Félagsmálaráðuneyti

44/1999

Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

I. KAFLI

Almenn ákvæði.

1. gr.

Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að greiða sveitarfélögunum framlög samkvæmt III. kafla reglugerðar þessarar, sbr. III. kafla laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum.

2. gr.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal vera í vörslu félagsmálaráðuneytisins sem aflar upplýsinga á vegum hans, greiðir framlög úr sjóðnum og sér um bókhald hans. Handbært fé sjóðsins skal geymt í banka með ríkisábyrgð.

Ársreikningar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skulu endurskoðaðir af Ríkisendurskoðun og birtir í B-deild Stjórnartíðinda.

3. gr.

Félagsmálaráðherra hefur á hendi yfirstjórn Jöfnunarsjóðs og tekur ákvarðanir um úthlutun framlaga úr sjóðnum, annarra en bundinna framlaga skv. 7. gr., að fengnum tillögum ráðgjafarnefndar skv. 4. gr.

Samband íslenskra sveitarfélaga, skólaskrifstofur sveitarfélaga og landshlutasamtök sveitarfélaga skulu annast upplýsingaöflun og útreikninga, sem úthlutun framlaga byggist á, eftir því sem við á.

Heimilt er að greiða úr sjóðnum kostnað þann sem til kann að falla við upplýsingaöflun og útreikninga skv. 2. mgr.

4. gr.

Að afloknum sveitarstjórnarkosningum skipar félagsmálaráðherra fimm manna ráðgjafarnefnd til fjögurra ára. Fjórir nefndarmenn skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga en einn nefndarmaður skal skipaður án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt. Nefndin skal gera tillögur til ráðherra um framlög úr sjóðnum, önnur en bundin framlög skv. 7. gr.

Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr sjóðnum.

II. KAFLI

Tekjur Jöfnunarsjóðs.

5. gr.

Tekjur Jöfnunarsjóðs eru þessar:

a.             Framlag úr ríkissjóði er nemur 1,4% af skatttekjum ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum sem innheimtir eru í ríkissjóð. Skal framlagið greiðast Jöfnunarsjóði með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.

b.             Árlegt framlag úr ríkissjóði er nemur 0,264% af álagningarstofni útsvars næstliðins tekjuárs. Skal framlagið greiðast Jöfnunarsjóði með jöfnum mánaðarlegum greiðslum.

c.             Hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga er nemur 0,77% af álagningarstofni útsvars ár hvert (sbr. reglugerð um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 653/1997 með síðari breytingum).

d.             Vaxtatekjur.

III. KAFLI

Framlög úr Jöfnunarsjóði.

6. gr.

Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru bundin framlög, sérstök framlög og jöfnunarframlög í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.

7. gr.

Bundin framlög.

Bundin framlög eru svo sem hér greinir:

a.             Framlag til Sambands íslenskra sveitarfélaga, 1,58% af tekjum sjóðsins.

b.             Framlög til landshlutasamtaka sveitarfélaga, 2% af tekjum sjóðsins, og skulu þau framlög skiptast jafnt milli allra landshlutasamtakanna.

c.             Framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga, 6,1% af tekjum sjóðsins.

d.             Framlag til Innheimtustofnunar sveitarfélaga skv. 4. gr. laga nr. 54/1971, sbr. 5. gr. laga nr. 43/1984.

Greiðslur framlaga samkvæmt þessari grein skulu inntar af hendi mánaðarlega í samræmi við greiðsluáætlun sem gera skal í byrjun hvers árs.

8. gr.

Sérstök framlög.

Sérstökum framlögum skal úthlutað úr sjóðnum sem hér greinir:

a.             Til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, sbr. 98. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998.

b.             Til að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum sveitarfélaga, sbr. 75. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998.

c.             Til kostnaðarsamra stofnframkvæmda hjá fámennum sveitarfélögum, allt að 10,5% af tekjum sjóðsins, sbr. 9. gr.

d.             Til að aðstoða sveitarfélög við að standa undir auknum rekstrarkostnaði við grunnskóla vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, allt að 18,5% af tekjum sjóðsins, sbr. 10. gr.

                Heimilt er að færa fjármagn milli c- og d-liða.

9. gr.

Stofnframlög.

Framlögum skv. c-lið 8. gr. skal varið til að greiða hluta af stofnkostnaði sveitarfélaga við eftirtaldar framkvæmdir:

a.             allt að 50% af stofnkostnaði við meiri háttar vatnsveituframkvæmdir, þ.e. vatnstökuvirki, aðveituæðar og miðlunargeyma,

b.             allt að 50% af stofnkostnaði skólamannvirkja og kostnaði við byggingu eða kaup á húsnæði fyrir dagvistun barna,

c.             allt að 20% af byggingarkostnaði félagsheimila og íþróttamannvirkja annarra en skólamannvirkja.

Skilyrði þess að sveitarfélag fái framlag skv. 1. mgr. er að það hafi sótt um framlag til félagsmálaráðuneytisins til framkvæmdarinnar og ráðgjafarnefnd hafi samþykkt kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina og styrkhæfni hennar. Nauðsynlegar upplýsingar og gögn skulu fylgja umsókn. Umsóknir þurfa að berast ráðuneytinu fyrir 1. nóvember ár hvert vegna framkvæmda á næsta ári.

Við úthlutun framlaga samkvæmt þessari grein skal hafa hliðsjón af þörf sveitarfélags fyrir framkvæmdina, tekjumöguleikum, stærð þess og fjárhag, og að framlag nýtist til að stytta framkvæmdatíma.

Hundraðshluti framlaga skv. a-, b- og c-liðum 1. mgr. skal reiknaður af eðlilegum stofnkostnaði framkvæmdar (normkostnaði) framreiknuðum skv. byggingarvísitölu.

Ráðgjafarnefnd setur nánari vinnureglur um útreikning framlaganna.

 

10. gr.

Framlög til rekstrar grunnskóla vegna aksturs o.fl.

Framlögum skv. d-lið 8. gr. skal varið til að standa undir rekstrarkostnaði grunnskóla sveitarfélaga með innan við 2000 íbúa vegna breyttrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, þ.e. kostnaði við akstur, heimavistir, mötuneyti og gæslu barna úr dreifbýli. Framlög skulu miðuð við fjölda starfsvikna í skóla og akstursvegalengd milli skóla og heimilis nemanda samkvæmt eftirfarandi reglu:

3-4,9 km

1.982 kr. á viku á nemanda.

5-14,9 km

3.252 kr. á viku á nemanda.

15-29,9 km

4.953 kr. á viku á nemanda.

30 km og yfir

6.811 kr. á viku á nemanda.

Framangreindar fjárhæðir eru miðaðar við verðlag í ágúst 1998 og breytast 1. september ár hvert í samræmi við breytingar á neysluverðsvísitölu án húsnæðisþáttar (185,6 í ágúst 1998).

Þegar nemendur ferðast með öðrum farartækjum en bifreiðum til og frá skóla má miða framlag samkvæmt þessari grein við áætlun forstöðumanna skólaskrifstofa um ferðakostnað.

Forstöðumenn skólaskrifstofa senda félagsmálaráðuneytinu við upphaf skólaárs upplýsingar og útreikninga um framlög samkvæmt þessari grein og áætlun um framlög næsta skólaár.

Framlög samkvæmt þessari grein skulu greidd sveitarfélögum eða byggðasamlögum um skóla og skulu greiðslur berast mánaðarlega á starfstíma skóla.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar er heimilt að greiða framlag til rekstrar grunnskóla í sveitarfélagi sem hefur yfir 2000 íbúa eftir sameiningu sveitarfélaga. Þetta er þó háð því að framlag hafi áður verið greitt viðkomandi sveitarfélögum og þau hafi verulegan kostnað af nemendum úr dreifbýli.

Heimilt er að leiðrétta útreiknað framlag til sveitarfélags samkvæmt þessari grein til samræmis við áðurgildandi reglur um kostnaðarþátttöku ríkis í rekstri viðkomandi skóla.

Heimilt er að greiða grunnskólaframlag til sveitarfélags er sendir frá sér nemendur í fjarlægan skóla vegna þess að ekki er grundvöllur fyrir að fullnægja skólaskyldu í sveitarfélaginu. Framlagið miðist við fjölda nemenda og viðmiðunartaxta Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

11. gr.

Tekjujöfnunarframlög.

Félagsmálaráðherra gerir árlega í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga skrá um álagðar skatttekjur sveitarfélaga á yfirstandandi reikningsári ásamt skrá um fullnýtingu tekjustofna, þ.e. útsvars, fasteignaskatts og framleiðslugjalds. Með útsvari er átt við álagt útsvar á yfirstandandi ári á tekjur fyrra árs.

Á grundvelli skrár um fullnýtingu tekjustofna sveitarfélaga skal reikna út eftirtalin meðaltöl:

a.             meðaltal á hvern íbúa í Reykjavík,

b.             meðaltal á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum með 10.000 íbúa og fleiri, öðrum en Reykjavík,

c.             meðaltal á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum með 300-9.999 íbúa,

d.             meðaltal á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum með færri en 300 íbúa.

Við ákvörðun meðaltals í sveitarfélögum skv. c- og d-lið skal meiri háttar fasteignaskattsálagningu vegna virkjana og stórfyrirtækja sleppt í viðmiðuninni, enda hafi slík álagning veruleg áhrif á viðmiðunartekjur viðkomandi flokks.

Ef meðaltal á hvern íbúa í sveitarfélagi miðað við fullnýtingu tekjustofna er lægra en 96% af meðaltali á hvern íbúa í öllum sveitarfélögum í viðkomandi flokki skv. 2. mgr. skal greiða sveitarfélagi tekjujöfnunarframlag sem nemur allt að mismuninum.

Heimilt er að miða tekjujöfnunarframlög til þéttbýlissveitarfélaga með færri en 300 íbúa við c-lið 2. mgr.

Heimilt er að skerða tekjujöfnunarframlag til sveitarfélags vanræki það að mati Jöfnunarsjóðs að viðhalda eðlilegu fasteignamati í sveitarfélaginu.

Fjárhæð tekjujöfnunarframlaga ræðst af þeim fjármunum sem Jöfnunarsjóðurinn hefur til greiðslu jöfnunarframlaga hverju sinni.

Tekjujöfnunarframlög skulu greidd sveitarfélögum án umsókna fyrir 1. nóvember ár hvert.

               

12. gr.

Þjónustuframlög.

Við úthlutun þjónustuframlaga til sveitarfélaga skal nota eftirfarandi viðmiðunarflokka og skal hlutfallsleg skipting þess fjár, sem varið er til framlaganna, vera sem hér segir:

Viðmiðanir.

Hlutfall af heild:

 

1.

Íbúafjöldi 0 - 5 ára

32,0%

2.

Íbúafjöldi 6 - 15 ára

20,0%

3.

Íbúafjöldi 70 - 80 ára

9,5%

4.

Íbúafjöldi 81 árs og eldri

9,5%

5.

Fjöldi nýbúa 0 - 5 ára

2,5%

 

 

 

 

Samtals íbúatengd framlög:

73,5%

 

 

 

6.

Snjómokstur

10,0%

7.

Fjarlægðir/vegakerfi (kmfjöldi)

16,5%

 

 

 

 

Samtals

100%

A. Íbúatengd framlög.

Við útreikning íbúatengdra framlaga annarra en vegna nýbúa skal miða við að öll sveitarfélög fái ákveðið lágmarksframlag. Þau sveitarfélög, þar sem viðkomandi aldurshópar vega þungt í heildaríbúafjölda sveitarfélagsins, reiknast með hlutfallslega hærra framlag en önnur. Framlögin reiknast þannig (sjá fylgiskjal 1):

1. Íbúafjöldi 0 - 5 ára.

Fjárhæð samkvæmt þessum viðmiðunarflokki skiptist í tvennt:

a.             81,5% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 0 - 5 ára þar sem fjöldi þeirra er undir landsmeðaltali.

b.             18,5% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 0 - 5 ára þar sem fjöldi þeirra er yfir landsmeðaltali.

2. Íbúafjöldi 6 - 15 ára.

                Fjárhæð samkvæmt þessum viðmiðunarflokki skiptist í tvennt:

a.             75,0% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 6 - 15 ára þar sem fjöldi þeirra er undir landsmeðaltali.

b.             25,0% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 6 - 15 ára þar sem fjöldi þeirra er yfir landsmeðaltali.

3. Íbúafjöldi 70 - 80 ára.

                Fjárhæð samkvæmt þessum viðmiðunarflokki skiptist í tvennt:

a.             70,0% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 70 - 80 ára þar sem fjöldi þeirra er undir landsmeðaltali.

b.             30,0% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 70 - 80 ára þar sem fjöldi þeirra er yfir landsmeðaltali.

4. Íbúafjöldi 81 árs og eldri.

                Fjárhæð samkvæmt þessum viðmiðunarflokki skiptist í tvennt:

a.             75,0% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 81 árs og eldri þar sem fjöldi þeirra er undir landsmeðaltali.

b.             25,0% af heildarfjárhæðinni skal dreifa jafnt á þá íbúa sveitarfélaga 81 árs og eldri þar sem fjöldi þeirra er yfir landsmeðaltali.

5. Fjöldi nýbúa 0 - 5 ára.

                Fjárhæð samkvæmt þessum viðmiðunarflokki skal dreifa jafnt til sveitarfélaga eftir fjölda nýbúa á aldrinum 0 - 5 ára. Upplýsingar um fjölda nýbúa í sveitarfélögum skal fá frá Hagstofu Íslands á grundvelli vinnureglna sem ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs setur.

B. Stærðarhagkvæmni.

Þegar lokið er útreikningi íbúatengdra framlaga samkvæmt reglum þessarar greinar skal umreikna þau með tilliti til stærðarhagkvæmni hvers sveitarfélags. Við umreikninginn skal nota stuðla sem byggjast á íbúafjölda sveitarfélags. Stuðlarnir eru fundnir þannig (sjá nánar fylgiskjal 2):

Sveitarfélög með 50 íbúa og færri fá stuðulinn 0.

Sveitarfélög með 50 - 2.000 íbúa fá stuðulinn 1,0.

Sveitarfélög með 2.000 - 3.000 íbúa fá stuðul hlutfallslega á bilinu 1,0 - 0,92.

Sveitarfélög með 3.000 - 4.750 íbúa fá stuðul hlutfallslega á bilinu 0,92 - 0,45.

Sveitarfélög með 4.750 - 6.000 íbúa fá stuðul hlutfallslega á bilinu 0,45 - 0,36.

Sveitarfélög með 6.000 - 8.500 íbúa fá stuðul hlutfallslega á bilinu 0,36 - 0,27.

Sveitarfélög með 8.500 - 21.000 íbúa fá stuðul hlutfallslega á bilinu 0,27 - 0.

C. Snjómokstur.

Útgjaldaþörf sveitarfélaga vegna snjómoksturs skal meta þannig:

Mæla skal vegalengdir þeirra gatna og vega þar sem sveitarfélagið ber kostnað af snjómokstri. Eftirfarandi götur skal mæla:

                a. Götur í þéttbýli sveitarfélaga.

                b. Safnvegir allra sveitarfélaga.

                c. Aðrir vegir þar sem sveitarfélög bera kostnað af snjómokstri.

Einungis skal reikna með 5% af vegalengdum safnvega og allt að 5% annarra vega en þeirra sem eru í þéttbýli.

Sveitarfélögum skal skipt upp í þrjú svæði eftir snjóþunga. Sunnanvert landið, miðbik landsins og nyrsti hluti landsins (sjá fylgiskjal 3). Syðsti hluti landsins fær stuðulinn 0. Sveitarfélög á því svæði fá engin framlög. Sveitarfélög í miðhluta landsins fá stuðulinn 1,0 og sveitarfélög í nyrsta hluta landsins fá stuðulinn 2,0. Framlög reiknast þannig (sjá nánar fylgiskjal 1):

Framangreindar gatna- og vegalengdir sveitarfélaga skal margfalda með viðeigandi stuðli. Ef hlutfallið vegalengd á móti íbúafjölda í sveitarfélagi er hærra en landsmeðaltal fær sveitarfélagið framlag sem nemur ákveðnu hlutfalli af því sem til skipta er.

Vegalengdir samanlagt á öllu landinu er lengd vega í þéttbýli, lengd safnvega og annarra vega þar sem sveitarfélög hafa kostnað af snjómokstri. Safnvegir og aðrir vegir eru reiknaðir með 5% vægi en vegir í þéttbýli með 100% vægi.

D. Fjarlægðir, vegakerfi.

Taka skal tillit til hlutfalls íbúa í þéttbýli og dreifbýli. Fjarlægðir í sveitarfélögum skulu mældar á eftirfarandi hátt:

a.             Settir skulu punktar á ystu mörk sveitarfélags, þó aldrei lengra en á ystu mörk byggðar, í norðri, austri, suðri og vestri eða annars staðar eftir aðstæðum.

b.             Vegalengdir skulu mældar frá þessum punktum miðað við stystu akstursleið að stærsta þéttbýliskjarna sveitarfélags eða miðpunkti þess ef enginn þéttbýliskjarni er í sveitarfélaginu.

Þannig mældar vegalengdir skal síðan margfalda með stuðlum sem eru misjafnir eftir sveitarfélögum miðað við hlutfall íbúafjölda í þéttbýli og dreifbýli. Stuðlana skal reikna þannig (sjá nánar fylgiskjal 4):

                Þéttbýli 0% - 50%

                Sveitarfélög með 0% þéttbýli (alger dreifbýlissveitarfélög) fá stuðulinn 0,1, þ.e. 10% af vegalengd sinni og þar með skerðingu um 90%.

                Sveitarfélög með 50% þéttbýli fá stuðulinn 1,0, þ.e. enga skerðingu.

                Sveitarfélög með hlutfall þéttbýlis er liggur á milli 0% og 50% fá hlutfallslegan stuðul þar á milli.

                Þéttbýli 50% - 90%

                Sveitarfélög fá stuðul frá 1,0 (50% þéttbýli) upp í 1,2 (90% þéttbýli).

                Sveitarfélög þar á milli fá hlutfallslegan stuðul.

                Þéttbýli 90% - 100%

                Sveitarfélög fá stuðulinn 1,2 (90% þéttbýli) niður í stuðulinn 0 (100% þéttbýli) og hlutfallslega þar á milli.

Í þeim sveitarfélögum þar sem fleiri en einn þéttbýliskjarni er og annar eða einn þeirra er verulega stór skal eingöngu litið á stærri eða stærsta þéttbýliskjarnann sem þéttbýli en á hinn eða hina sem dreifbýli.

Í þeim sveitarfélögum þar sem einn þéttbýliskjarni er og hlutfall íbúafjölda í þeim kjarna er verulega lágt skal líta á það sem dreifbýli (sjá nánar fylgiskjal 1).

Nýtist framlög samkvæmt viðmiðun um fjarlægðir/vegakerfi ekki að fullu er heimilt að verja því fé sem óráðstafað er til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga, sbr. a-lið 8. gr.

E. Skerðing þjónustuframlaga.

Þjónustuframlögin skal skerða hjá sveitarfélögum sem hafa hlutfallslega háar tekjur á íbúa miðað við önnur sveitarfélög. Skerðingin hefst þegar meðaltekjur á íbúa, miðað við fullnýtingu tekjustofna sveitarfélags, eru 15% yfir viðmiðunartekjum, sbr. 11. gr. reglugerðar þessarar. Þjónustuframlög falla niður þegar meðaltekjur á íbúa eru 30% yfir viðmiðunartekjum. Skerðing innan þessara marka skal vera hlutfallsleg.

F. Greiðslufyrirkomulag.

Í ársbyrjun skal gerð áætlun um úthlutun þjónustuframlaga á árinu. Áætlunin skal byggð á jöfnunarsjóðskafla laganna um tekjustofna sveitarfélaga, upplýsingum um tekjur sjóðsins á fjárlögum ársins og íbúaskrá sveitarfélaganna 1. desember árið á undan, ásamt ákvæðum þessarar greinar.

Framlögin skulu greidd sveitarfélögum í lok hvers ársfjórðungs. Þó skal haldið eftir 10% af áætluðum framlögum til að mæta því ef tekjur sjóðsins verða minni eða útgjöld meiri en áætlað var. Við endanlegt uppgjör framlaganna í árslok skal endurskoða áætlunina á grundvelli upplýsinga um endanlegan íbúafjölda sveitarfélaga árið á undan og í ljósi þess heildarfjármagns sem til ráðstöfunar er til þjónustuframlaga.

13. gr.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og öðlast gildi þegar í stað. Þá fellur jafnframt úr gildi reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 105/1996.

Félagsmálaráðuneytinu, 7. janúar 1999.

Páll Pétursson.

Húnbogi Þorsteinsson.

Fylgiskjal 1.

Leiðbeiningar um útreikning þjónustuframlaga.

Íbúatengd framlög.

               

                Gefnar forsendur:

                Íbúafjöldi alls landsins 0-5 ára er 27.200 börn.

                Heildaríbúafjöldi alls landsins er 267.800.

                Hlutfall 0-5 ára barna af heildaríbúafjölda er því 10,2%, þ.e. landsmeðaltal.

                Sú fjárhæð, sem skiptist á börn þar sem fjöldi þeirra í sveitarfélaginu er undir landsmeðaltali, 10,2%, er 155 millj. kr.

                Fjöldi barna í þeim hópi er 26.240.

                Fjárhæð á hvert barn er því 5.907 kr.

                Sú fjárhæð, sem skiptist á börn þar sem fjöldi þeirra í sveitarfélaginu er yfir landsmeðaltali, 10,2%, er 35 millj. kr.

                Fjöldi barna í þeim hópi er 960.

                Fjárhæð á hvert barn er því 36.458 kr.

                Sveitarfélag A, íbúafjöldi 1.000.

                Í aldurshópnum 0-5 ára í sveitarfélaginu eru 100 börn.

                Hlutfall 0-5 ára barna af heildaríbúafjölda sveitarfélagsins er 10%, þ.e. undir landsmeðaltali.

                Reiknað framlag sveitarfélagsins (óháð stærðarhagkvæmni eða skerðingu vegna tekna) yrði því:

100 börn/26.240 börn =>

0,381%

 

0,381% * 155 millj. kr. =>

590.700 kr. eða 5.907 kr. á hvert barn.

                Sveitarfélag B, íbúafjöldi 1.000.

                Í aldurshópnum 0-5 ára í sveitarfélaginu eru 150 börn.

                Hlutfall 0-5 ára barna af heildaríbúafjölda er 15%, þ.e. yfir landsmeðaltali.

                Fjöldi barna undir landsmeðaltali er 102 börn (10,2% af 1.000).

                Reiknað framlag sveitarfélagsins (óháð stærðarhagkvæmni og skerðingu vegna tekna) yrði því:

                Þar sem fjöldi barna er undir landsmeðaltali:

102 börn/26.240 börn =>

0,389%

 

0,389% * 155 millj. kr. =>

602.514 kr. eða 5.907 kr. á hvert barn.

               

                Þar sem fjöldi barna er yfir landsmeðaltali:

48 börn/960 börn =>

5,0%

 

5,0% * 35 millj. kr. =>

1.749.984 kr. eða 36.458 kr. á hvert barn.

 

Samtals

2.352.498 kr. eða 15.683 kr. á hvert barn.

 

Snjómokstursframlög.

                Gefnar forsendur:

                Vegalengdir samanlagt á öllu landinu, þegar búið er að margfalda þær með vægi vegalengda og viðkomandi stuðlum vegna snjóþyngdar, eru 700 km.

                Hlutfall þessara vegalengda miðað við íbúafjölda landsins er um 0,26%, þ.e. landsmeðaltal (700 km/267.800 íbúar).

                Af þessum 700 km eru samtals 540 km sem liggja yfir landsmeðaltali.

                Fjárhæð í þessum flokki þjónustuframlaga er 55 millj. kr. eða 101.852 kr. á hvern km yfir landsmeðaltali.

                Íbúafjöldi sveitarfélags er 1.000.

                Sveitarfélagið er á norðanverðu landinu, þ.e. með snjóþyngdarstuðulinn 2.

Vegalengdir í þéttbýli:

10 km

Vegalengdir safnvega:

10 km

Aðrir vegir:

0km

                Þar sem aðeins er reiknað með 5% af vegalengd safnvega og annarra vega er útkoman 10,5 km.

                Vegalengdir margfaldaðar með snjóþyngdarstuðli eru: 10,5 * 2 => 21 km.

Dæmi um útreikning:

                Vegalengdir sem eru undir landsmeðaltalinu 0,26%:

                0,26% * 1.000 íbúafjöldi => 2,6 km.

Vegalengdir yfir landsmeðaltali eru því:

21 km - 2,6 km => 18,4 km.

 

18,4 km/540 km =>

3,41%

 

3,41% * 55 millj. kr.

1.874.077 eða 101.852 kr. á hvern km.

               

Fjarlægðarframlög.

               

                Gefnar forsendur:

                Sveitarfélag 1.000 íbúar.

                Mældar fjarlægðir í sveitarfélagi skv. 1. mgr. d-liðar 12. gr. er 20 km.

                Hlutfall þéttbýlis er 40% og fær sveitarfélagið því stuðulinn 0,82.

Fjarlægðir margfaldaðar með stuðli:

20 km * 0,82 => 16,4 km.

               

                Samtals fjarlægðir á öllu landinu eftir margföldun með stuðli eru: 2.840 km.

                Fjárhæð í þessum flokki þjónustuframlaga er 55 millj. kr.

Dæmi um útreikning.

                Framlag:

16,4 km/2.840 km =>

0,577%

 

0,577% * 55 millj. kr. =>

317.602 kr. eða 19.366 kr. á hvern km.

 

Fylgisjal 2, 3 og 4.

Sjá myndir í Stjórnartíðindi.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica