Viðskiptaráðuneyti

470/1986

Reglugerð fyrir Seðlabanka Íslands

I. KAFLI

Skipulag bankans og hlutverk.

1. gr.

Seðlabanki Íslands (á ensku: The Central Bank of Iceland) er sjálfstæð stofnun, sem er eign ríkisins en lýtur sérstakri stjórn samkvæmt lögum um harm og þessari reglugerð.

 

2. gr.

Ríkissjóður ber ábyrgð á öllum skuldbindingum Seðlabankans. Heimili og varnarþing Seðlabankans er í Reykjavik.

 

3. gr.

Hlutverk Seðlabankans er:

a. að annast seðlaútgáfu og láta slá og gefa út mynt og sjá um, að ætíð sé fyrir hendi nægilegur forði seðla og sleginna peninga;

b. að vinna að því, að peningamagn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miðað við það, að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt;

c. að varðveita og efla gjaldeyrisvarasjóð, er nægi til þess að tryggja frjáls viðskipti við útlönd og fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar út á við;

d. að kaupa og selja erlendan gjaldeyri, fara með gengismál og hafa umsjón og eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum;

e. að hafa með höndum framkvæmd greiðslusamninga við önnur ríki, viðskipti við alþjóðafjármálastofnanir í umboði ríkisstjórnarinnar og vera fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrir hönd ríkisins;

f. að annast bankaviðskipti ríkissjóðs og hafa milligöngu um erlendar lántökur hans;

g. að vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um allt, er varðar gjaldeyris- og peningamál;

h. að vera banki innlánsstofnana og hafa eftirlit með allri bankastarfsemi;

i. að stuðla að heilbrigðum verðbréfa- og peningaviðskiptum, stofna til verðbréfaþings og veita því nauðsynlega starfsaðstöðu;

j. að gera skýrslur og áætlanir um allt, sem varðar hlutverk bankans;

k. að annast önnur þau verkefni, er honum kunna að vera falin með lögum eða á annan hátt og samrýmanleg eru markmiði hans og tilgangi sem seðlabanka.

 

4. gr.

Í öllu starfi sínu skal Seðlabankinn hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum varðandi stefnu í efnahagsmálum og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining við ríkisstjórnina að ræða, er seðlabankastjórn rétt að lýsa honum opinberlega og skýra skoðanir sínar. Hún skal engu að síður telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því, að sú stefna, sem ríkisstjórnin markar að lokum, nái tilgangi sínum.

Seðlabankinn skal eigi sjaldnar en tvisvar á ári senda ráðherra greinargerð um þróun og horfur í peningamálum, greiðslujafnaðar- og gengismálum.

 

II. KAFLI

Seðlaútgáfa og mynt.

5. gr.

Seðlabankinn hefur einkarétt til að láta gera og gefa út peningaseðla og láta slá og gefa út peninga úr málmi (mynt) eða annan gjaldmiðil, er geti gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar. Peningaseðlar þeir, sem bankinn lætur gera og gefur út, og peningar þeir, sem harm lætur slá og gefur út, skulu vera lögeyrir til allra greiðslna hér á landi með fullu ákvæðisverði.

Viðskiptaráðherra ákveður, að tillögu bankans, lögun og útlit þeirra peningaseðla, sem bankinn lætur gera og gefur út.

Einnig ákveður ráðherra, að tillögu bankans, ákvæðisverð peninga þeirra, sem slá skal, svo og gerð, þyngd, stærð og málmblöndu.

Ákvarðanir ráðherra, þær er um ræðir í 2. og 3. mgr., skulu birtar með auglýsingu í Lögbirtingablaðinu og Stjórnartíðindum.

 

6. gr.

Peningaseðlar skulu gerðir úr haldgóðum, vönduðum pappír og prentaðir á þann hátt, að erfitt sé að líkja eftir þeim. Á hvern seðil skal prenta númer á tveimur stöðum, svo og nöfn tveggja bankastjóra eftir eigin handskrift.

Peningar skulu svo rétt slegnir, að mismunur á þyngd einstakra peninga, sem eiga að hafa sömu þyngd, nemi eigi meiru en einum of hundraði.

 

7. gr.

Seðla- og mynteign bankans, skal geymd í aðalfjárhirslum bankans og seðlageymslum á vegum Seðlabankans utan Reykjavíkur.

Á sama hátt skal allt það, er snertir seðlagerð og myntsláttu, geymt í aðalfjárhirslum bankans nema það, sem falið er til öruggrar geymslu erlendis og í mynt- og seðlasafni bankans.

 

8. gr.

Minnst einu sinni á hverjum ársfjórðungi skal forstöðumaður endurskoðunardeildar ásamt fulltrúum sínum gera fyrirvaralausa könnun á seðla- og myntbirgðum í aðalfjárhirslum og gefa bankaráði skýrslu um skoðunina.

 

9. gr.

Til þess að stuðla að því, að fyrir hendi sé nægur forði seðla utan Reykjavíkur, er bankastjórninni heimilt, að höfðu samráði við bankaráð, að setja á stofn seðlageymslur í hverjum landshluta eða stærri byggðarlögum með samningi við banka eða sparisjóð. Skulu seðlarnir geymdir í traustum geymslum, sem eingöngu eru notaðar fyrir seðlana og byggðar skulu samkvæmt ströngum öryggiskröfum. Lyklavöld skulu vera í höndum tveggja manna og skal annar vera trúnaðarmaður Seðlabankans, valinn of bankastjórninni, en hinn forstöðu­maður, féhirðir eða sérstakur fulltrúi hlutaðeigandi banka eða sparisjóðs, tilnefndur of stjórn stofnunarinnar með samþykki bankastjórnar Seðlabankans. Þessir aðilar skulu tilnefna varamenn, og er tilnefning þeirra einnig háð samþykki bankastjórnar Seðlabank­ans. Forstöðumaður endurskoðunardeildar og deildarstjóri eða fulltrúi við hang skulu a. m. k. einu sinni á ári karma birgðir í seðlageymslum. Bankastjórn Seðlabankans setur nánari reglur um umgengni og notkun geymslnanna.

Seðlabankinn greiðir árlega þóknun til trúnaðarmanna við seðlageymslurnar. Annar stofn- og rekstrarkostnaður geymslnanna greiðist of hlutaðeigandi banka eða sparisjóði.

 

10. gr.

Seðlabankinn innleysir skemmda seðla með þeim hætti, að sjáist bæði númer seðils, þá greiðist harm að fullu, en sjáist aðeins annað númerið, þá greiðist einungis hálft verð hans, enda fylgi a. m. k. fjórðungur seðils í einu lagi. Seðlar, sem svo eru skemmdir, að hvorugt númera sjáist, verða ekki innleystir.

Bankinn innleysir slegna peninga, þótt slitnir séu eða skemmdir og áletranir á þeim máðar, ef verðgildi er örugglega læsilegt. Slegna gullpeninga skal þó ætíð innleysa, þótt slitnir séu eða skemmdir og þótt áletranir á þeim séu eigi vel læsilegar, með verði, er nemi verðmæti gullinnihalds hvers penings, að frádregnum 10 of hundraði.

 

11. gr.

Ónýting seðla og myntar fer fram eftir þeim reglum, sem bankastjórnin setur.

 

III. KAFLI

Innlend viðskipti Seðlabankans.

A. Innlán.

12. gr.

Seðlabankinn tekur við innlánum frá innlánsstofnunum, en til þeirra teljast viðskipta­bankar, sparisjóðir, innlánsdeildir samvinnufélaga og aðrar stofnanir og félög, sem heimilt er lögum skv. að taka við innlánum frá almenningi til geymslu og ávöxtunar. Þó skal Seðlabankanum heimilt að semja við Lánastofnun sparisjóðanna um sameiginlegan viðskiptareikning sparisjóða hjá bankanum.

Seðlabankanum er heimilt að taka við innlánum frá opinberum fjárfestingarlánasjóðum og öðrum peningastofnunum, sem hliðstæða þýðingu hafa fyrir framkvæmd peningamála­stefnu og ráðherra samþykkir.

Innlánsfé skal geymt á hlaupareikningum og öðrum innlánsreikningum eftir nánari reglum, sem bankastjórn setur um viðskipti skv. þessari grein.

 

13. gr.

Eigendur innlánsreikninga skulu gefa skrifleg fyrirmæli um það, hverjir séu bærir að taka út fé úr reikningum þeirra, enda afhendi þeir bankanum rithandarsýnishorn eftir þeim reglum, sem bankastjórn ákveður.

Beiðnir um færslur á reikninga, sem berast bankanum í símskeyti eða í öðru fjarriti, skulu því aðeins teknar til greina, að þær berist í staðfestu formi, sem rekja má til bærs aðila með lykli eða á annan tryggilegan hátt.

 

14. gr.

Greiði bankinn fé úr innlánsreikningi á grundvelli falsaðs heimildarskjals eða falsaðs tékka, eða á grundvelli skjals eða tékka, sem gefið hefur verið út án heimildar, skal reikningseigandi bera tjónið, nema verulegu gáleysi starfsmanna bankans sé um að kenna.

 

15. gr.

Bankanum er heimilt að ráðstafa fé of innlánsreikningi til greiðslu gjaldfallinna skulda reikningseiganda við bankann. Slík skuldfærsla skal tilkynnt reikningseiganda tafarlaust.

 

16. gr.

Eigendum innlánsreikninga skal senda reikningsyfirlit reglulega. Athugasemdir við reikningsyfirlit skulu gerðar svo fljótt sem kostur er.

 

B. Útlán.

17. gr.

Seðlabankinn getur vent peningastofnunum, sem eiga innlánsviðskipti við bankann, sbr. 12. gr., lán gegn tryggingum, sem bankinn metur gildar.

Seðlabankanum er heimilt að veita innlánsstofnunum lán með þeim kjörum, að höfuðstóll lánsins sé greindur í ákveðnum erlendum gjaldeyri, endurgreiðsla höfuðstóls og vaxta sé háð breytingum á gengi ákveðins erlends gjaldeyris eða breytingum á gengi íslenskrar krónu. Sé höfuðstóll greindur í ákveðnum erlendum gjaldeyri, skal innlánsstofnun endurlána lántaka lánsfé í íslenskum krónum miðað við kaupgengi hins erlenda gjaldeyris á lántökudegi. Með erlendum gjaldeyri er einnig átt við reikningseiningar, sem byggðar eru á fleiri en einum gjaldmiðli og notaðar eru í almennum lánsviðskiptum á alþjóðamarkaði. Útlánastarfsemi er einkum fólgin í:

a. að kaupa innlenda víxla og ávísanir;

b. að kaupa innlend verðbréf;

c. að heimila yfirdrátt á viðskiptareikningi gegn handveði í verðbréfum;

d. að veita önnur lán gegn handveði eða öðrum tryggingum.

Bankastjórnin tekur ákvarðanir um lánveitingar, en áritun lánsskjala í bankanum fer eftir reglum, er hún setur á grundvelli ákvæða 48. gr.

Seðlabankinn setur að öðru leyti nánari reglur um viðskipti sín skv. þessari grein og sbr. 7. gr. l. nr. 36/1986.

 

18. gr.

Seðlabankinn veitir bönkum, sparisjóðum og öðrum peningastofnunum skv. 12. gr. lán gegn ríkistryggðum verðbréfum, svo og öðrum tryggum verðbréfum, sem bankastjórnin tekur gild. Skal einkum lánað út á þau bréf, sem skráð verða á Verðbréfaþingi Íslands. Lánin skulu ekki nema meiru en z/~ of skráðu verði þeirra eða gangverði þeirra að mati bankastjórnarinnar. Lán þessi skulu veitast til ákveðins tíma, að jafnaði ekki lengur en 90 daga.

 

C. Innlánsbinding og lausafjárkrafa.

19. gr.

Þegar sérstaklega stendur á, getur Seðlabankinn ákveðið með samþykki ráðherra, að innlánsstofnanir skuli eiga fé á bundnum reikningi í bankanum, er nemi tilteknu hlutfalli of heildarinnlánsfé hjá hverri stofnun eða of ráðstöfunarfé hennar. Með ráðstöfunarfé er átt við allt það fé, sem innlánsstofnun hefur til útlána. Þó er heimilt að undanskilja tiltekna flokka útlána, að fengnu samþykki ráðherra.

Seðlabankinn getur ákveðið, að tiltekinn hluti aukningar innlána eða ráðstöfunarfjár við hverja stofnun skuli bundinn á reikningi í bankanum, enda fari heildarinnlánsfé eða ráðstöfunarfé, sem viðkomandi stofnun er skylt að eiga í Seðlabankanum, ekki fram úr því hámarki, sem sett er skv. 1. mgr.


Seðlabankinn setur nánari reglur um grundvöll og framkvæmd bindingar skv. 1. og 2. mgr. þessarar greinar, að fengnu samþykki ráðherra, sjá og ákvæði 70. gr. um viðurlög, ef út of er brugðið.

Seðlabankanum er ennfremur heimilt að setja innlánsstofnunum reglur um lágmark eða meðaltal lauss fjár, sem þeim ber ætíð að hafa yfir að ráða að viðlögðum refsivöxtum eða öðrum viðurlögum, skv. 70. gr. Með lausu fé er átt við peninga í sjóði, óbundin nettóinnlán í innlendum og erlendum bönkum, ríkisvíxla og aðrar sambærilegar eignir.

 

D. Vextir o. fl.

20. gr.

Seðlabankinn ákveður vexti of innlánum við bankann og of lánum, sem harm veitir. Seðlabankinn getur, að fengnu samþykki ráðherra, bundið vaxtaákvarðanir innlánsstofnana takmörkunum til að tryggja, að raunvextir útlána innlánsstofnana verði eigi hærri en þeir eru að jafnaði í helstu viðskiptalöndum Íslands, svo og til að draga úr óhæfilegum vaxtamun milli inn- og útlána.

Seðlabankinn ákveður hæstu leyfilega dráttarvexti, sbr. 5. gr. laga nr. 58/1960, um bann við okri, dráttarvexti o. fl., uns sett hafa verið sérstök lög um dráttarvexti o. fl. Ákvarðanir Seðlabankans skv. 2. mgr. og 3. mgr. skulu birtar í Lögbirtingablaði.

 

21. gr.

Seðlabankinn reiknar vísitölur, sbr. 2. mgr. 39. gr. laga nr. 13 10. apríl 1979, um stjórn efnahagsmála o. fl., sem heimilt er að miða verðtryggingu sparifjár og lánsfjár við, og birtir í Lögbirtingablaðinu. Bankinn veitir heimildir til verðtryggingar skv. VII. kafla laganna, nema hún sé heimiluð sérstaklega í lögum.

 

E. Viðskipti við ríkissjóð og fleira.

22. gr.

Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs og annast fyrir harm hvers konar bankaþjón­ustu. Skulu innlán ríkissjóðs geymd í Seðlabankanum, eftir því sem við verður komið. Seðlabankanum er heimilt að veita ríkissjóði lán til skamms tíma. Skulu slík lán greiðast

upp innan þriggja mánaða frá lokum hvers fjárhagsárs með lántöku eða annarri fjáröflun utan Seðlabankans.

Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn skulu gera með sér samning um viðskipti ríkissjóðs við bankann.

Ríkisvíxlar, skuldabréf og önnur verðbréf, sem eru gefin út of ríkissjóði og Seðlabank­inn kaupir á verðbréfamarkaði eða of peningastofnunum til þess að stuðla að jafnvægi á peningamarkaði, skulu ekki teljast lán til ríkissjóðs skv. ákvæðum þessarar greinar.

 

23. gr.

Seðlabankinn getur annast kaup og sölu verðbréfa og hlutabréfa fyrir ríkissjóð, banka og sparisjóði og aðrar innlánsstofnanir, svo og vörslu þeirra fyrir sömu aðila.

 

24. gr.

Seðlabankinn má kaupa og selja ríkisskuldabréf og önnur trygg verðbréf fyrir eigin reikning og skal harm vinna að því, að á komist skipuleg verðbréfaviðskipti. Er honum í því skyni heimilt að stofna og starfrækja í samvinnu við innlánsstofnanir og viðurkennda verðbréfamiðlara verðbréfaþing, þar sem verslað er með verðbréf. Seðlabankinn setur reglur um verðbréfaþingið, að fengnu samþykki ráðherra.


Seðlabankanum er heimilt að stofna til skuldbindinga innanlands með útgáfu verðbréfa með ákvæði þess efnis, að höfuðstóll og/eða vextir séu bundnir gengi erlends gjaldeyris. Um skattalega meðferð bréfanna gilda sömu reglur og gilda hverju sinni um innlán í bönkum og sparisjóðum.

 

25. gr.

Seðlabankinn starfrækir greiðslujöfnunarkerfi og greiðslujöfnunarstöð í samvinnu við innlánsstofnanir með rekstri sameiginlegrar reiknistofu (Reiknistofu bankanna) til að auðvelda tékka- og ávísanaviðskipti og á annan hátt vinna að því eins og unnt er að greiða fyrir greiðslumiðlun innanlands, þar með töldum gíróviðskiptum.

 

26. gr.

Seðlabankanum er heimilt að taka til ávöxtunar erlendan gjaldeyri þeirra aðila, er viðskipti eiga við bankann, með þeim takmörkunum, sem leiðir of ákvæðum 28. gr.

 

27. gr.

Með þeim takmörkunum, sem leiðir of ákvæðum 28. gr. er Seðlabankanum heimilt að annast alls konar innheimtur á fjárkröfum fyrir innlenda og erlenda kröfuhafa, bæði hérlendis og erlendis, og að takast á hendur ábyrgðir um stuttan tíma utanlands og innan gegn tryggingum, jafngóðum og um lán væri að ræða. Ábyrgðin er einföld, nema annað sé tekið fram.

 

28. gr.

Heimilt er Seðlabankanum að reka önnur bankaviðskipti, sem samrýmanleg geta talist hlutverki hans sem seðlabanka. Hann skal ekki annast viðskipti, sem skv. lögum, venju eða eðli máls teljast verkefni innlánsstofnana. Honum er því óheimilt að skipta við almenning og keppa um viðskipti við innlánsstofnanir. Rísi ágreiningur um ákvæði þessarar greinar, sker ráðherra úr.

 

IV. KAFLI

Bankaeftirlit.

29. gr.

Seðlabankinn hefur eftirlit með því, að innlánsstofnanir hagi starfsemi sinni í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir, sem hverju sinni gilda um starfsemi þeirra.

Verkefni þetta skal falið sérstakri deild í bankanum, er nefnist bankaeftirlit, og starfar hún undir yfirstjórn bankastjórnar og bankaráðs. Ráðherra skipar forstöðumann banka­eftirlitsins, og skal harm eigi skipaður til lengri tíma en sex ára í senn. Forfallist forstöðumaður um stundarsakir, getur ráðherra, að fengnum tillögum bankaráðs, sett mann í hans stað.

Sérstök samstarfsnefnd ráðuneytis og Seðlabanka fylgist með starfsemi bankaeftirlits­ins. Í nefndinni skulu eiga sæti fulltrúi ráðuneytis, einn bankastjóri Seðlabankans og forstöðumaður bankaeftirlitsins. Ráðherra skipar formann nefndarinnar.

 

30. gr.

Bankaeftirlitið skal athuga bókhald og reikninga innlánsstofnana og karma að öðru leyti fjárhag og starfsemi þeirra svo oft sem þurfa þykir. Innlánsstofnunum er skylt að veita bankaeftirlitinu aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum, verðmætum og öðrum gögnum í vörslu stofnunarinnar, er varða starfsemina, og veita að öðru leyti þær upplýsingar, sem bankaeftirlitið telur nauðsynlegar til eftirlits með þeim hætti og svo oft sem óskað er.


 

31. gr.

Bankaeftirlitið skal fylgjast með, að útlán og aðrar skuldbindingar viðskiptaaðila við innlánsstofnun séu í samræmi við þá áhættu, sem í viðskiptunum felst, með hliðsjón of greiðslutryggingum, fjárhagslegum styrkleika og eigin fé stofnunarinnar. Sama gildir um heildarskuldbindingar fleiri en eins viðskiptaaðila, sem eru svo fjárhagslega tengdir, að með tilliti til útlánaáhættu verður að skoða sameiginlega skuldbindingar þeirra við innlánsstofnun.

 

32. gr.

Bankaeftirlitið getur krafist þess, að innlánsstofnanir:

a. vein reglulega upplýsingar um efnahag og rekstur á þann hátt og svo sundurliðað sem óskað er,

b. vein aðrar upplýsingar, sem það telur nauðsynlegar vegna eftirlitsins.

 

33. gr.

Komi í ljós við athuganir bankaeftirlitsins skv. ákvæðum þessa kafla, að innlánsstofnun fylgir ekki lögum og öðrum reglum, sem gilda um starfsemi hennar, skal bankaeftirlitið krefjast þess, að úr því sé bætt innan ákveðins frests.

Hafi stjórn innlánsstofnunar vanrækt skyldu, sem á henni hvílir skv. lögum, reglugerð­um eða samþykktum, getur bankaeftirlitið boðað til fundar í stjórn stofnunarinnar um leiðir til úrbóta. Fulltrúi bankaeftirlitsins skal sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétt, og stýrir harm fundinum.

Bankaeftirlitinu er heimilt að gera athugasemdir, ef það telur hag eða rekstur innlánsstofnunar óheilbrigðan, enda þótt ákvæði 1. og 2. mgr. eigi ekki við.

Sé kröfum eða athugasemdum bankaeftirlitsins um úrbætur ekki sinnt, getur það gripið til viðurlaga gagnvart innlánsstofnun, sbr. 70. og 71. gr. Bankaeftirlitinu er þá einnig heimilt að skipa fulltrúa sinn eftirlitsmann með viðkomandi stofnun. Er stofnuninni skylt að veita eftirlitsmanninum aðgang að öllu bókhaldi sínu, fundargerðum, skjölum, verðmætum og öðrum gögnum, sem hún hefur í sinni vörslu, og veita að öðru leyti þær upplýsingar, sem eftirlitsmaður óskar eftir. Eftirlitsmaðurinn hefur rétt til að sitja fundi í stjórn stofnunarinn­ar með málfrelsi og tillögurétti. Kostnaður við störf eftirlitsmanns greiðist of viðkomandi innlánsstofnun.

Kröfur, athugasemdir og fyrirhugaðar aðgerðir bankaeftirlitsins skv. þessari grein skulu þegar í stað tilkynntar ráðherra, bankaráði hlutaðeigandi viðskiptabanka og félagsstjórn, sé um aðra innlánsstofnun að ræða. Þá skal Seðlabankinn gefa ráðuneytinu skýrslu um starfsemi bankaeftirlitsins eigi sjaldnar en tvisvar á ári.

 

34. gr.

Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 24. gr. laga nr. 9 30. mars 1984, um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, skal bankaeftirlitið hafa eftirlit með starfsemi fjárfestingarfélaga og gilda um það sömu reglur og gilda um eftirlit með bönkum og sparisjóðum, eftir því sem við getur átt.

 

35. gr.

Samkvæmt ákvæðum e-liðar 2. gr. reglna nr. 268 28. júní 1985, um Verðbréfaþing Íslands, er stjórn þingsins í samvinnu við bankaeftirlitið falið að sjá um, að nauðsynlegt eftirlit með verðbréfamarkaðnum sé til staðar til þess að tryggja, að reglur um verðbréfa­þingið og þær reglur, sem stjórn þingsins setur, séu haldnar.

Bankastjórnin staðfestir reglur um eftirlitskerfi fyrir verðbréfamarkaðinn, að fengnum tillögum stjórnar verðbréfaþingsins.


 

36. gr.

Samkvæmt ákvæðum V. kafla laga nr. 27 2. maí 1986, um verðbréfamiðlun, skal bankaeftirlitið hafa eftirlit með, að ekki sé starfrækt verðbréfamiðlun eða verðbréfasjóður nema að fengnu leyfi viðskiptaráðherra og gæta þess, að slík starfsemi fullnægi ætíð að öðru leyti skilyrðum laga nr. 27/1986.

Um framkvæmd bankaeftirlitsins á eftirliti með verðbréfamiðlun gilda eftir því sem við getur átt ákvæði þessa kafla reglugerðarinnar og V. kafli laga nr. 27/1986.

 

V. KAFLI

Gengismál og erlend viðskipti.

37. gr.

Seðlabankinn ákveður, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, verðgildi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri, svo og mörk kaup- og sölugengis. Innan þeirra marka skráir Seðlabankinn daglega kaup- og sölugengi þeirra gjaldeyristegunda, sem þörf er á vegna almennra viðskipta. Seðlabankinn getur einhliða fellt niður gengisskráningu um stundarsakir.

Ákvarðanir um gengi íslensku krónunnar skulu miðast við að halda sem stöðugustu gengi og ná jöfnuði í viðskiptum við útlönd, en tryggja jafnframt rekstrargrundvöll útflutningsatvinnuvega og samkeppnisgreina.

Seðlabankinn skal leitast við að efla gjaldeyrisvarasjóð landsins og varðveita harm, eftir því sem unnt er, í tryggum og auðseljanlegum verðbréfum eða innlánum og gjaldeyri, sem nota má til greiðslu hvar sem er.

 

38. gr.

Auk Seðlabankans hafa viðskiptabankar, sparisjóðir og Lánastofnun sparisjóðanna rétt til að versla með erlendan gjaldeyri innan marka, sem Seðlabankinn ákveður, að fengnu samþykki ráðherra. Seðlabankanum er heimilt, að fengnu samþykki ráðherra, að leyfa póststjórninni að versla með erlendan gjaldeyri.

 

39. gr.

Seðlabankinn hefur með höndum framkvæmd greiðslusamninga við önnur ríki svo og viðskipti við alþjóðafjármálastofnanir í umboði ríkisstjórnarinnar. Hann skal vera ríkis­stjórninni til ráðuneytis um allt, er varðar gjaldeyrismál, þar á meðal erlendar lántökur, og taka að sér framkvæmd í þeim efnum, eftir því sem um verður samið.

 

40. gr.

Til þess að varðveita og efla gjaldeyrisvarasjóð er Seðlabankanum heimilt að taka lán erlendis.

Ennfremur er Seðlabankanum heimilt að taka lán erlendis í því skyni að endurlána fé þetta innanlands, enda komi ábyrgð ríkissjóðs til við endurlánin.

 

41. gr.

Seðlabankinn hefur umsjón með gjaldeyrisversluninni og eftirlit með því, að lögum og reglum um verslun með og ráðstöfun á erlendum gjaldeyri sé fylgt, sbr. lög um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála nr. 63 31. maí 1979 og reglugerð settri skv. þeim nr. 519 14. desember 1979. Seðlabankanum er heimilt vegna þessa verkefnis að krefjast hvers konar upplýsinga frá opinberum aðilum um gjaldeyrismál einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.


Seðlabankinn getur krafið hlutaðeigandi aðila um allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi gjaldeyrisviðskiptin. Seðlabankanum er heimilt að krefjast aura upplýsinga, sem nauðsynlegar eru vegna starfsemi gjaldeyriseftirlitsins og kvatt á Sinn fund menn til munnlegrar skýrslugjafar. Ennfremur hefur harm rétt til að karma reikninga og bókhald svo og að framkvæma á starfsstað nauðsynlegar athuganir.

 

42. gr.

Seðlabankinn er fyrir ríkisins hönd fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

 

43. gr.

Seðlabankanum er heimilt að kaupa og selja erlenda seðla og slegna peninga. Þá kaupir harm og selur trygga erlenda víxla, verðbréf, tékka og ávísanir, gefnar út á erlenda banka og peningastofnanir, allt með þeim takmörkunum, sem leiðir of ákvæðum 28. gr.

 

VI. KAFLI

Hagskýrslugerð.

44. gr.

Seðlabankinn safnar skýrslum og gerir áætlanir um peningamál, lánamarkað, greiðslu­jöfnuð og gjaldeyrismál og annað, sem hlutverk bankans varðar, og skal harm birta opinberlega sem rækilegastar upplýsingar um þau efni.

Einnig skal Seðlabankinn vinna að annarri skýrslugerð og athugunum varðandi efnahagsmál og þar á meðal taka að sér þau verkefni á þessu sviði, sem ríkisstjórnin kann að fela Seðlabankanum. Í þessum efnum skal Seðlabankinn hafa nána samvinnu við Hagstofu Íslands, Þjóðhagsstofnun og aðra aðila, sem að hliðstæðum verkefnum vinna.

Að viðlögðum dagsektum skv. ákvæðum 71. gr. er öllum aðilum, sem hlut eiga að máli, skylt að láta bankanum í té þær upplýsingar, sem harm þarf á að halda vegna hagskýrslugerð­ar og annarra verkefna á vegum hins opinbera. Í þessu efni nýtur bankinn einnig sömu réttinda og Hagstofa Íslands og liggja sömu viðurlög við, ef út of er brugðið.

 

VII. KAFLI

Stjórn Seðlabankans.

45. gr.

Yfirstjórn Seðlabankans er í höndum viðskiptaráðherra og bankaráðs svo sem fyrir er mælt f lögum og reglugerð þessari. Stjórn bankans er að öðru leyti í höndum bankastjórnar.

 

A. Bankastjórn.

46. gr.

Bankastjórn Seðlabankans er skipuð þremur bankastjórum, sem ráðherra skipar, að fengnum tillögum bankaráðs. Bankastjórnin kýs sér formann úr sínum hópi til þriggja ára í senn. Bankastjórar skulu eigi skipaðir til lengri tíma en sex ára í senn.

Forfallist bankastjóri um stundarsakir, getur ráðherra, að fengnum tillögum bankaráðs, sett mann í hans stað.

Bankastjórn er heimilt, að fengnu samþykki bankaráðs, að ráða aðstoðarbankastjóra.

Bankastjórum og aðstoðarbankastjórum er óheimilt að sitja í stjórn stofnana og atvinnufyrirtækja utan bankans eða taka þátt í atvinnurekstri að öðru leyti, nema slíkt sé boðið í lögum eða um sé að ræða stofnun eða atvinnufyrirtæki, sem bankinn á aðild að.


 

47. gr.

Bankastjórinn ber ábyrgð á rekstri bankans og fer með ákvörðunarvald í öllum málefnum hans, sem ekki eru öðrum falin með lögum bankans eða þessari reglugerð. Bankastjórinn heldur fundi með sér svo oft sem þurfa þykir og hvenær sem einhver bankastjóranna óskar þess. Allar mikilsverðar ákvarðanir bankastjórnar skulu vera skriflegar.

 

48. gr.

Undirskrift tveggja bankastjóra þarf til aura meiri háttar ákvarðana og ráðstafana í nafni bankans, svo sem til útgáfu seðla, til kaupa og sölu og veðsetningar fasteigna bankans o. fl.

Tveir bankastjórar skulu undirskrifa, svo að skuldbindi bankann, svo sem ef gefa skal út eða framselja víxla eða önnur verðbréf, árita skjöl við lánveitingar og fleira. Bankaráðið getur þó vent aðstoðarbankastjórum og tilteknum starfsmönnum svokallað A-umboð, sem heimilar þeim að skuldbinda bankann í tilteknum málefnum með undirskrift sinni ásamt einum bankastjóra eða öðrum starfsmanni með A-umboð.

Bankaráðið getur ennfremur vent tilteknum starfsmönnum svokallað B-umboð, sem heimili þeim að skuldbinda bankann í öðrum málefnum ásamt bankastjóra eða starfsmanni með A-umboð.

Hvers konar útborgunarfyrirmæli skulu árituð annað hvort of tveimur bankastjórum eða einum bankastjóra ásamt einum starfsmanni með A- eða B-umboð eða starfsmanni með A-umboð ásamt starfsmanni með B-umboð.

 

49. gr.

Bankaráð ákveður laun og önnur ráðningarkjör bankastjóra. Við starfslok skulu bankastjórar fá greidd biðlaun í tólf mánuði, jafnhá föstum launum, er starfi þeirra fylgdu. Eigi bankastjóri rétt til eftirlauna, fellur niður greiðsla biðlauna. Taki bankastjóri við annarri stöðu á biðlaunatíma, fellur niður greiðsla biðlauna, ef stöðunni fylgja jafnhá eða hærri laun, ella greiðist launamismunurinn til loka biðlaunatímans. Bankaráð ákveður eftirlaun bankastjóra.

 

50. gr.

Að fengnu áliti bankaráðs getur ráðherra vikið bankastjóra úr starfi. Í uppsagnarbréfi skal tilgreina ástæður uppsagnar. Bankastjóri skal eiga rétt á fullum launum í eitt til þrjú ár, þó aldrei lengur en til loka ráðningartíma, og eftirlaunum skv. nánari ákvörðun bankaráðs. Segi bankastjóri upp starfi áður en ráðningartíma hans er lokið, skal harm njóta fastra launa í allt að tólf mánuði og eftirlauna skv. ákvörðun bankaráðs.

Hafi bankastjóri brotið of sér í starfi, getur ráðherra vikið honum úr starfi fyrirvaralaust án launa.

 

51. gr.

Bankastjórnin ræður starfsmenn bankans, að undanteknum forstöðumanni endurskoð­unardeildar, sbr. c-lið 54. gr., og segir þeim upp starfi. Ráðning aðstoðarbankastjóra er háð samþykki bankaráðs. Bankastjórnin segir starfsmönnum fyrir um skyldur þær, er á þeim hvíla, og um störf þau, sem þeir eiga að annast, og hefur eftirlit með, að það sé framkvæmt, sem þeim er lagt á herðar.

 

B. Bankaráð.

52. gr.

Bankaráð Seðlabankans skipa fimm menn, kosnir hlutbundinni kosningu á Alþingi til fjögurra ára í senn, ásamt jafnmörgum til vara. Ráðherra skipar einn hinna kjörnu aðalmanna formann bankaráðs til fjögurra ára, en annan varaformann. Ráðherra ákveður þóknun bankaráðsmanna.


 

53. gr.

Bankaráð hefur yfirumsjón með starfsemi Seðlabankans, og skal bankastjórnin hafa náið samráð við bankaráð um stefnu bankans almennt svo og um ákvarðanir í mikilvægum málum, er stefnu bankans varða, svo sem um ákvarðanir skv. 19. , og 2. mgr. 20. gr. og ennfremur skal bankastjórnin gefa bankaráði reglulega skýrslur um störf bankans og stefnu svo og þróun gjaldeyris- og peningamála.

 

54. gr.

Verkefni bankaráðs eru auk þeirra, sem um getur í 53. gr.:

a. að gera tillögur til ráðherra um reglugerð bankans, ráðningu bankastjóra og erindisbréf þeirra;

b. að ákveða laun og eftirlaun bankastjóra, sbr. 49. gr., svo og laun aðstoðarbankastjóra;

c. að ráða forstöðumann endurskoðunardeildar og setja honum erindisbréf og ákveða laun og önnur ráðningarkjör hans svo og að hafa umsjón með störfum endurskoðunardeildar;

d. að eiga aðild að kjarasamningum við starfsmenn bankans skv. lögum um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins;

e. að setja reglur um eftirlaunasjóð starfsmanna bankans;

f. að gera tillögur til ráðherra um reglur um reikningsskil og gerð ársreiknings;

g. að ákveða, að fengnum tillögum bankastjórnarinnar, hverjir starfsmenn bankans geti skuldbundið harm með undirskrift sinni, sbr. 48. gr.;

h. að hafa eftirlit með öllum eignum bankans, taka ákvarðanir um framkvæmdir og ráðstöfun á tekjuafgangi að því marki, sem annað er ekki ákveðið í lögum;

i.   að gera ályktanir um þau mál, sem bankastjórnin leggur fyrir bankaráðið, og önnur mál.

 

55. gr.

Bankaráð heldur fundi eftir þörfum, en að jafnaði ekki sjaldnar en hálfsmánaðarlega. Ætíð skal þó halda bankaráðsfund, þegar bankaráðsmaður krefst þess. Formaður bankaráðs undirbýr fundi með bankastjórn. Bankastjórar sitja fundi bankaráðs og taka þátt í umræðum, nema bankaráð ákveði annað. Bankaráðið ákveður, að fengnum tillögum bankastjórnar, hverjir aðrir starfsmenn sitji fundi bankaráðsins.

 

56. gr.

Fundir bankaráðs eru lögmætir, ef 3 bankaráðsmenn eru á fundi. Afl atkvæða ræður úrslitum á fundum.

Á fundum bankaráðs skal halda gerðabók. Þeir, sem heimild hafa til setu á fundum bankaráðs, geta krafist bókunar á athugasemdum og ágreiningsálitum sínum.

 

VIII. KAFLI

Reikningsskil og endurskoðun.

57. gr.

Reikningsár Seðlabankans er almanaksárið. Fyrir hvert reikningsár skal gera ársreikning, og skal gerð hans lokið svo fljótt sem auðið er.

Um gerð ársreiknings fer eftir lögum og góðri reikningsskilavenju, óæði að því er varðar uppsetningu reiknings, mat á hinum einstöku liðum og önnur atriði.

Ráðherra setur nánari reglur um reikningsskil og gerð ársreiknings, að fengnum tillögum bankaráðs, sbr. f-lið 54. gr.


 

58. gr.

Að lokinni endurskoðun á ársreikningi bankans skal harm undirritaður of bankastjórn og staðfestur of bankaráði. Hafi bankaráðsmaður fram að færa athugasemdir við ársreikning, skal harm undirritaður með fyrirvara, og koma skal fram, hvers eðlis fyrirvarinn er.

Endurskoðaður reikningur skal lagður fyrir ráðherra til úrskurðar eigi síðar en fjórum mánuðum eftir lok reikningsárs.

Ársreikning skal birta í Stjórnartíðindum og í ársskýrslu Seðlabankans. Mánaðarlegt efnahagsyfirlit skal jafnframt birta í Lögbirtingablaði.

 

59. gr.

Árlega skal helmingur of meðalhagnaði næstliðinna þriggja ára, að frádregnu framlagi í arðsjóð skv. 2, mgr., greiddur í ríkissjóð. Skal við þann útreikning endurmeta hagnað fyrri áranna til verðlags hins þriðja. Greiðsla skal fara fram hinn 1. júní ár hvert.

Árlega skal leggja í arðsjóð a. m. k. jafngildi 40 milljóna króna miðað við verðlag í árslok 1984. Arðsjóður skal ávaxtaður á bestu fáanlegum vaxta- og verðtryggingarkjörum, en helmingur árlegra tekna hans skal renna í Vísindasjóð, sbr. lög um Vísindasjóð.

 

60. gr.

Sérstök endurskoðunardeild skal starfa við bankann undir umsjón bankaráðs. Endur­skoðun hjá Seðlabankanum skal framkvæmd of tveimur skoðunarmönnum, sem Alþingi kýs hlutbundinni kosningu til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar til sama tíma löggiltan endurskoðanda til þess að endurskoða ársreikning bankans, og skal harm haga framkvæmd endurskoðunar svo sem hér segir:

a. Hann skal reglulega karma innra eftirlit bankans. Ef veikleikar finnast á fyrirkomulagi þess, skal bankaráði og bankastjórn skýrt frá þeim skriflega þegar í stað. Jafnframt skal endurskoðandi gera tillögur um úrbætur.

b. Endurskoðun skal framkvæma í samræmi við góða endurskoðunarvenju og í því sambandi gerðar þær kannanir á bókhaldi og öðrum gögnum, sem nauðsynlegar kunna að þykja.

c. Að lokinni endurskoðun skal endurskoðandi í áritun láta í ljósi álit sitt á áreiðanleika ársreiknings Seðlabankans og í henni skal koma fram, að ársreikningurinn sé saminn í samræmi við góða reikningsskilavenju. Auk þess skal endurskoðandi gefa ráðherra og bankaráði skriflega skýrslu um endurskoðunina.

Starfssvið endurskoðanda nær á sama hátt til sjóða, sem starfræktir eru á vegum bankans, nema sérstaklega sé fyrir mælt um endurskoðun þeirra of öðrum aðilum í lögum, reglugerðum eða skipulagsskrám.

 

61. gr.

Endurskoðunardeild bankans skal framkvæma hina daglegu endurskoðun í bankanum. Skal haga starfi deildarinnar þannig, að lokið sé endurskoðun aura daglegra og venjulegra færslna næsta vinnudag eftir að þær hafa farið fram. Forstöðumaður og starfsmenn deildarinnar skulu eingöngu vinna að endurskoðunarstörfum.

 

62. gr.

Allar leiðréttingar eða breytingar á bókum bankans skulu þannig gerðar, að glöggt sjáist, hvað þar hefur staðið upphaflega.


 

IX. KAFLI

Ýmis ákvæði.

63. gr.

Bankaráðsmenn, bankastjórar og allir starfsmenn bankans eru bundnir þagnarskyldu um allt það, er varðar hagi viðskiptaaðila bankans, málefni bankans sjálfs svo og um önnur atriði, sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara skv. lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli málsins, nema dómari úrskurði, að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu, eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Skulu ofangreindir aðilar undirrita heit um að virða þagnarskylduna og að þeir muni gegna störfum sínum fyrir bankann með árvekni og samviskusemi.

Þagnarskyldan helst þótt látið sé of starfi.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er Seðlabankanum heimilt að eiga gagnkvæm upplýsinga­skipti við banka og opinberar stofnanir erlendis, er varða athugun eða mat á fjárhagslegu öryggi innlánsstofnana, opinberra aðila og þeirra aðila annarra, sem bankinn hefur eftirlit með skv. lögum. Komi upp ágreiningur vegna ákvæða þessarar greinar sker ráðherra úr.

 

64. gr.

Bankinn er undanþeginn tekju- og eignarskatti, sbr. lög um tekju- og eignarskatt. Bækur bankans, ávísanir og hvers konar skuldbindingar, sem gefnar eru út of bankanum og í nafni hans, svo og skuldbindingar, sem veita bankanum handveðsrétt, arðmiðar of skuldabréfum bankans og framsöl þeirra, skulu undanþegin stimpilgjaldi.

 

65. gr.

Kvittanir gjaldkera frá bankanum eru því aðeins gildar, að þær séu með stimpli gjaldkera og með eiginhandaráritun hans. Aðrar kvittanir bankans eru því aðeins gildar, að tveir aðilar með undirskriftarheimild skv. ákvæðum 48. gr. undirriti þær.

 

66. gr.

Útskrift úr viðskiptareikningi við bankann er fullkomin sönnun fyrir tilvist skuldar og jafngildir beinni skuldarviðurkenningu.

 

67. gr.

Læsingar á aðalfjárhirslum bankans skulu vera svo gerðar, að þeim verði ekki lokið upp nema með tveimur lyklum, sem ekki eru eins. Auk þess skal hverri aðalfjárhirslu vera lokað með a. m. k. einum talnalás. Einnig skal vera öryggiskerfi á þeim, sem tengist öryggisvakt.

Umgengni í aðalfjárhirslum, meðferð lykla svo og bókun seðla- og mynthreyfinga skal fara fram eftir reglum, sem bankastjórnin setur.

Allir varalyklar skulu geymdir í hirslum, sem tveir mismunandi lyklar ganga að og ekki má ljúka upp nema að viðstöddum einum bankastjóra, aðalféhirði og forstöðumanni endurskoðunardeildar.

 

68. gr.

Starfsmenn bankans mega ekki án leyfis bankastjórnar reka atvinnu né vera umboðs­menn annarra gagnvart bankanum.

 

69. gr.

Starfsmenn skulu ljúka venjulegum daglegum verkefnum, þó að það taki lengri tíma en hinn almenna dagvinnutíma.

Fulltrúar starfsmannafélags eiga rétt á að koma á fundi bankaráðs til þess að ræða málefni starfsmanna.


 

70. gr.

Nú fullnægir innlánsstofnun eða önnur sambærileg stofnun, sem um ræðir í 12. gr., ekki þeirri skyldu að leggja inn á reikning á tilskildum tíma hjá Seðlabankanum þá fjárhæð, sem bankinn hefur úrskurðað bindiskylda skv. ákvæðum 19. gr. og reglum settum skv. þeirri grein, eða innlánsstofnun hlýðir ekki reglum, sem bankinn setur skv. 4. mgr. 19. gr. um lágmark eða meðaltal lauss fjár, og er þá bankastjórn heimilt að ákveða viðurlög, ef þessum atriðum er ekki fullnægt, þ. á m. að krefjast refsivaxta of þeirri fjárhæð, sem á vantar fyrir hvern mánuð og hluta úr mánuði, sem vanskil vara eða skyldu um laust fé er ekki fullnægt. Refsivextirnir geta verið allt að 5% -fimm prósentustigum- hærri á mánuði eða hluta úr mánuði en hæstu almennir vanskilavextir.

 

71. gr.

Nú vanrækir innlánsstofnun eða önnur sambærileg stofnun, sem um ræðir í 12. gr., eða þeir aðilar, sem um ræðir í 44. gr., að láta í té þær upplýsingar, sem bankaeftirlit, hagfræðideild eða aðrar deildir bankans eiga rétt á að fá skv. 30. og 44. gr., eða að hlíta fyrirmælum, sem bankastjórnin setur skv. ákvæðum þessara greina eða annarra ákvæða reglugerðar þessarar, og getur þá ráðherra, að tillögum bankastjórnar, lagt dagsektir á hinn brotlega, uns skyldunni er fullnægt.

 

72. gr.

Komi til þess, að bankastjórnin beiti þeim viðurlögum, sem heimiluð~ eru í 70. og 71. gr., skal stjórn og endurskoðendum þeirrar stofnunar, sem í hlut á, þegar tilkynnt um það, en bankaeftirlitinu ber jafnframt að rannsaka sem fyrst bókhald og eignir stofnunarinnar.

 

73. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt lögum nr. 36 5. maí 1986, um Seðlabanka Íslands, svo og með hliðsjón of ákvæðum 3. mgr. 24. gr. laga nr. 9/1984, um frádrátt of skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, V. kafla laga nr. 27/1986, um verðbréfamiðlun, og e-lið 2. gr. reglna nr. 268/1985, um Verðbréfaþing Íslands, svo og VII. kafla laga nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o. fl., öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð fyrir Seðlabanka Íslands nr. 809 31. desember 1981.

 

Viðskiptaráðuneytið, 14. nóvember 1986.

 

Matthías Bjarnason.

Þórhallur Ásgeirsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica