Viðskiptaráðuneyti

683/2001

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 673/1996 um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., með síðari breytingum. - Brottfallin

683/2001

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 673/1996 um gjöld fyrir
einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl., með síðari breytingum.

1. gr.

III. og IV. kafli reglugerðarinnar orðast svo:

III. KAFLI
Gjöld fyrir hönnun.
9. gr.

Fyrir umsókn um skráningu á hönnun greiðist:

kr.
a) Grunngjald, birting einnar myndar innifalin
9.500
b) Fyrir hverja hönnun umfram eina í umsókn um samskráningu
4.000
c) Fyrir birtingu hverrar myndar umfram eina
2.500

10. gr.

Fyrir rannsókn skv. 2. mgr. 17. gr. laga um hönnun:

a) Ef krafist er rannsóknar á því hvort tiltekin hönnun sé eins eða svipuð hönnun, sem skráð er hér á landi eða sótt hefur verið um skráningu hér á landi, og hvort hún feli heimildarlaust í sér vörumerki eða heiti á virkri atvinnustarfsemi annars aðila
6.500
b) Ef krafa um rannsókn kemur fram við innlagningu umsóknar
4.500

11. gr.

Gjöld fyrir endurnýjun skv. 24. gr. laga um hönnun:

a) Fyrsta endurnýjunartímabil
12.000
b) Viðbótargjald á fyrsta endurnýjunartímabili fyrir hverja hönnun umfram eina í samskráningu
4.000
c) Síðari endurnýjunartímabil
15.000
d) Viðbótargjald á síðari endurnýjunartímabilum fyrir hverja hönnun umfram eina í samskráningu
6.500

12. gr.
Gjald vegna kröfu um niðurfellingu skráningar skv. 27. gr. laga um hönnun
7.500

13. gr.

Ýmis gjöld vegna hönnunar:

a) Beiðni um innritun nýs eiganda (framsals) eða nytjaleyfis í hönnunarskrá
1.600
b) Útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr hönnunarskrá
550
c) Staðfest útskrift (ljósrit eða tölvuútskrift) úr hönnunarskrá
1.200
d) Endurupptökugjald skv. 3. mgr. 19. gr. laga um hönnun
5.150
e) Endurveitingargjald skv. 48. gr. laga um hönnun
12.850

IV. KAFLI
Gjöld vegna áfrýjunar.

14. gr.

Gjald vegna áfrýjunar, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 17/1991, 63. og 65. gr. laga nr. 45/1997 og 36. gr. laga nr. 46/2001
80.000
Áfrýjunargjald greiðist iðnaðarráðuneyti við afhendingu bréfs um áfrýjun.
Sé máli vísað frá áfrýjunarnefnd eða það vinnst þar skal endurgreiða
60.000


2. gr.
Reglugerð þessi er sett skv. heimild í 68. gr. laga nr. 17/1991 um einkaleyfi, með síðari breytingum, 65. gr. laga nr. 45/1997 um vörumerki, með síðari breytingum, og 53. gr. laga nr. 46/2001 um hönnunarvernd og öðlast gildi 1. október 2001.


Iðnaðarráðuneytinu, 12. september 2001.

Valgerður Sverrisdóttir.
Þorgeir Örlygsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica