Viðskiptaráðuneyti

677/1996

Reglugerð um breytingu á reglugerð um ársreikninga og samstæðureikninga líftryggingafélaga, nr. 612/1996. - Brottfallin

1. gr.

                7. mgr. 27. gr. orðast svo:

                Undir lið 3.3.5 Önnur útlán skal færa útlán önnur en þau sem falla undir lið 3.3.4. Hér skal færa útlán sem veitt eru með veði í líftryggingum hjá félaginu allt að endurkaupsverði. Heildarfjárhæða þeirra skal getið í skýringum. Útlán með veði í líftryggingum sem einnig eru veitt með öðru veði skulu færð undir lið 3.3.4. Nemi þessi liður verulegri fjárhæð skal gerð nánari grein fyrir honum í skýringum.

 

2. gr.

                2. og 3. mgr. 53. gr. verða ein málsgrein, 2. mgr.:

                Heimilt er að beita öðrum viðurkenndum tölfræðilegum reglum við mat iðgjaldaskuldarinnar, megi vænta þess að þær gefi hliðstæðar niðurstöður og einstaklingsbundið mat. Í því tilviki skal meginforsendna getið í skýringum.

 

3. gr.

                75. gr. orðast svo:

                Bókfærð iðgjöld félagsins í líftryggingum skal sundurliða á frumtryggingar og endurtryggingar nemi iðgjöld endurtrygginga 10% eða meira af bókfærðum iðgjöldum samanlagt.

                Greina skal frá skiptingu bókfærðra iðgjalda frumtrygginga í flokka sem hér segir:

1.1           Einstaklingsbundnar líftryggingar.

1.2           Hóplíftryggingar.

2.1           Líftryggingar þegar iðgjöld eru greidd í eitt skipti fyrir öll.

2.2           Líftryggingar þegar iðgjöld eru greidd með öðrum hætti.

3.1           Líftryggingar án ágóðahlutdeildar.

3.2           Líftryggingar með ágóðahlutdeild.

3.3           Líftryggingar með fjárfestingaráhættu líftryggingataka.

                Ekki er gerð krafa um að greint sé frá skiptingu á undirliði 1, 2 eða 3 nema bókfærð iðgjöld í hverjum flokki fyrir sig fari yfir 10% bókfærðra iðgjalda í frumtryggingum samanlagt.

 

4. gr.

                Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. mgr. 44. gr. l. nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi. Öðlast hún þegar gildi og kemur í fyrsta sinn til framkvæmda við gerð ársreiknings fyrir árið 1996.

 

Viðskiptaráðuneytinu, 27. desember 1996.

 

Finnur Ingólfsson.

Halldór J. Kristjánsson.

 

 

 

 

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica