Fjármálaráðuneyti

136/1996

Reglugerð um breyting á reglugerð nr. 310/1994, um endurgreiðslu eða niðurfellingu tolls og vörugjalds af kartöfluútsæði, græðlingum og öðrum efnivörum, hráefnum og hlutum til framleiðslu garðyrkjuafurða.

1. gr.

                2. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

                0602.1000               Græðlingar og gróðurkvistir, án róta.

Úr 0602.3000          Alparósir (Azalea, Rhododendron), einnig ágræddar, sem fluttar eru inn á tímabilinu 1. september til 31. október og sem ætlaðar eru til framhaldsræktunar í gróðurhúsum í a.m.k. 2 mánuði fyrir sölu.

Úr 0602.4000          Rósir, einnig ágræddar, sem ætlaðar eru til framhaldsræktunar í gróðurhúsi til afskurðar. Smáplöntur af pottarósum í pottum sem eru 6,5 cm eða minni og sem ætlaðar eru til framhaldsræktunar í gróðurhúsi í a.m.k. 2 mánuði fyrir sölu. Smáplöntur af garðrósum (1/0, 0/1) sem ætlaðar eru til framhaldsræktunar á garðplöntustöð í a.m.k. eitt sumar fyrir sölu.

Úr 0602.9009          Sáðplöntur, græðlingar og smáplöntur pottlausar eða í pottum eða bakkahólfum sem eru 6,5 cm í þvermál eða minni sem ætlaðar eru til framhaldsræktunar í gróðurhúsi í a.m.k. 2 mánuði fyrir sölu, þó ekki stórar úrslegnar plöntur og rótarþvegnar plöntur. Hámarkspottastærð á ekki við um smávaxin afbrigði (mini-plöntur), kaktusa eða þykkblöðunga þar sem miða skal við ungplöntur. Hámarkspottastærð á ennfremur ekki við um tegundina Nertera granadensis.

Úr 0701.1000          Kartöfluútsæði flutt inn á tímabilinu 1. mars til 30. apríl.

Úr 8539.3900          Úrhleðsluperur, þ.e. háþrýstiperur til lýsingar í gróðurhúsum.

Úr 9405.1009          Háþrýstilampar til lýsingar í gróðurhúsum.

Úr 9406.0009          Forsmíðuð gróðurhús.       

 

2. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 22. tölul. 6. gr. og 148. gr. tollalaga nr. 55/1987, og 2. mgr. 11. gr. laga um vörugjald nr. 97/1987, með síðari breytingum, til að öðlast gildi þegar í stað.

 

Fjármálaráðuneytinu, 20. febrúar 1996.

 

F. h. r.

Indriði H. Þorláksson.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica