Fara beint í efnið

Prentað þann 24. apríl 2024

Breytingareglugerð

19/2008

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 810/2006 um ákvarðanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um samhæfða evrópska staðla sem teknar hafa verið á grundvelli tilskipunar um öryggi vöru nr. 2001/95/EB.

1. gr.

Við 1. gr. bætist 3. tölul. sbr. eftirfarandi:

  1. Ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2006/502/EB frá 11. maí 2006 - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 19/2007. Ákvörðunin felur tvennt í sér:

    1. Bann við markaðssetningu einnota kveikjara, sem ekki eru útbúnir barnalæsingu og uppfylla ekki staðalinn EN 13869:2002, Kveikjarar - Barnalæsingar fyrir kveikjara - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir.
    2. Bann við markaðssetningu nýstárlegra kveikjara (e. novelty lighters), sem uppfylla ekki staðalinn EN 13869:2002, Kveikjarar - Barnalæsingar fyrir kveikjara - Öryggiskröfur og prófunaraðferðir. Sem dæmi um nýstárlega kveikjara má nefna kveikjara er hafa útlit leikfangabíla eða gsm-síma og bjóða þeirri hættu heim að börn sæki í þá, grunlaus um þá hættu er af þeim stafar.

2. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 15. janúar 2008.

Björgvin G. Sigurðsson.

Áslaug Árnadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.