Leita
Hreinsa Um leit

Viðskiptaráðuneyti

166/1997

Reglugerð um breytingu á reglugerð um viðskipti með byggingarvörur nr. 431/1994, með síðari breytingum.

1. gr.

                Reglugerð um viðskipti með byggingarvörur nr. 431/1994, með síðari breytingum, er með reglugerð þessari breytt þannig að eftir viðauka V koma tveir nýir viðaukar, viðauki VI um sameiginlegar verklagsreglur varðandi umsóknir, gerð og veitingu á evrópsku tæknisamþykki og viðauki VII um staðfestingu á samræmi byggingarvöru.

                Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 42/94 frá 15. desember 1994 skal ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 94/23/EBE frá 17. janúar 1994 um sameiginlegar verklagsreglur varðandi evrópskt tæknisamþykki öðlast gildi hér á landi. Auglýsing nr. 265/1995 þar að lútandi er dagsett 11. apríl 1995. Ákvörðun þessi er hér birt í heild sinni sem viðauki VI.

                Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES nefndarinnar nr. 48/96 frá 27. september 1996 skal ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 95/204/EBE frá 31. maí 1995 um staðfestingu á samræmi byggingarvöru öðlast gildi hér á landi. Ákvörðun þessi er hér birt í heild sinni sem viðauki VII.

 

2. gr.

                Viðauki VI orðist svo:

 

VIÐAUKI VI.

SAMEIGINLEGAR VERKLAGSREGLUR VARÐANDI UMSÓKNIR, GERÐ OG

VEITINGU Á EVRÓPSKU TÆKNISAMÞYKKI.

 

0.             Inngangur.

0.1           Þessar sameiginlegu reglur segja til um hvaða málsmeðferð skuli viðhöfð við umsóknir, gerð og veitingu evrópsks tæknisamþykkis samkvæmt 3. tölul. viðauka II.

0.2           EOTA, Evrópusamtök um tæknisamþykki, eru heildarsamtök þeirra samþykktaraðila sem aðildarríki EES veita leyfi til að gefa út evrópskt tæknisamþykki samkvæmt tilskipuninni.

0.3           Viðskiptaráðuneytið hefur með auglýsingu nr. 265/1995 dags. 11. apríl 1995 tilnefnt Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins sem fulltrúa Íslands í EOTA. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins telst því samþykktaraðili er veitir evrópskt tæknisamþykki hér á landi.

 

1.             Almennar reglur.

1.1           Skrifstofa EOTA færir skrá yfir veitingar á evrópsku tæknisamþykki. Skráin er birt opinberlega minnst einu sinni á ári.

1.2           Tækniráð EOTA skipar nauðsynlegar nefndir til að skipuleggja og samræma veitingu á evrópsku tæknisamþykki.

1.3           Samþykktaraðilar birta opinberlega, hver á sínu tungumáli, yfirlit yfir veitingar á evrópsku tæknisamþykki.

1.4           Vandamál sem koma upp í sambandi við veitingu evrópsks tæknisamþykkis og framkvæmdanefnd EOTA getur ekki leyst verður vísað til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fastanefndar EFTA ríkjanna til úrlausnar.

 

2.             Reglur varðandi umsókn um evrópskt tæknisamþykki.

2.1           Framleiðandi eða fulltrúi með staðfestu í bandalaginu, hér á eftir nefndur ,,umsækjandi", getur sótt um evrópskt tæknisamþykki. Fulltrúinn verður að hafa sérstakt umboð frá framleiðanda til að koma fram fyrir hans hönd.

2.2           Umsókn skal senda þar til bærum EOTA-aðila á viðkomandi svæði; óleyfilegt er að senda umsókn um sömu vöru til fleiri en eins aðila.

2.3           Við umsókn samkvæmt þessari reglu heimilar umsækjandi samþykktaraðila, sem hann leitaði til, að greina ESA og fastanefnd EFTA ríkjanna, öðrum EOTA-aðilum og skrifstofu EOTA frá efni umsóknarinnar.

2.4           Áður en umsækjandi leggur inn umsókn skal hann, ef hann óskar þess og hefur skilað inn þeim gögnum sem samþykktaraðili fer fram á, fá upplýsingar um eftirfarandi:

                -               hvernig samþykki er afgreitt,

                -               hversu langan tíma talið sé að þurfi til að afgreiða umsókn fyrir tiltekna vöru,

                -               hver sé áætlaður kostnaður við afgreiðslu umsóknar og hvernig beri að greiða       hann.

                Ef vörusviðið hefur ekki verið viðurkennt sem heppilegt fyrir evrópskt tæknisamþykki, eða ef varan víkur verulega frá samræmdum stöðlum eða viðurkenndum landsstöðlum, þá skulu ofangreindar upplýsingar aðeins veittar umsækjanda eftir að ákvörðun um möguleika á evrópsku tæknisamþykki hefur verið tekin samkvæmt málsmeðferðinni í lið 3.2. Umsækjanda verður greint frá ákvörðuninni.

2.5           Umsókn skal lögð fram á stöðluðu eyðublaði (sjá fylgiskjal 1) á tungumáli aðildarríkisins þar sem samþykktaraðilinn er, nema hann leyfi annað.

2.6           Umsókninni skal fylgja lýsing á byggingarvörunni, skilgreiningar, teikningar og prófunarskýrslur með nákvæmri greinargerð um vöruna og til hvers á að nota hana.

2.7           Í umsókninni skal umsækjandi tilgreina alla framleiðslustaði. Hann verður að sjá til þess að samþykktaraðilinn eða fulltrúar hennar geti skoðað þá á vinnutíma með hliðsjón af veitingu evrópsks tæknisamþykkis.

2.8           Samþykktaraðilinn skal innan tveggja mánaða staðfesta móttöku umsóknar og staðfesta að afgreiðsla hefjist (sjá staðlað eyðublað, fylgiskjal 2).

                Ef umsókn er hafnað verður samþykktaraðili að rökstyðja það. Umsækjandi getur þá vísað málinu til annars samþykktaraðila.

2.9           Samþykktaraðili skal upplýsa umsækjanda um það hvaða skjöl, prófniðurstöður, útreikninga o.s.frv. hann þarf að leggja fram svo unnt sé að meta hvort varan henti til áætlaðra nota.

                Umsækjanda er skylt að útvega samþykktaraðila nauðsynleg gögn og aðstoða hann við matið.

2.10         EOTA-aðilar skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja leynd viðkvæmra trúnaðarupplýsinga sem þeir fá í hendur vegna starfs síns.

2.11         Umsækjandi verður að staðfesta, með bindandi hætti samkvæmt lögum, að hann muni greiða allan kostnað í tengslum við afgreiðslu umsóknar og vegna tilheyrandi fylgiskjala í samræmi við landslög.

2.12         Ef umsækjandi sinnir ekki skyldum sínum eins og segir í þessu skjali, þá getur samþykktaraðili ógilt umsókn eftir vissan tíma.

 

3.             Reglur varðandi veitingu á evrópsku tæknisamþykki.

3.0           Evrópska tæknisamþykkið varðar einungis þá eiginleika vöru sem tengjast grunnkröfunum í viðauka I. CE-merkingin snertir aðeins þessi atriði.

                Ef aðrir eiginleikar eru metnir skal því mati haldið skýrt aðgreindu frá mati á grunnkröfum, eftir samkomulag milli meðlima EOTA. Slíkt mat er frjálst.

                Uppsetning evrópsks tæknisamþykkis skal svara til ,,almennrar fyrirmyndar" sem ESA og fastanefnd EFTA ríkjanna samþykkja.

3.1           Veiting evrópsks tæknisamþykkis á grundvelli viðmiðunarreglna um evrópskt tæknisamþykki (sbr. 1. mgr. 10. gr.).

3.1.1        Inntak og form evrópsks tæknisamþykkis skal samsvara viðeigandi viðmiðunarreglum um evrópskt tæknisamþykki.

3.1.2        Samþykktaraðili sem veitir evrópskt tæknisamþykki sendir það:

                -               öllum öðrum EOTA-aðilum,

                -               aðalskrifstofunni og sendir hún afrit til ESA og fastanefndar EFTA ríkjanna.

3.1.3        Á aðlögunartíma, sem EOTA ákveður fyrir sérhverjar viðmiðunarreglur um evrópskt tæknisamþykki til að tryggja að samþykki sé sambærilegt milli samþykktaraðila, er uppkast að evrópsku tæknisamþykki, ásamt fylgiskjölum (prófniðurstöðum), lagt fyrir viðkomandi EOTA-aðila til skoðunar.

3.1.4        Ef ESA eða fastanefnd EFTA ríkjanna finnur, eftir álitsgerð fastanefndar um byggingarmál, galla í veittu evrópsku tæknisamþykki sem á rætur í gölluðum viðmiðunarreglum um evrópskt tæknisamþykki, þá má samþykktaraðilinn ekki veita oftar evrópskt tæknisamþykki á grundvelli þeirra viðmiðunarreglna.

3.2           Veiting evrópsks tæknisamþykkis án þess að viðmiðunarreglur um evrópskt tæknisamþykki séu til (sbr. 2. mgr. 10. gr.)

3.2.1        Inntak og form evrópsks tæknisamþykkis skal samþykkt af fastanefnd EFTA ríkjanna.

3.2.2        Samþykktaraðili, er fær fyrirspurn samkvæmt lið 2.4 eða umsókn um evrópskt tæknisamþykki fyrir vöru af tegund sem hefur ekki verið sótt um fyrir áður, skal fyrst ráðfæra sig við tækniráð EOTA um það hvort veita megi evrópskt tæknisamþykki fyrir þá vöru að öllu jöfnu og fylgja tiltekinni málsmeðferð við samræmismatið.

                Ef samstaða næst innan tækniráðs EOTA um umsóknir samkvæmt 1. tölul. 9. gr. eru nauðsynlegar upplýsingar sendar með samþykki formanns EOTA til ESA og fastanefndar EFTA ríkjanna til að fá leyfi til að veita evrópskt tæknisamþykki. Ef samstaða næst ekki innan tækniráðs EOTA er málinu vísað til framkvæmdanefndar EOTA sem ákveður hvort leggja skuli það fyrir ESA og fastanefnd EFTA ríkjanna.

                Við umsóknir um evrópskt tæknisamþykki samkvæmt 2. tölul. 9. gr. mun ESA og fastanefnd EFTA ríkjanna ákveða, á grundvelli mats EOTA og viðeigandi upplýsinga, hvort vara af tegund, sem samræmdir staðlar eða viðurkenndir landsstaðlar ná til, víkur verulega frá þeim og hvort veita megi evrópskt tæknisamþykki.

3.2.3        Ef samkomulag næst samkvæmt lið 3.2.2 skal samþykktaraðili sem fær umsókn ráðfæra sig við aðra EOTA-aðila og gera grein fyrir því hvernig hann hyggst afgreiða umsóknina, meðal annars hvað snertir prófáætlun, kröfur um skil og hvernig samræmisvottun fer fram.

                Samþykktaraðilinn skal taka tillit til athugasemda hinna EOTA-aðilanna.

3.2.4        Ef umsókn um evrópskt tæknisamþykki er fyrir vöru af tegund sem málsmeðferðin í lið 3.2.3 gildir um, þá verður tæknisamþykkið að byggjast á þeirri málsmeðferð.

3.2.5        Áður en samþykktaraðili veitir evrópskt tæknisamþykki sendir hann uppkast að því ásamt gögnum umsækjanda til viðkomandi EOTA-aðila og til aðalskrifstofunnar og skulu þær svara innan tveggja mánaða.

                Samþykktaraðili veitir evrópskt tæknisamþykki þegar allir viðkomandi EOTA-aðilar hafa skriflega lýst sig sammála því með hliðsjón af 3. tölul. í viðauka II.

                Evrópsku tæknisamþykki er dreift í samræmi við lið 3.1.2.

                Ef ekki tekst að leysa vandamál eru þau sett á dagskrá hjá tækniráðinu.

                Ef samstaða næst innan tækniráðsins veitir samþykktaraðilinn evrópskt tæknisamþykki.

                Ef samstaða næst ekki er málið sett á dagskrá hjá framkvæmdanefnd EOTA og tekur hún ákvörðun um frekari aðgerðir.

                Ef samstaða næst ekki innan framkvæmdanefndar EOTA skal málinu vísað til fastanefndar um byggingarmál í gegnum ESA og fastanefnd EFTA ríkjanna.

 

4.             Afturköllun á evrópsku tæknisamþykki.

4.1           Samþykktaraðili skal afturkalla evrópskt tæknisamþykki ef ESA og fastanefnd EFTA ríkjanna hefur sent tilkynningar um að það uppfylli ekki grunnkröfur.

4.2           Samþykktaraðili skal greina öðrum EOTA-aðilum og aðalskrifstofunni frá afturkölluninni. Aðalskrifstofan kemur boðum til ESA og fastanefndar EFTA ríkjanna.

 

5.             Breyting á evrópsku tæknisamþykki.

5.1.          Sækja skal um breytingu á evrópsku tæknisamþykki á sama hátt og sótt var um það. Umsóknin skal send samþykktaraðila sem veitti upphaflega samþykkið.

5.2           Ákvæðin í liðum 3.1 og 3.2 gilda í þessu sambandi: Afgreiðsla umsóknarinnar nær aðeins til þeirra atriða sem snerta breytinguna beint.

5.3           Veitt er nýtt evrópskt tæknisamþykki sem kemur í stað hins gamla.

 

6.             Framlenging gildistíma.

6.1           Í samræmi við 4. mgr. 10. gr. má framlengja gildistíma tæknisamþykkis (almennt) um fimm ár, að því tilskildu að ESA og fastanefnd EFTA ríkjanna hafi ekki tilkynnt viðkomandi samþykktaraðilum og/eða EOTA að skilyrði sem upphaflega samþykkið hvíldi á hafi breyst. Umsóknir skulu vera skriflegar og berast samþykktaraðila í síðasta lagi sex mánuðum áður en gildistíminn rennur út.

                Ákvæðin í liðum 3.1 og 3.2 gilda í þessu sambandi.

6.2           Umsókn um framlengingu skulu fylgja tilskilin tæknileg gögn samkvæmt viðmiðunarreglum um framlengingu evrópsks tæknisamþykkis. Ef slíkar viðmiðunarreglur eru ekki til mun samþykktaraðili, að höfðu samráði við EOTA-aðila, kynna umsækjanda hvaða tæknilegu gögn hann þarf að leggja fram.

6.3           Slíkar framlengingar eru á ábyrgð þess EOTA-aðila sem veitir þær og afgreiðslan á að vera eins ítarleg og við upphaflega matið.

 

Fylgiskjal 1

 

Umsókn um evrópskt tæknisamþykki

 

1.             Umsóknin er send til:

                (Heiti tilnefnds samþykktaraðila).

 

2.             Umsækjandi:

                (Framleiðandi eða löglegur fulltrúi hans með staðfestu á EES-svæðinu; ef umsókn er lögð fram af fulltrúa með staðfestu á EES-svæðinu þarf umboð framleiðanda að fylgja með).

 

3.             Byggingarvörutegund:

 

4.             Vörumerki eins og það verður í tæknisamþykkinu:

 

5.             Skilgreining á byggingarvörunni og áætluð notkun:

                (Fylgiskjöl skal senda með umsókninni, sbr. lið 2.6).

 

6.             Framleiðslustaðir þar sem byggingarvaran verður framleidd:

 

7.             Yfirlýsing umsækjanda:

 

                Ég lýsi yfir hér með (krossið í viðeigandi reit)

 

                [ ]            ---            að ég hef ekki sótt um evrópskt tæknisamþykki fyrir byggingarvöru sem um getur í liðum 3 og 4 til annars EOTA-aðila,

               

                [ ]            ---            að ég hef sótt um evrópskt tæknisamþykki fyrir byggingarvöru sem um getur í liðum 3 og 4 til

 

......................................................................................................

(nafn hins EOTA-aðilans)

 

                                Sú umsókn var ekki samþykkt.          

 

 

............................................................    .........................................................

                                (staður og stund)         (lögleg undirskrift)

 

 

Fylgiskjal 2

 

(Nafn og heimilisfang viðurkennds samþykktaraðila)

 

Staðfesting á móttöku umsóknar um

veitingu evrópsks tæknisamþykkis

 

1.             Umsóknin sem er send af

                ....................................................................................................................................

                ....................................................................................................................................

 

                og dagsett .......................................................................

                                (dagsetning umsóknar)

 

                um evrópskt tæknisamþykki fyrir byggingarvöru

 

                ....................................................................................................................................

                (sbr. liði 3 og 4 í umsókninni)

 

                er hér með samþykkt og afgreiðsla umsóknarinnar hafin.

 

2.             Afgreiðsla umsóknarinnar fær eftirfarandi tilvísunarnúmer:

 

                ....................................................................................................................................

 

3.             Afgreiðslan byggist á:

                ---            eftirfarandi ákvæðum:

                                ..............................................................................................................................

                                (ákvæði sem hafa verið tekin upp í innlenda löggjöf vegna tilskipunar um byggingarvörur, 89/106/EBE)

                ---            sameiginlegum verklagsreglum um umsóknir, gerð og veitingu evrópsks tæknisamþykkis,

                ---            (viðeigandi ákvæðum samþykktaraðila, samþykktum, samningstextum eða því um líku, þar sem þess er krafist).

 

4.             Kostnaður við afgreiðslu umsóknarinnar er ákveðinn á grundvelli:

                ....................................................................................................................................

                ....................................................................................................................................

                ....................................................................................................................................

                (taxtar, lagaákvæði eða önnur ákvæði sem gilda um samþykktaraðilann (með tilvísun))

 

                ..............................................  ........................................................

                                (staður og stund)         (lögleg undirskrift)

 

3. gr.

                Viðauki VII orðist svo:

VIÐAUKI VII.

STAÐFESTING Á SAMRÆMI BYGGINGARVÖRU.

1. HLUTI

                Í samræmi við 12. gr. er staðfesting á samræmi vöru háð því hvort:

i.              framleiðandinn hafi innra eftirlitskerfi, þ.e. framleiðslustýrikerfi sem framleiðandinn ber ábyrgð á, eða

ii.             fyrir tilteknar vörur, sé auk þess þörf á að samþykkt vottunarstofa hafi eftirlit með kerfinu eða vörunni sjálfri, sé svo mælt fyrir í viðeigandi tækniákvæðum fyrir þær vörur.

                Tilgreina verður valið milli aðferðanna tveggja í samræmi við viðauka III og með hliðsjón af 1. - 4. tölul. 13. gr.

                Aðferðin sem tiltekin er í 1. tölul. 12. gr. svarar til kerfanna í b-lið 2. liðar í viðauka III, fyrsta kosts án samfellds eftirlits, svo og annars og þriðja kosts.

                Aðferðin sem tiltekin er í 2. tölul. 12. gr. svarar til kerfanna í a-lið 2. liðar og b-lið 2. liðar, fyrsta kosts með samfelldu eftirliti.

 

1.             Vörur á ábyrgð framleiðenda.

                Staðfesta skal samræmi eftirfarandi vara og vöruflokka með aðferð þar sem framleiðandi ber einn ábyrgð á framleiðslustýrikerfi sem tryggir að varan sé í samræmi við viðeigandi tækniákvæði.

-               Forsteyptar byggingarvörur úr steinsteypu til notkunar í léttum burðarvirkjum eða í annað en burðarvirki (svo sem girðingar, greinikassar fyrir fjarskipti, aðrir litlir greinikassar og klæðningareiningar). Hugtakið "til notkunar í léttum burðarvirkjum" vísar til burðarvirkja sem eiga ekki að valda hruni mannvirkis né hluta þess, óviðunandi formbreytingum eða meiðslum á fólki þótt þau gefi sig.

-               Varmaeinangrandi efni, sem flokkast í brunaviðbragðaflokka A, B eða C og eru þeim eiginleikum gædd að nothæfi þeirra með tilliti til bruna breytist ekki í framleiðsluferlinu, og varmaeinangrandi efni í flokkum D, E eða F. Viðbrögð við bruna eru metin með tilliti til flokka (svokallaðra Evró-flokka) og stiga, sem fastsett eru í viðauka V.

-               Hurðir, gluggar, hlið, hlerar og skyldar vörur, nema drifnar hurðir, hlið og brunaþolnar hurðir og gluggar ásamt tilheyrandi búnaði, að neyðarbúnaði meðtöldum.

-               Himnur og dúkar til ýmissa nota í byggingum að undanskildum þeim sem getið er um í 2. lið hér á eftir (þar með talin rakavarnarlög).

 

2.             Vörur eða framleiðslukerfi sem vottunarstofa þarf að meta og hafa eftirlit með.

                Staðfesta skal samræmi eftirfarandi vara með aðferð þar sem gert er ráð fyrir þátttöku viðurkenndrar vottunarstofu við mat og eftirlit með framleiðslustýringunni eða vörunni sjálfri auk framleiðslustýringarkerfis framleiðanda.

-               Forsteyptar steypuvörur til notkunar í burðarvirkjum (einkum forspenntar holplötur, staurar og möstur, niðurrekstrarstaurar, loftaplötur, loftaplötur með tengigrindum, holbitaeiningar, rifjaplötur, ílangar burðareiningar (bitar og súlur), burðarveggjaeiningar, stoðveggjaeiningar, þakeiningar, síló, stigar, brúargólfseiningar og stórir holkassar.

-               Varmaeinangrandi efni með brunaeiginleika sem geta tekið breytingum meðan á framleiðsluferli stendur og flokkast í brunaviðbragðaflokka A, B eða C.

-               Drifnar hurðir, hlið ásamt brunaþolnum hurðum og gluggum, svo og viðeigandi búnaður, þar með talinn neyðarbúnaður.

-               Himnur og dúkar sem geta orðið fyrir eldi á notkunarstað (undirlagsklæðningar á þök, þakklæðningar og rakavarnarlög).

 

3.             Aðferð til staðfestingar á samræmi.

                Í stöðlunarumboðum skal tiltaka hvaða aðferð skuli nota til að staðfesta samræmi. Það skal vera samkvæmt eftirfarandi:

 

Vöruflokkur: Varmaeinangrandi byggingarvörur (1/1).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Allar varmaeinangrandi vörur framleiddar í verksmiðju og mótaðar á staðnum.

Áformuð not:        Öll notkunarsvið.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

                                A - B - C 1)

                                1. kerfi 3)

                                A - B - C 2)

                                3. kerfi 4)

                                D - E - F

                                4. kerfi 5)

 

                        1)             Efni sem hafa þá eiginleika að hætt er við að nothæfi þeirra með tilliti til bruna breytist í framleiðsluferlinu (yfirleitt er um að ræða efni sem framleidd eru úr eldfimum hráefnum).

                        2)              Efni sem hafa þá eiginleika að nothæfi þeirra með tilliti til bruna breytist ekki í framleiðsluferlinu (yfirleitt er um að ræða efni sem framleidd eru úr eldtraustum hráefnum).

                        3)              1. kerfi: Sjá a-lið 2. tölul. í viðauka III, án úttektarprófunar á sýnum.

                        4)              3. kerfi: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, annan kost.

                        5)              4. kerfi: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, þriðja kost.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi og 3. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sem framleiðandi skal óska eftir þegar um 3. kerfi er að ræða) (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 21a:       eiginleika Evró-flokka með tilliti til viðbragða við bruna eins og fram kemur í viðauka V.

 

Vöruflokkur: Hurðir, gluggar, hlerar, hlið og tilheyrandi búnaður (1/3).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1                           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Brunaþolnir gluggar, hurðir og tilheyrandi innbyggður búnaður.

Áformuð not:        Skipting í brunahólf.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

                                Allir flokkar

                                1. kerfi 1)

 

 

 

                        1)              1. kerfi: Sjá a-lið 2. tölul. í viðauka III, án úttektarprófunar á sýnum.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 22b:      heilleika E,

                - 22c:       einangrun I,

                - 22f:       reykútbreyðslu S,

                - 23a:       sjálfvirka lokun C,

                - 23b:      sleppigetu (aðeins fyrir tilheyrandi búnað).

 

Vöruflokkur: Hurðir, gluggar, hlerar, hlið og tilheyrandi búnaður (2/3).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1                           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Drifnar hurðir og hlið.

Áformuð not:        Hvaðeina.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                1. kerfi 1)

 

 

 

                        1)              1. kerfi: Sjá a-lið 2. tölul. í viðauka III, án úttektarprófunar á sýnum.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gergerð að einnig sé unnt að nota hana, þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi og 3. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sem framleiðandi skal óska eftir þegar um 3. kerfi er að ræða) (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 21a:       eiginleika Evró-flokka með tilliti til viðbragða við bruna eins og fram kemur í viðauka V.

 

Vöruflokkur: Hurðir, gluggar, hlerar, hlið og tilheyrandi búnaður (1/3).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1                           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Brunaþolnir gluggar, hurðir og tilheyrandi innbyggður búnaður.

Áformuð not:        Skipting í brunahólf.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

                                Allir flokkar

                                1. kerfi 1)

 

 

 

                        1)              1. kerfi: Sjá a-lið 2. tölul. í viðauka III, án úttektarprófunar á sýnum.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 22b:      heilleika E,

                - 22c:       einangrun I,

                - 22f:       reykútbreyðslu S,

                - 23a:       sjálfvirka lokun C,

                - 23b:      sleppigetu (aðeins fyrir tilheyrandi búnað).

 

Vöruflokkur: Hurðir, gluggar, hlerar, hlið og tilheyrandi búnaður (2/3).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1                           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Drifnar hurðir og hlið.

Áformuð not:        Hvaðeina.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                1. kerfi 1)

 

 

 

                        1)              1. kerfi: Sjá a-lið 2. tölul. í viðauka III, án úttektarprófunar á sýnum.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) takmarkast við eftirfarandi eiginleika:

                - 23a:       sjálfvirka lokun C.

 

Vöruflokkur: Hurðir, gluggar, hlerar, hlið og tilheyrandi búnaður (3/3).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1                           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Allar aðrar gerðir hurða og glugga.

Áformuð not:        Allt annað.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                3. kerfi 1)

 

 

 

                        1)              3. kerfi: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, annan kost.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila sem framleiðandi skal óska eftir (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) takmarkast við eftirfarandi eiginleika:

                - 33a:       vatnsheldni,

                - 34f:       losunarhraða hættulegra efna (aðeins fyrir áhrif innandyra),

                - 43g:      mótstöðu gegn vindálagi,

                - 51b:      einangrunarstuðul fyrir hljóð sem berast beint um loft (aðeins notað þar sem gerðar eru kröfur um hljóðtæknilega eiginleika),

                - 61a:       varmaviðnám,

                - 61b:      loftþéttleika.

 

Vöruflokkur: Himnur og dúkar (1/5).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Rakavarnarlög.

Áformuð not:        Við rakavörn gólfa í húsum og kjallaraveggja og kjallaragólfa.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                3. kerfi 1)

 

 

 

                        1)              3. kerfi: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, annan kost.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila sem framleiðandi skal óska eftir (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) takmarkast við eftirfarandi eiginleika:

                - 33a:       vatnsheldni.

 

Vöruflokkur: Himnur og dúkar (2/5).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Rakavarnarlög.

Áformuð not:        Múrvirki.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                3. kerfi 1)

 

 

 

                        1)              3. kerfi: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, annan kost.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila sem framleiðandi skal óska eftir (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) takmarkast við eftirfarandi eiginleika:

                - 33a:       vatnsheldni.

 

Vöruflokkur: Himnur og dúkar (3/5).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Þakundirlög.

Áformuð not:        Notuð þar sem byggingarvaran gæti orðið fyrir brunaáraun.

                                Þakundirlög til allra annarra nota skal staðfesta skv. 3. kerfi 1).

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

                                A - B - C

                                1. kerfi 2)

                                D - E

                                Kerfi 2+ 3)

 

 

 

                        1)                     3. kerfi: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, annan kost.

                        2)              1. kerfi: Sjá a-lið 2. tölul. í viðauka III, án úttektarprófunar á sýnum.

                        3)              Kerfi 2+: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, fyrsta kost, ásamt vottun framleiðslustýringar verksmiðjunnar þar sem samþykktur aðili annast stöðugt eftirlit, mat og samþykki.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila sem framleiðandi skal óska eftir (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 21a:       eiginleikar Evró-flokka með tilliti til viðbragða við bruna eins og fram        kemur í viðauka V.

2.3           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 33a:       vatnsheldni.

 

Vöruflokkur: Himnur og dúkar (4/5).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Þakklæðningar.

Áformuð not:        Í þök.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                Kerfi 2+ 1)

 

 

 

                        1)              Kerfi 2+: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, fyrsta kost, ásamt vottun á framleiðslustýringu verksmiðjunnar þar sem samþykktur aðili annast stöðugt eftirlit, mat og samþykki.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

 

Vöruflokkur: Himnur og dúkar (5/5).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Rakavarnarlög.

Áformuð not:        Notuð þar sem byggingarvaran gæti orðið fyrir brunaáraun.

                                Rakavarnarlög til allra annarra nota skal staðfesta skv. 3. kerfi 1).

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

                A - B - C

                                1. kerfi 2)

                D - E

                                Kerfi 2+ 3)

 

 

 

                        1)                     3. kerfi: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, annan kost.

                        2)              1. kerfi: Sjá a-lið 2. tölul. í viðauka III, án úttektarprófunar á sýnum.

                        3)              Kerfi 2+: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, fyrsta kost, ásamt vottun framleiðslustýringar verksmiðjunnar þar sem samþykktur aðili annast stöðugt eftirlit, mat og samþykki.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

2.2           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 21a:       eiginleikar Evró-flokka með tilliti til viðbragða við bruna eins og fram        kemur í viðauka V.

2.3           Að því er varðar vörur sem falla undir 1. kerfi takmarkast frumgerðarprófun vörunnar af hálfu samþykkts aðila (sjá a-lið 1. tölul. í viðauka III) við eftirfarandi eiginleika:

                - 33b:      vatnsþéttleiki.

 

Vöruflokkur: Forsteyptar steypuvörur: venjulegar, léttar,

gufusæfðar - loftblandaðar (1/2).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur: Forsteyptar steypuvörur.

Áformuð not: Í burðarvirki.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                Kerfi 2+ 1)

 

 

 

                        1)              Kerfi 2+: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, fyrsta kost, ásamt vottun á framleiðslustýringu verksmiðjunnar þar sem samþykktur aðili annast stöðugt eftirlit, mat og samþykki.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

 

Vöruflokkur: Forsteyptar steypuvörur: venjulegar, léttar,

gufusæfðar - loftblandaðar (2/2).

1.             Kerfi til staðfestingar á samræmi.

1.1           Fyrir þær byggingarvörur og þau áformuðu not sem getið er um hér á eftir eru Staðlasamtök (CEN)/Rafstaðlasamtök (CENELEC) Evrópu beðin að tilgreina eftirfarandi kerfi til staðfestingar á samræmi í viðeigandi samhæfðum stöðlum:

Vöruflokkur:        Forsteyptar steypuvörur.

Áformuð not:        Í létt burðarvirki eða annað en burðarvirki.

 

                Stig eða flokkur

Kerfi til staðfestingar á samræmi

 

 

 

                                Kerfi 4 1)

 

 

 

                        1)              Kerfi 4: Sjá b-lið 2. tölul. í viðauka III, þriðja kost.

 

2.             Skilyrði sem Staðlasamtök Evrópu (CEN) skulu nota þegar mælt er fyrir um kerfi til staðfestingar á samræmi.

2.1           Forskriftin fyrir kerfið skal þannig úr garði gerð að einnig sé unnt að nota hana, jafnvel þótt ekki þurfi að ákvarða nothæfi með tilliti til ákveðins eiginleika, hafi minnst eitt aðildarríki ekki sett nein lagaákvæði um viðkomandi eiginleika (þegar kröfuflokkar fyrir vörur eru skilgreindir, þá er skylt að hafa einn flokk "engin ákvæði um nothæfi", ef eitt aðildarríki hefur engar kröfur á því sviði). Í slíkum tilvikum má ekki skuldbinda framleiðandann til að sannreyna þennan eiginleika óski hann ekki eftir því að tilgreina nothæfi vörunnar í þeim efnum.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett með stoð í 27. gr. laga nr. 134/1995 um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og með hliðsjón af ákvæði samnings um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í XXI. kafla, II. viðauka, tilskipunar ráðsins 89/106/EBE, frá 21. desember 1988, um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna um byggingarvörur, og tilskipunar ráðsins 93/68/EBE, frá 22. júlí 1993 um breytingar á tilskipun um byggingarvörur, með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi 3. tölul. auglýsingar nr. 265/1995 frá 11. apríl 1995 um sameiginlegar verklagsreglur varðandi evrópskt tæknisamþykki.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 21. febrúar 1997.

 

F. h. r.

Halldór J. Kristjánsson.

Sveinn Þorgrímsson.

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica