5. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Handhafi lyfsöluleyfis, heildsöluleyfis, framleiðsluleyfis eða annar aðili, sem heimild hefur til vörslu ávana- og fíkniefna skv. 2. mgr. 3. gr. laga um ávana og fíkniefni, nr. 65/1974, skal bera ábyrgð á förgun fyrndra og ónýtra ávana- og fíkniefna í sinni vörslu.
Förgun ávana- og fíkniefna skal framkvæmd í viðurvist tveggja vitna með þeim hætti að tryggð sé vernd manna og umhverfis gegn skaðlegum áhrifum og á þann hátt að útilokað sé að endurheimta megi efnin að nýju í heild eða að hluta. Gera skal skriflega skýrslu yfir förgunina og varðveita í að minnsta kosti þrjú ár. Í skýrslunni skulu að lágmarki koma fram upplýsingar um heiti efnis, styrk þess og magn, staðfesting förgunaraðila, dagsetning förgunar og staðfesting votta.
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. er heimilt að skila fyrndum eftirritunarskyldum ávana- og fíknilyfjum til lyfjaheildsölu, ef unnt er að fá þau endurgreidd að hluta eða fullu. Staðfestingu lyfjaheildsölu á móttöku lyfjanna skal varðveita í lyfjabúð í að minnsta kosti tvö ár.
Fyrirsögn 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Inn- og útflutningur efna sem geta verið notuð við ólöglega ræktun, framleiðslu eða tilbúning ávana- og fíkniefna og annarra eftirlitsskyldra efna.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. og 3. gr. laga um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, öðlast gildi 1. nóvember 2025.
Heilbrigðisráðuneytinu, 11. september 2025.
Alma D. Möller.
Sigurður Kári Árnason.
B deild - Útgáfudagur: 2. október 2025