Dóms- og kirkjumálaráðuneyti

329/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja nr. 78 30. janúar 1997. - Brottfallin

REGLUGERÐ

um breytingu á reglugerð um skráningu ökutækja nr. 78 30. janúar 1997.

1. gr.

4. málsl. 1. mgr. 13. gr. orðist svo: Skráningarmerki af gerð A, B og D skulu hafa upplyftan flöt fyrir skjaldarmerki sveitarfélags eða sýslu, þó ekki skráningarmerki skv. 3. og 4. málsl. 1. mgr. 14. gr. sem þess í stað skulu hafa upplyftan tígullaga flöt.

2. gr.

1. mgr., 14. gr. sbr. reglugerð nr. 291/1998, orðist svo:

Á bifreið skulu vera tvö skráningarmerki, að framan og að aftan. Grunnur skráningarmerkis skal vera með hvítu endurskini með stöfunum ÍS í vatnsmerki, en rönd á brúnum og stafir/bandstrik bláir. Frávik frá þessari litasamsetningu eru eftirfarandi:

a. Á bifreið sem lýtur reglum um innskatt vegna virðisaukaskatts, samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð um innskatt, skal litur á brúnum, stöfum/bandstriki og tígullaga fletinum vera rauður.

b. Á námubifreið, á beltabifreið og á sérbyggðri keppnisbifreið til rallaksturs sem hefur verið undanþegin álagningu vörugjalds samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð um vörugjald af ökutækjum skal litur á brúnum, stöfum/bandstriki og tígullaga fletinum vera grænn.

3. gr.

Við 30. gr. bætist ný málsgrein, svo hljóðandi:

Áður en afhent eru að nýju skráningarmerki ökutækis, sem verið hafa í vörslu Skráningarstofu eða aðila í umboði hennar, skal færa sönnur á að lögmælt vátrygging sé í gildi fyrir ökutækið.

4. gr.

Við 31. gr. bætist ný málsgrein, svo hljóðandi:

Ákvæði 6. mgr. 30. gr. eiga við.

5. gr.

1. og 2. málsl. 24. gr. í viðauka, sbr. reglugerð nr. 291/1998, orðist svo:

Við viðurkenningu til skráningar á beltabifreið og sérbyggðri keppnisbifreið til rallaksturs skal ekki gera kröfur um staðfestingu eða vottorð skv. 22. gr. Þó skal framvísa upplýsingum um eiginþyngd, leyfða heildarþyngd, slagrými og afköst hreyfils og merkingu tákna í verksmiðjunúmeri.

6. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 60., 64., 64.a og 67. gr. umferðarlaga nr. 50 30 mars 1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 3. maí 1999.

Þorsteinn Pálsson.

Ólafur W. Stefánsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica