Á eftir 1. gr. e bætist við ný grein, 1. gr. f, sem orðast svo:
Með vísan til reglugerðar nr. 230/1997 um breytingu á reglugerð nr. 593/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum, birtist hér sem fylgiskjal reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 3385/94 frá 21. desember 1994 um framsetningu, efni og önnur atriði er varða umsóknir og tilkynningar sem kveðið er á um í reglugerð ráðsins nr. 17 (17/62).
Sú breyting felst í reglugerð þessari að reglugerð nr. 3385/94 verður ekki birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB og er því birt hér í B-deild Stjórnartíðinda sem fylgiskjal.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48 gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.