Heimildir til fiskveiða og fiskvinnslu o.fl.

1019/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 867, 26. september 2005, um veiðar á íslenskri sumargotssíld. - Brottfallin

1. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Heimilt er að stunda síldveiðar með vörpu utan 12 sjómílna frá viðmiðunarlínu, sbr. 5. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með þessum takmörkunum:

  1. Síldveiðar með vörpu eru bannaðar á svæðum þar sem togveiðar með fiskibotnvörpu eru bannaðar eða þar sem áskilin er notkun smáfiskaskilju við slíkar veiðar.
    Þrátt fyrir þetta er heimilt að stunda síldveiðar með vörpu upp að 12 sjómílum frá viðmiðunarlínu á eftirgreindum svæðum:
    1. Á svæði fyrir Vestfjörðum, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá Blakknesi og norðan af línu, sem dregin er réttvísandi í norðvestur frá Straumnesvita.
    2. Á svæði austnorðaustur af Héraðsflóa, sbr. reglugerð nr. 724, 24. október 2002, um bann við veiðum með fiskibotnvörpu austnorðaustur af Héraðsflóa án smáfiskaskilju.
    3. Á svæði úti fyrir Suðausturlandi austan 12°50¢ V, sbr. reglugerð nr. 362, 22. maí 2003, um verndun smáfisks við tog- og dragnótaveiðar fyrir Suðausturlandi.
  2. Síldveiðar með vörpu eru bannnaðar á svæði fyrir Suðausturlandi þar sem kolmunnaveiðar eru bannaðar samkvæmt reglugerð nr. 794/2004, um bann við kolmunnaveiðum á Þórsbanka og þar sem meðaflaskilja er áskilin við kolmunnaveiðar skv. reglugerð nr. 696/2005 um bann við kolmunnaveiðum við Þórsbanka án meðaflaskilju.
  3. Þá eru síldveiðar bannaðar á svæðum þar sem slíkar veiðar eru bannaðar eða kunna að verða bannaðar með skyndilokunum eða reglugerðum. Tekur bannið til þeirrar veiðiaðferðar sem tilgreind er í hlutaðeigandi ákvörðun.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79, 26. maí 1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Sjávarútvegsráðuneytinu, 22. nóvember 2005.

F. h. r.

Jón B. Jónasson.

Guðný Steina Pétursdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica