Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

170/1987

Reglugerð um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra - Brottfallin

REGLUGERÐ

um þátttöku almannatrygginga í bifreiðakaupum fatlaðra.

 

1. gr.

Þeir einir eiga rétt samkvæmt reglugerð þessari, sem eru ellilífeyrisþegar, örorkulífeyrisþegar, örorkustyrksþegar og þeir sem eiga börn, sem njóta örorkustyrkja og foreldrar eða forráðamenn fatlaðra sem taka greiðslur skv. 10. gr. laga nr. 41/1983 um málefni fatlaðra.

Ennfremur er heimilt að veita fötluðum sem ekki njóta ofangreindra bóta eða framfærslugreiðslna bílakaupastyrki.

 

2. gr.

Umsóknir um styrki samkvæmt reglugerð þessari skulu sendar Tryggingastofnun ríkisins, lífeyrisdeild, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir 1. september ár hvert vegna úthlutunar næsta árs.

Umsóknir skulu sendar afgreiðslunefnd, sbr. 3. gr., sem geri tillögur til tryggingaráðs um afgreiðslu mála.

Styrkir samkvæmt reglum þessum skulu veittir ekki oftar en á 4ra ára fresti, sé um að ræða styrki skv. 1. tl. 5. gr. og á 3ja ára fresti sé um að ræða styrki skv. 2. tl. 5. gr. Styrkþegum er óheimilt að selja bifreið innan ofangreindra tímamarka nema að fengnu

sérstöku leyfi tryggingaráðs og skal kvöð þess efnis þinglýst á bifreiðina. Eyðileggist bifreið á tímabilinu er heimilt að víkja frá áðurgreindum tímamörkum.

 

3. gr.

Ráðherra skipar afgreiðslunefnd, sem hefur það hlutverk að gera tillögur til tryggingaráðs um úthlutun styrkja. Í nefndinni eiga sæti:

Læknir, sem skipaður skal án tilnefningar og skal hann vera formaður.

Einn fulltrúi tilnefndur of Öryrkjabandalagi Íslands og deildarstjóri lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins, skulu þeir skipaðir til fjögurra ára í senn.

Varamenn skulu: skipaðir með sama hætti.

Nefndinni er heimilt að leita sér sérfræðiaðstoðar við afgreiðslu mála. Nefndinni er heimilt að ráða sér starfsmann sem jafnframt verði ritari hennar.

Tryggingastofnun ríkisins greiði kostnað vegna starfa nefndarinnar.

Tillögur nefndarinnar skulu sendar tryggingaráði til afgreiðslu fyrir 1. nóvember ár hvert vegna úthlutunar komandi árs. Ákvörðun um úthlutun skal eiga sér stað fyrir 1. desember ár hvert vegna komandi árs og skulu styrkir greiddir út á tímabilinu 1. janúar til og með 30. júní. Styrkir sem ekki eru nýttir á þessum tíma falla sjálfkrafa niður.

 

4. gr.

Skilyrði úthlutunar eru:

1) Ökuréttindi.

2) Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar sé ótvíræð.

3) Umsækjendur skulu vera undir 75 ára aldri.

4) Að bifreið hafi verið tollafgreidd eftir 1. júní á umsóknarári.

Heimilt er að víkja frá 1. tl. mæli sérstakar ástæður með því, en þá skal umsækjandi tilnefna tvo ökumenn sem aka mega bifreiðinni með tilliti til ábyrgðartryggingar hennar. Skal öðrum óheimilt að aka bifreiðinni. Áður en slíkar greiðslur fara fram skal liggja frammi staðfest afrit of vátryggingarskírteini

 

5. gr.

Greiðsludeild Tryggingastofnunar ríkisins annast greiðslu styrkja samkv. reglum þessum sem hér segir:

1)    Kr. 80 þús. sé um að ræða fötlun.

2)       Kr. 250 þús. sé um að ræða mjög hreyfihamlað fólk, sem notar hjólastóla, hækjur, spelkur og gervilimi, eða önnur hjálpartæki.

Greiðslur miðast við 600 bifreiðar á ári sbr. tl. 1. og 50 á ári sbr. tl. 2.

Sé um að ræða styrki skv. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar greiðast þeir úr lífeyristryggingasjóði, en úr sjúkratryggingasjóði sé um 2. mgr. 1. gr. að ræða.

 

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkv. 19. og 39. gr. stl. b. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

1.       Þeir sem eftir 1. mars 1986 fengu eftirgjöf aðflutningsgjalda samkv. 27. tl. 3. gr. tollskrárlaga nr. 120/1976, skulu fá greiddan mismun á þegar fenginni eftirgjöf og þeim fjárhæðum sem fram koma í S. gr. Þeim sem ekki nýttu sér þá eftirgjöf sem heimiluð var á fyrrgreindu tímabili skal gefinn kostur á úthlutun samkv. reglum þessum fram til 1. sept. 1987.

2.       Á árinu 1987 fer nefnd samkv. tollskrárlögum með úthlutun styrkja samkv. reglum þessum. Er eingöngu heimilt að úthluta vegna bifreiða, sem keyptar voru eftir 1. mars 1986. Nefnd samkv. 3. gr. tekur til starfa frá og með 1. sept. 1987 vegna úthlutunar 1988.

 

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 22. apríl 1987.

 

Ragnhildur Helgadóttir.

Ingimar Sigurðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica