Heilbrigðisráðuneyti

219/2022

Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 176/2022, um einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, og um brottfall reglugerðar nr. 177/2022, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 176/2022, um einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, er felld úr gildi.

 

2. gr.

Reglugerð nr. 177/2022, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, er felld úr gildi.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breyt­ingum, öðlast gildi 25. febrúar 2022.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 23. febrúar 2022.

 

Willum Þór Þórsson
heilbrigðisráðherra.

Ásthildur Knútsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica