Leita
Hreinsa Um leit

Viðskiptaráðuneyti

37/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðskipti með byggingarvörur nr. 431/1994.

1. gr.

Reglugerð um viðskipti með byggingarvörur nr. 431/1994 er með reglugerð þessari breytt þannig að á eftir viðauka IV kemur nýr viðauki, viðauki V, sem orðist svo:

VIÐAUKI V. FLOKKUN BYGGINGARVÖRU MEÐ HLIÐSJÓN AF VIÐBRÖGÐUM VIÐ BRUNA.

1. Þegar byggingarvara er notuð á þann hátt að hún er talin geta tekið þátt í myndun og útbreiðslu elds og reyks í upptakarými, eða á nánar tilgreindu svæði, er varan flokkuð á grundvelli þess hvernig hún bregst við bruna samkvæmt flokkunarkerfi í töflum 1 og 2.

Byggingarvörur skulu metnar í notkunarástandi.

2. Gildissvið töflu 1.

Tafla 1 gildir um eftirfarandi:

- byggingarvörur til nota í veggi og loft, þar með talin yfirborðsklæðning,

- byggingareiningar,

- byggingarvörur sem eru felldar inn í byggingareiningar,

- íhluta fyrir pípulagnir og rásir,

- byggingarvörur fyrir klæðningu á útveggi.

3. Gildissvið töflu 2.

Tafla 2 gildir um gólf og gólfefni.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og með hliðsjón af ákvæðum samnings um Evrópska efnahagsvæðið, sem vísað er til í XXI. kafla, II. viðauka, tilskipunar ráðsins 89/106/EBE, frá 21. desember 1988, um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna um byggingarvörur og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 94/611/EB, frá 9. september 1994, um flokka yfir nothæfi byggingarvara með hliðsjón af viðbrögðum við bruna, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 10. janúar 1996.

F. h. r.
Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica