Viðskiptaráðuneyti

785/2002

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 139, 28. febrúar 1994 um rennslismæla fyrir kalt vatn. - Brottfallin

1. gr.

Við 2. gr. bætast 3 nýjar málsgreinar er orðist svo:
EA (European cooperation for Accreditation) eru samtök evrópskra ríkja í faggildingum.

Kaldavatnsmælir er rennslismælir fyrir kalt vatn.

WELMEC (European cooperation in legal metrology) eru samtök evrópskra ríkja í lögmælifræði.


2. gr.

Við 3. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo:
Kaldavatnsmæla með rafeindabúnaði er heimilt að setja á markað ef þeir standast kröfur viðauka II, bera gild auðkenni þar að lútandi og eru innsiglaðir.


3. gr.

3. mgr. tl. 3.5 í viðauka orðist svo: Raunveruleg eða sýnileg hæð stafanna skal ekki vera lægri en 4 mm.


4. gr.

Nýr viðauki um rafeindamæla bætist við reglugerðina.


5. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um vog, mál og faggildingu, nr. 100/1992 og öðlast þegar gildi.


Viðskiptaráðuneytinu, 4. nóvember 2002.

Valgerður Sverrisdóttir.
Þorgeir Örlygsson.VIÐAUKI II
1. Rafeindamælar.
Þessi viðauki á aðeins við um kaldavatnsmæla með rafeindabúnaði. Þeir nefnast hér rafeindamælar, en mælar er byggjast á aflfræðilegri virkni, sbr. fyrri viðauka, nefnast hér aflfræðilegir mælar.
 
2. Tæknilegar kröfur.
Rafeindamælar skulu uppfylla sambærilegar kröfur og aflfræðilegir mælar. Til að sýna fram á að rafeindamælir uppfylli tæknilegar kröfur þarf hann að hljóta gerðarviðurkenningu og vera frumsannprófaður í samræmi við kröfur þessa viðauka.
 
3. Gerðarviðurkenning.
Einungis má markaðssetja rafeindamæla hafi Löggildingarstofa veitt þeim innlenda gerðarviðurkenningu. Löggildingarstofu er heimilt að byggja gerðarviðurkenningu á viðurkenningum frá aðildarlöndum WELMEC og á prófunum frá prófunarstofum sem eru faggiltar innan EA til gerðarprófana á rafeindamælum.
 
4. Frumsannprófun.
Við frumsannprófun rafeindamæla skulu mælarnir standast kröfur sambærilegar þeim sem gerðar eru til aflfræðilegra mæla og skal hafa aðferðir EBE um mælifræðilegt eftirlit skv. reglugerð nr. 129/1994 til hliðsjónar. Löggildingarstofu er heimilt að samþykkja frumsannprófanir rafeindamæla frá aðildarlöndum WELMEC. Prófanir unnar af prófunarstofum sem eru faggiltar innan EA til frumsannprófana á rafeindamælum teljast fullgildar.
 
5. Hlutverk Löggildingarstofu.
Löggildingarstofa gefur út gerðarviðurkenningu rafeindamæla samkvæmt 3. tölul.
Löggildingarstofa hefur umsjón með frumsannprófunum innanlands og leggur mat á erlendar frumsannprófanir rafeindamæla samkvæmt 4. tölul. Faggiltar prófunarstofur geta tekið að sér frumsannprófanir í umboði Löggildingarstofu.
Löggildingarstofa sker úr um hvaða kröfur eru gerðar til gerðarviðurkenningar og frumsannprófunar rafeindamæla samkvæmt þessum viðauka. Úrskurði hennar má þó vísa til ráðherra til endanlegrar ákvörðunar, enda sé það gert innan fjögurra vikna frá því að Löggildingarstofa kvað upp úrskurð sinn.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica