Fara beint í efnið

Prentað þann 28. mars 2024

Stofnreglugerð

824/2006

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar nr. 1617/93 frá 25. júní 1993 um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða varðandi sameiginlega áætlunargerð og samræmda ferðaáætlun, sameiginlegan rekstur, samráð um fargjöld og farmgjöld í áætlunarflugi og um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum.

1. gr.

Ákvæði ákvörðunar Sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/94 frá 21. mars 1994 um breytingu á bókun 47 og tilteknum viðaukum við EES-samninginn, sem vísað er til í 12. viðauka við ákvörðunina gilda hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af 12. viðauka við ákvörðunina, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Eftirtalin reglugerð gildir því hér á landi:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1617/93 frá 25. júní 1993 um beitingu 3. mgr. 53. gr. EES-samningsins gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða varðandi sameiginlega áætlunargerð og samræmda ferðaáætlun, sameiginlegan rekstur, samráð um fargjöld og farmgjöld í áætlunarflugi og um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum.

2. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1617/93 frá 25. júní 1993 hefur verið breytt með eftirfarandi reglugerðum og gilda þær einnig hér á landi samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 65/96 frá 27. nóvember 1996, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 87/1999 frá 25. júní 1999, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2001 frá 13. júlí 2001 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 137/2002 frá 27. september 2002:

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1523/96 frá 24. júlí 1996 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1617/93 um beitingu 3. mgr. 85. gr. sáttmálans gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða varðandi sameiginlega áætlunargerð og samræmda ferðaáætlun, sameiginlegan rekstur, samráð um fargjöld og farmgjöld í áætlunarflugi og um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1083/1999 frá 26. maí 1999 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1617/93 um beitingu 3. mgr. 85. gr. sáttmálans gagnvart tilteknum flokkum samninga, ákvarðana og samstilltra aðgerða varðandi sameiginlega áætlunargerð og samræmda ferðaáætlun, sameiginlegan rekstur, samráð um fargjöld og farmgjöld í áætlunarflugi og um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1324/2001 frá 29. júní 2001 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1617/93 varðandi samráð um fargjöld og úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1105/2002 frá 25. júní 2002 um breytingu á reglugerð (EBE) nr. 1617/93 að því er varðar samráð um fargjöld og um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum.

3. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar nr. 1617/93 hefur, skv. reglugerð nr. 375/1994, verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérstakri útgáfu, bók 5, bls. 13-17.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1523/96 hefur áður verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 11, 13. mars 1997, bls. 42-43.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1083/1999 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 312/2002 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2002, bls. 948-950.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1324/2001 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 311/2002 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2002, bls. 946-947.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1105/2002 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 33/2003 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2003, bls. 46-48.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.

Með reglugerð þessari fellur úr gildi c-liður 4. gr. reglugerðar nr. 594/1993 um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. reglugerð nr. 375/1994, 4. gr. a reglugerðar nr. 594/1993, sbr. reglugerð nr. 693/1996, 2. gr. n reglugerðar nr. 594/1993, sbr. reglugerð nr. 312/2002, 2. gr. o reglugerðar nr. 594/1993, sbr. reglugerð nr. 311/2002 og 2. gr. p reglugerðar nr. 594/1993, sbr. reglugerð nr. 33/2003.

Viðskiptaráðuneytinu, 18. september 2006.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Jónína S. Lárusdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.