Um reglugerðasafn
Reglugerðir eru gefnar út í B-deild Stjórnartíðinda og miðast réttaráhrif við þá birtingu.
Reglugerðasafn er heildarsafn gildandi reglugerða. Reglugerðasafnsvefurinn var opnaður í júní 2001 og önnur útgáfa hans í apríl 2015.
Vefurinn er uppfærður reglulega og nýjum reglugerðum bætt í safnið, þeim sem falla úr gildi er haldið til haga og er hægt að skoða þær í sérstöku sjónarhorni.
Breytingareglugerðum er raðað með þeim reglugerðum sem þær breyta. Tengill í breytingareglugerð birtist ofan við efni stofnreglugerðar en efni hennar er ekki fellt inn í stofnreglugerð.
Í safninu er gildandi reglugerðum raðað í tímaröð, í kafla í samræmi við efnisflokka lagasafns og stofnreglugerðir.
Hægt er að leita í reglugerðum eftir númeri og ártali, eftir ráðuneyti og eftir efnisflokkum. Einnig er unnt að framkvæma orðaleit í safninu.
Í reglugerðasafninu eru ekki birt önnur stjórnvaldsfyrirmæli en reglugerðir, nema í einstaka tilfellum þegar reglugerðum hefur verið breytt með auglýsingu eða viðauka.
- Safnið var síðast uppfært 31. mars 2021