Viðskiptaráðuneyti

550/1989

Reglugerð um varðveislu verðbréfa verðbréfasjóða - Brottfallin

1. gr.

Verðbréf verðbréfasjóða skulu geymd á öruggum stað í eldtraustu öryggishólfi sem er á svæði stærra öryggiskerfis.

 

2. gr.

Verðbréfafyrirtækjum, sem annast rekstur verðbréfasjóða, er heimilt að fela viðskiptabanka eða sparisjóði gæslu verðbréfa viðkomandi sjóðs, enda sé öryggisgæsla ekki lakari en kveðið er á um í 1. gr.

 

3. gr.

Bókhalds- og skráningargögn verðbréfasjóða skulu varðveitt í eldtraustu öryggishólfi. Afrit þessara gagna skulu geymd á öðrum tryggum stað.

 

4. gr.

Aðgangur að verðbréfum og bókhalds- og skráningargögnum verðbréfasjóða skal takmarkaður við þá starfsmenn verðbréfafyrirtækis, sem annast rekstur viðkomandi verðbréfasjóðs, endurskoðendur þess og endurskoðendur verðbréfasjóðs.

Ákvæði 1. mgr. raska í engu heimildum bankaeftirlits Seðlabanka Íslands til aðgangs að gögnum og upplýsingum hjá verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum og endurskoðendum þeirra, sbr. 1. nr. 20/1989.

 

5. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 25. gr. laga nr. 20/1989, öðlast þegar gildi.

 

Viðskiptaráðuneytið, 22. nóvember 1989.

 

Jón Sigurðsson.

Björn Friðfinnsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica