Félagsmálaráðuneyti

906/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 44/1999 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð nr. 44/1999 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

1. gr.

Við 12. grein bætist nýr stafliður sem er svohljóðandi:

G. Sérstakt þjónustuframlag vegna fatlaðra barna á leikskólum.

Heimilt er að verja árlega hluta af þeirri fjárhæð sem rennur til þjónustuframlaga samkvæmt þessari grein í sérstök framlög til sveitarfélaga með færri en 2000 íbúa vegna fatlaðra barna á leikskólum. Um íþyngjandi kostnað verður að vera að ræða til að sveitarfélagi sé veitt framlag og að fötlun barna sé í samræmi við 2. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra. Rágjafarnefnd Jöfnunarsjóðs setur nánari vinnureglur um úthlutun slíkra framlaga og leitar umsagnar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins við afgreiðslu umsókna.

Sveitarfélög sækja um framlög samkvæmt þessum lið fyrir 1. nóvember vegna yfirstandandi árs og fer greiðsla árlegs framlags fram samhliða lokagreiðslu þjónustuframlags skv. F hluta þessarar greinar.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði í seinni málsgrein 1. greinar skulu sveitarfélög sækja um framlög vegna ársins 1999 fyrir 15. febrúar á árinu 2000.

Félagsmálaráðuneytinu, 28. desember 1999.

Páll Pétursson.

Húnbogi Þorsteinsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica