Velferðarráðuneyti

1169/2011

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 333/2011 um endurgreiðslu kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. - Brottfallin

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Í stað "kr. 3.900" og "kr. 28.000" í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 4.200 kr. og 29.500 kr.
  2. Í stað "kr. 3.100" og "kr. 28.000" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 3.300 kr. og 29.500 kr.
  3. Í stað "kr. 1.400" og "kr. 28.000" í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 1.500 kr. og 29.500 kr.
  4. Í stað "kr. 650" og "kr. 28.000" í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 690 kr. og 29.500 kr.
  5. Í stað "kr. 28.000" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 29.500 kr.

2. gr.

5. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:

  1. Í stað "kr. 1.540" og "kr. 28.000" í 1. tölul. 1. mgr. kemur: 1.700 kr. og 29.500 kr.
  2. Í stað "kr. 1.230" og "kr. 28.000" í 2. tölul. 1. mgr. kemur: 1.300 kr. og 29.500 kr.
  3. Í stað "kr. 720" og "kr. 28.000" í 3. tölul. 1. mgr. kemur: 760 kr. og 29.500 kr.
  4. Í stað "kr. 460" og "kr. 28.000" í 4. tölul. 1. mgr. kemur: 490 kr. og 29.500 kr.
  5. Í stað "kr. 28.000" í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 29.500 kr.

3. gr.

Á eftir 5. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 5. gr. a, ásamt fyrirsögn, er orðast svo:

Sérreglur fyrir atvinnuleitendur.

Einstaklingur sem verið hefur samfellt í atvinnuleit í sex mánuði eða lengur samkvæmt staðfestingu Vinnumálastofnunar á rétt á heilbrigðisþjónustu á sömu kjörum og aldraðir 70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris. Staðfestingu Vinnumálastofnunar skal endurnýja á þriggja mánaða fresti. Réttur til afsláttarskírteinis fer samkvæmt 14. gr. gildandi reglugerðar um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga nr. 112/2008 um sjúkratryggingar, með síðari breytingum, sbr. einnig 29. gr., öðlast gildi 1. janúar 2012 og tekur til þjónustu sem veitt er á tímabilinu 1. janúar til og með 29. febrúar 2012.

Velferðarráðuneytinu, 16. desember 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Hrönn Ottósdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica