsins 98/18/EB frá 17. mars 1998, um öryggiskröfur og staðla fyrir farþegaskip og öðlast gildi 1. október 2001.
Jafnframt fellur úr gildi hleðslumerkjareglugerð, nr. 45/1943.
Samgönguráðuneytinu, 27. apríl 2001.
Sturla Böðvarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
VIÐAUKAR
(sjá Word-skjal)