Viðskiptaráðuneyti

882/2000

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 800 26. október 2000, um góðar starfsvenjur við rannsóknir. - Brottfallin

1. gr.

9. gr. orðist svo:

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 100/1992, um vog, mál og faggildingu. Hún byggir á ákvæðum samnings um Evrópskt efnahagssvæði, sem vísað er til í II. viðauka, XV. kafla, 8. tölul., tilskipun 87/18/EBE um samhæfingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum um beitingu meginreglna varðandi góðar starfsvenjur við rannsóknir og sannprófun á beitingu þeirra vegna prófana á efnum með áorðnum breytingum í tilskipun 99/11/EB og 9. tölul. tilskipunar 88/320/EBE um skoðun og sannprófun á góðum starfsvenjum við rannsóknir ásamt tilskipun 90/18/EBE um aðlögun að tækniframförum í viðauka við tilskipun ráðsins 88/320/EBE með áorðnum breytingum í tilskipun 99/12/EB.

Reglugerðin öðlast gildi við birtingu. Jafnframt er úr gildi felld eldri reglugerð sama efnis nr. 442 31. júlí 1995.

 

2. gr.

Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 11. desember 2000.

 

F. h. r.

Þorgeir Örlygsson.

Atli Freyr Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica