Fjármálaráðuneyti

480/1995

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 477/1995, um áfengisgjald. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 477/1995, um áfengisgjald.

1. gr.

Eftirfarandi breyting verði á 4. gr. reglugerðarinnar:
Við greinina bætist ný málsgrein er verður 3. mgr. er orðist svo:

Hafi aðili sem gjaldskyldur er skv. 2. mgr. keypt áfengi í tollfrjálsri verslun hér á landi, ber honum einungis að greiða mismun áfengisgjalds skv. 14. gr. og 2. mgr. þessarar greinar. Við tollafgreiðslu samkvæmt þessari grein ber að framvísa kvittun sem sýnir að áfengið hafi verið keypt í tollfrjálsri verslun hér á landi.

2. gr.

Eftirfarandi breyting verði á 13. gr. reglugerðarinnar:

a) 2. tölul. fellur brott.

3. gr.

Eftirfarandi breyting verður á 1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar:

Orðin "annarra en Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli" falla brott.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í lögum nr. 96/1995, um áfengisgjald, öðlast gildi nú þegar.

Fjármálaráðuneytið, 6. september 1995.
F. h. r.
Jón Guðmundsson.
Hermann Jónasson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica