Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

242/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt. - Brottfallin

1. gr.

Við reglugerðina bætist svohljóðandi ákvæði til bráðabirgða: Þrátt fyrir 3. ml. 2. mgr. 5. gr. skal Matvælastofnun greiða tvo hluta af heildargreiðslu ársins 2017 til framleiðanda þann 1. apríl 2017 og síðan mánaðarlega til og með desember, að 1. október 2017 undanskyldum.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 22. mars 2017.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Ólafur Friðriksson.

Rebekka Hilmarsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica