Félagsmálaráðuneyti

908/1999

Samþykkt um breytingu á reglugerð um holræsi fyrir Selfosshrepp nr. 306/1975, um breytingu á reglugerð um holræsagjöld á Selfossi nr. 49/1984 og um breytingu á reglugerð um gatnagerðargjöld - Brottfallin

908/1999

SAMÞYKKT
um breytingu á reglugerð um holræsi fyrir Selfosshrepp nr. 306/1975,
um breytingu á reglugerð um holræsagjöld á Selfossi nr. 49/1984 og
um breytingu á reglugerð um gatnagerðargjöld á Selfossi nr. 598/1983.

I. KAFLI
Breytingar á reglugerð nr. 306/1975.
1. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Samþykkt um holræsi í Sveitarfélaginu Árborg.


2. gr.

Í stað orðsins "Selfosshreppur" í reglugerðinni kemur í viðeigandi beygingarfalli: Sveitarfélagið Árborg.


II. KAFLI
Breytingar á reglugerð nr. 49/1984.
3. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Samþykkt um holræsagjöld í Sveitarfélaginu Árborg.


4. gr.

1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Stofngjald holræsa kr. 70 greiðist fyrir hvern samþykktan rúmmetra húsnæðis. Einingarverðið breytist í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar út. Grunnvísitala miðast við október 1999, 236,7 stig.


5. gr.

1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Greiða skal holræsagjald af öllum húsum í Sveitarfélaginu Árborg sbr. 12. gr. reglugerðar um holræsi í Sveitarfélaginu Árborg.


III. KAFLI
Breytingar á reglugerð nr. 598/1983.
6. gr.

Heiti reglugerðarinnar verður: Samþykkt um B-gatnagerðargjöld í Sveitarfélaginu Árborg.


7. gr.

I. kafli reglugerðarinnar fellur brott og breytast númer annarra greina til samræmis við það.


8. gr.

Í stað orðanna "á Selfossi" í 9. gr. reglugerðarinnar, sem verður 1. gr., kemur: í Sveitarfélaginu Árborg.


9. gr.

Í stað tilvísunar til 10. gr. í 1. og 2. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar, sem verður 3. gr., kemur: 2. gr.


IV. KAFLI
Brottfall reglugerða.
10. gr.

Við gildistöku samþykktar þessarar falla úr gildi reglugerð um holræsi fyrir Eyrarbakkahrepp nr. 351/1975, sbr. reglugerð nr. 488/1994, reglugerð um gatnagerðargjöld í Eyrarbakkahreppi nr. 257/1977, sbr. reglugerð nr. 342/1987 og reglugerð um B-gatnagerðargjöld í Stokkseyrarhreppi nr. 754/1981.


Samþykkt þessi sem gerð er af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar staðfestist hér með samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 51/1974 og vatnalögum nr. 15/1923 til þess að öðlast þegar gildi.


Félagsmálaráðuneytinu, 20. desember 1999.

F. h. r.
Berglind Ásgeirsdóttir.
Sesselja Árnadóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica