Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

426/1993

Reglugerð um veitingu sérfræðingsleyfa í hjúkrun - Brottfallin

REGLUGERÐ

Um veitingu sérfræðingsleyfa í hjúkrun.

1. gr.

Rétt til þess að kalla sig sérfræðing í hjúkrun og starfa sem slíkur hér á landi hefur sá einn, er til þess hefur fengið leyfi heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra.

2. gr.

Umsókn um sérfræðingsleyfi ásamt gögnum, sem staðfesta menntun og starfsreynslu, skal senda til heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins.

3. gr.

Ráðuneytið skal leita umsagnar Hjúkrunarráðs áður en leyfi er veitt.

4. gr.

Til þess að hjúkrunarfræðingur geti átt rétt á að öðlast sérfræðingsleyfi í húkrun, skal hann fullnægja eftirtöldum kröfum:

1.      Hann skal hafa hjúkrunarleyfi hér á landi skv. 1. gr. hjúkrunarlaga nr. 84/1974.

2.      Hann skal hafa lokið meistaraprófi, licentialprófi eða doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla eða

hafa sambærilega menntun.

3.      Hann skal hafa unnið við hjúkrun að prófi loknu að minnsta kosti í 2 ár við þá sérgrein, sem hann

sækir um sérfræðingsleyfi í.

5. gr.

Sérfræðingsleyfi má veita í eftirtöldum aðalgreinum hjúkrunar:

  1. Barnahjúkrun
  2. Fæðingarhjúkrun
  3. Geðhjúkrun
  4. Handlækingahjúkrun
  5. Lyflækingahjúkrun
  6. Heilsugæsluhjúkrun
  7. Öldrunarhjúkrun

Heimilt er að tilgreina sérgrein eða sérsvið, sem viðkomandi hefur sérhæft sig í, innan framangreindra aðalgreina.

6. gr.

Þeir sérfræðingar sem hlotið hafa sérfræðingsviðurkenningu í hjúkrun skv. reglugerð nr. 98/1976, halda þeim réttindum sínum.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem er sett er skv. 3. Gr. hjúkrunarlaga nr. 8/1974, sbr. Lög nr. 32/1975, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð nr. 98/1976 með sama heiti.

Reglugerð þessa skal endurskoða innan fimm ára frá staðfestingu.

Ákvæði til bráðabirgða:

Hjúkunarfræðingi sem hafið hefur sérfræðingsnám við gildistöku þessarar reglugerðar, er heimilt að haga því námi skv. ákvæðum fyrri reglugerðar nr. 98/1976 til 31. desember 1994.

Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytið, 19. október 1993.

Guðmundur Árni Stefánsson.

Páll Sigurðsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica