Viðskiptaráðuneyti

616/2000

Reglugerð um ósjálfvirkar vogir. - Brottfallin

I. KAFLI

Gildissvið, markaðssetning og frjálsir flutningar.

1. gr.

Vog er mælitæki til að ákvarða massa hlutar með því að nota þyngdarkraftinn sem verkar á hlutinn. Vog kann einnig að vera notuð til að ákvarða aðrar stærðir, sem tengjast massa, svo sem fjölda, magn, kennistærðir eða eiginleika.

Ósjálfvirk telst vog sem stjórnandi þarf að hafa afskipti af meðan á vigtun stendur.

Þessi reglugerð tekur til allra ósjálfvirkra voga, hér eftir nefndar vogir.

Í þessari reglugerð er gerður munur á tvenns konar notkun voga:

 

1.

a.       Ákvörðun massa fyrir verslunarviðskipti.

b.       Ákvörðun massa fyrir útreikning á tollum, vörugjöldum, skatti, kaupauka eða ágóðahlut, févíti, þóknun, bótum eða greiðslum af slíkum toga.

c.       Ákvörðun massa fyrir beitingu laga eða reglugerða og álit sérfræðinga í dómsmálum.

d.       Ákvörðun massa í lækningastörfum við vigtun sjúklinga vegna eftirlits með heilbrigði, vegna sjúkdómsgreiningar og læknismeðferðar.

e.       Ákvörðun massa vegna lyfjagerðar eftir tilvísun í lyfjabúð og ákvörðun massa vegna greiningar á rannsóknarstofum fyrir læknis- og lyfjafræði.

f.       Ákvörðun verðs á grunni massa vegna beinnar sölu til almennings og vegna gerðar forpakkaðrar vöru.

 

2.Önnur beiting en sú sem talin er upp í 1. tölul. 4. mgr.

 

2. gr.

Stjórnvöld skulu beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að vogir séu ekki settar á markað nema þær standist viðeigandi kröfur þessarar reglugerðar.

Stjórnvöld skulu beita öllum tiltækum ráðum til að tryggja að vogir séu ekki teknar í þá notkun sem um getur í 1. tölul. 4. mgr. 1. gr. nema þær standist viðeigandi kröfur þessarar reglugerðar, þar með taldar reglur um aðferðir við samræmismat sem vísað er til í II. kafla og að þær séu með CE-merkingunum sem kveðið er á um í 10. gr.

 

3. gr.

Vogir, sem hafðar eru til þeirra nota sem um getur í 1. tölul. 4. mgr. 1. gr., skulu standast grunnkröfur sem fram koma í viðauka I.

Nú eru vogir tengdar við eða innihalda tæki, sem ekki eru notuð til þess sem um getur í 1. tölul. 4. mgr. 1. gr., og þurfa þau tæki þá ekki að standast grunnkröfurnar.

 

4. gr.

Ekki er heimilt að hindra markaðssetningu voga sem standast viðkomandi kröfur þessarar reglugerðar.

Ekki er heimilt að hindra að vogir séu teknar í þá notkun sem um getur í 1. tölul. 4. mgr. 1. gr. standist þær viðkomandi kröfur þessarar reglugerðar.

 

5. gr.

Vogir sem eru í samræmi við ÍST EN-45501 teljast vera í samræmi við þær grunnkröfur sem vísað er til í 3. gr. Nota skal þá útgáfu staðalsins sem gilti þegar vog fékk EB-sannprófun.

 

6. gr.

Ef stjórnvöld telja að samhæfðu staðlarnir, sem vísað er til  5. gr., uppfylli ekki að fullu grunnkröfurnar sem um getur í 3. gr. skal vísa málinu ásamt rökstuðningi til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.

 

7. gr.

Ef stjórnvöld komast að þeirri niðurstöðu að vogir með CE-merkingu, sem um getur í 2., 3. og 4. tölul. í viðauka II, standist ekki kröfur þessarar reglugerðar þótt þær séu rétt settar upp og hafðar til þeirra nota sem ráð er fyrir gert skulu þau gera allar viðeigandi ráðstafanir til að taka þessar vogir af markaði eða banna eða takmarka að þær séu teknar í notkun og/eða settar á markað. Tilkynna skal ESA þegar í stað um slíkar ráðstafanir og tilgreina ástæðurnar fyrir ákvörðuninni, einkum hvort ósamræmið sé vegna:1. þess að grunnkröfunum, sem vísað er til í 3. gr., sé ekki fullnægt vegna þess að vogirnar uppfylla ekki staðlana sem vísað er til í  5. gr.,2. þess að stöðlunum, sem vísað er til  í  5. gr., hafi verið beitt á rangan hátt,3. annmarka í sjálfum stöðlunum sem vísað er til  í  5. gr.

Ef vog, sem stenst ekki kröfur, hefur CE-merkingu skal gera viðeigandi ráðstafanir gegn þeim sem hefur fest merkið á og skal tilkynna ESA það.

 

II. KAFLI

Samræmismat.

8. gr.

1. Votta má að vogir séu í samræmi við grunnkröfur, sem koma fram í viðauka I, með annarri af eftirfarandi málsmeðferðum eftir því sem umsækjandi kýs:a. með EB-gerðarprófun, eins og um getur í 1. tölul. í viðauka II og síðan með EB-yfirlýsingu um gerðarsamræmi (ábyrgð á gæðum framleiðslu) eins og um getur í 2. tölul. viðauka II eða EB-sannprófun eins og um getur í 3. tölul. viðauka II. EB-gerðarprófun er þó ekki lögboðin ef um er að ræða vogir sem hafa ekki rafeindabúnað og þar sem ekki er notuð fjöður í álagsskynjara til mótvægis við álag.b. með EB-einingarsannprófun eins og um getur í 4. tölul. viðauka II.2. Skjöl og bréf sem tengjast málsmeðferðinni sem um getur í 1. tölul. skulu vera á íslensku eða tungumáli sem hinn tilnefndi aðili viðurkennir.3.  a. Ef vog fellur undir ákvæði annarra reglugerða sem taka til annarra þátta og kveða einnig á um CE-merkingu á vog gefur þessi merking til kynna að viðkomandi vog telst einnig vera í samræmi við ákvæði þeirra reglugerða.b. Heimili ein eða fleiri þessara reglugerða framleiðanda að velja hvaða fyrirkomulag hann notar á aðlögunartíma sýnir CE-merking að það sé eingöngu í samræmi við ákvæði þeirra reglugerða sem framleiðandi beitir. Í þessu tilviki skulu tilvísanir í þær reglugerðir sem beitt er koma fram í þeim skjölum, auglýsingum eða fyrirmælum sem krafist er í reglugerðum og fylgja slíkum tækjum.

 

9. gr.

Stjórnvöld tilkynna ESA um þá sem þau hafa tilnefnt til að framfylgja reglunum sem um getur í 8. gr. ásamt þeim sérstöku verkefnum sem þessum aðilum hefur verið falið að leysa af hendi. Í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB er birt skrá yfir tilnefnda aðila ásamt kenninúmerum þeirra og verkefnum sem þeim hefur verið úthlutað. ESA sér um að þessi skrá sé uppfærð. Beita skal lágmarksskilyrðum sem mælt er fyrir um í viðauka V þegar aðilar eru valdir. Líta skal svo á að aðilar, sem uppfylla skilyrði samræmdra staðla sem faggildingarsvið Löggildingarstofu tilgreinir, uppfylli skilyrðin sem mælt er fyrir um í viðauka V. Draga skal valið til baka ef aðilinn telst ekki lengur uppfylla skilyrðin sem um getur í 2. mgr. Stjórnvöld skulu án tafar tilkynna ESA það og afturkalla tilnefninguna.

 

III. KAFLI

CE-merking um samræmi og áletranir.

10. gr.

CE-merking um samræmi og aðrar upplýsingar, sem lýst er í 1. lið viðauka IV, skal festa þannig að þær séu greinilegar, læsilegar og varanlegar á vogir sem CE-samræmi hefur verið staðfest fyrir.

Áletranirnar, sem um getur í 2. lið viðauka IV, skal festa þannig að þær séu greinilegar, læsilegar og varanlegar á allar aðrar vogir.

Óleyfilegt er að setja á vog merki sem líklegt er að villi um fyrir þriðja aðila hvað varðar þýðingu og form CE-merkingar. Setja má hvers konar aðrar merkingar á vogina að því tilskildu að þær hindri ekki að CE-merkingin sjáist vel og sé  læsileg.

 

11. gr.

Án þess að draga úr ákvæðum 7. gr. gildir eftirfarandi:1. Sannist að CE-merking sé á vog, sem uppfyllir ekki öll skilyrði til að bera hana, ber framleiðanda eða viðurkenndum fulltrúa hans með staðfestu innan EES skylda til þess að sjá um að endi sé bundinn á brotið og vogin uppfylli öll þau skilyrði um CE-merkingar sem sett eru af stjórnvöldum.2. Sé vogin ekki lagfærð skulu stjórnvöld grípa til allra viðeigandi ráðstafana til að takmarka eða banna markaðssetningu viðkomandi vogar eða tryggja að hún verði innkölluð af markaði í samræmi við ferlið sem mælt er fyrir um í 7. gr.

 

12. gr.

Þegar vog, sem er notuð í þeim tilgangi sem um getur í 1. tölul. 4. mgr. 1. gr., inniheldur eða er tengd við tæki sem hafa ekki fengið samræmismat eins og um getur í 8. gr. skal hvert þessara tækja bera tákn þar sem fram komi takmarkanir á notkun þess eins og tilgreint er í 3. tölul. í viðauka IV. Táknið skal fest á tækin þar sem það er greinilegt, læsilegt og varanlegt.

 

IV. KAFLI

Lokaákvæði.

13. gr.

Stjórnvöld skulu gera allt sem þarf til að tryggja að vog með CE-merkingu, sem vottar samræmi við allar kröfur þessarar reglugerðar, haldi áfram að fullnægja þessum kröfum.

 

14. gr.

Sérhver ákvörðun tekin á grunni þessarar reglugerðar til að hindra að vog sé tekin í notkun skal vandlega rökstudd með tilvísun til reglugerðarinnar. Slíka ákvörðun skal tafarlaust tilkynna viðkomandi aðila ásamt því að fræða hann um þau úrræði sem hann hefur til að leita réttar síns og innan hvaða tímamarka.

 

15. gr.

Markaðssetning og notkun voga er heimil til 1. janúar 2004 ef þær hafa gildar gerðarviðurkenningar útgefnar fyrir 1. janúar 1994 í samræmi við reglur sem þá giltu.

 

V. KAFLI

Gildistaka.

 

16. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 100/1992 um vog, mál og faggildingu og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 27. tölul. IX. kafla II. viðauka tilskipunar 90/384/EBE ásamt síðari breytingu er varð með tilskipun 93/68/EBE frá 22. júlí 1993, um CE-merkingu, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af viðauka II, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og frá sama tíma fellur eldri reglugerð nr. 426/1994, um ósjálfvirkan vogarbúnað, úr gildi.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 18. ágúst 2000.

 

F. h. r.

Þorgeir Örlygsson.

Atli Freyr Guðmundsson.

 

Reglugerð sem fellur brott:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica