Leita
Hreinsa Um leit

Viðskiptaráðuneyti

817/2006

Reglugerð um innleiðingu reglugerðar ráðsins nr. 4056/86 frá 22. desember 1986 sem setur nákvæmar reglur um beitingu 85. og 86. gr. Rómarsáttmálans gagnvart flutningum á sjó.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 11. tl. XIV. viðauka, gildir hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIV. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Eftirtalin EB-gerð gildir því hér á landi:

Reglugerð ráðsins nr. 4056/86 frá 22. desember 1986 sem setur nákvæmar reglur um beitingu 85. og 86. gr. Rómarsáttmálans gagnvart flutningum á sjó.

2. gr.

Reglugerð ráðsins nr. 4056/86 frá 22. desember 1986 hefur verið breytt með eftirfarandi reglugerð og gildir hún einnig hér á landi samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 130/2004 frá 24. september 2004:

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 frá 16. desember 2002 um framkvæmd samkeppnis­reglna sem mælt er fyrir um í 81. og 82. gr. sáttmálans.

3. gr.

Reglugerð ráðsins nr. 4056/86 hefur áður verið birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, sérriti S41, bls. 92-101.

Reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 hefur áður verið birt sem fylgiskjal með reglugerð nr. 652/2005 sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 2005, bls. 1419-1444.

4. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.

Með reglugerð þessari fellur úr gildi k-liður 2. gr. reglugerðar nr. 594/1993 um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Viðskiptaráðuneytinu, 18. september 2006.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Jónína S. Lárusdóttir.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica