Viðskiptaráðuneyti

254/2004

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 264/1971 um raforkuvirki, með áorðnum breytingum. - Brottfallin

Stofnreglugerð:

Felld brott með:

1. gr.

Við gr. 1.4.1. Ábyrgðarmaður raforkuvirkja rafveitna bætist við eftirfarandi:

(3) hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði) frá Tækniskóla Íslands eða öðrum viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja, eða

(4) hafa sveinsbréf í rafvirkjun og hafa lokið prófi í meistaranámi rafiðna (sterkstraumssviði) frá viðurkenndum skóla og hafa að auki tveggja ára reynslu að loknu sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu háspennuvirkja.

Ef rafveitan framleiðir og/eða dreifir einungis lágspenntri raforku skal ábyrgðarmaður hennar hafa tveggja ára reynslu að loknu námi/sveinsprófi við störf sem lúta að hönnun og/eða setningu lágspennuvirkja.


2. gr.

Eftirfarandi setning í gr. 1.5.2, Sá sem ábyrgðarmaður gerir að fulltrúa sínum skal a.m.k. uppfylla ákvæði gr. 1.4.7 eða 1.4.9.1, fellur burtu og í hennar stað kemur eftirfarandi:Sá sem ábyrgðarmaður gerir að fulltrúa sínum skal a.m.k. uppfylla ákvæði gr. 1.4.7 - 1.4.9, eftir því sem við á.


3. gr.

Reglugerð þessi um breytingu á reglugerð um raforkuvirki nr. 264 31. desember 1971, með áorðnum breytingum, er sett samkvæmt heimild í 13. gr. laga nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og öðlast þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 4. mars 2004.

F. h. r.
Kristján Skarphéðinsson.
Atli Freyr Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica