Viðskiptaráðuneyti

827/2006

Reglugerð um brottfellingu reglugerða á sviði samkeppnismála. - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð nr. 594/1993 um efnislegar samkeppnisreglur í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið ásamt síðari breytingum, er felld úr gildi.

2. gr.

Eftirtalin ákvæði reglugerðar nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eru felld úr gildi:

1. gr. a, sbr. reglugerð nr. 338/1996, 1. gr. b, sbr. reglugerð nr. 230/1997, 1. gr. c, sbr. reglugerð nr. 358/1998, 1. gr. e, sbr. reglugerð nr. 584/2000, 1. gr. g, sbr. reglugerð nr. 282/2001, 1. gr. h, sbr. reglugerð nr. 652/2005, 1. gr. i, sbr. reglugerð nr. 653/2005 og 1. gr. j, sbr. reglugerð nr. 654/2005.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 32. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 18. september 2006.

F. h. r.

Kristján Skarphéðinsson.

Jónína S. Lárusdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica