Viðskiptaráðuneyti

132/1994

Reglugerð um tilgreint magn og rými sem leyfilegt er fyrir forpakkaðar vörur - Brottfallin

1. gr.

Markmið og gildissvið.

Í reglugerð um tilgreinda vigt, magn eða rúmmál tiltekinnar forpakkaðrar vöru eru tilgreind neikvæð frávik fyrir tilbúnar pakkningar, ásamt nauðsynlegum merkingum og aðferðum við eftirlit sem pakkningarnar þurfa að fá, til þess að heimilt sé að dreifa þeim innan Evrópska efnahagssvæðisins. Sú reglugerð eyðir þó ekki öllum hindrunum í viðskiptum með forpakkaðar vörur sem leiðir af mismunandi lögum um mælifræðilega eiginleika slíkrar vöru. Einkum eru í gildi mismunandi reglur í aðildarríkjunum um rúmmál eða þyngd slíkrar vöru, en með þessari reglugerð er tilgreint rými og magn forpakkaðrar vöru samræmt.

Pakkningastærðum tiltekinna vara, sem eru svo líkar að hætta er á að það rugli neytendur í ríminu, ætti að fækka eins og unnt er svo að auðveldara sé að glöggva sig á markaðinum. Þessi fækkun ætti að ná bæði til umbúða utan um forpakkaðar vörur og til vara sem seldar eru eftir þyngd eða rúmmáli.

Reglugerðin gildir um vörur sem boðnar eru til sölu í tilbúnum pakkningum í samræmi við ákvæði reglugerðar um tilgreinda vigt eða rúmmál tiltekinnar forpakkaðrar vöru og getið er í viðaukunum hér á eftir. Hún gildir ekki um forpakkaðar vörur sem eingöngu eru ætlaðar til nota í atvinnuskyni.

2. gr.

Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð merkingu sem hér segir:

Ábyrgðaraðili: Sá aðili sem ber ábyrgð á markaðssetningu vöru hér á landi. Ábyrgðaraðili getur verið framleiðandi eða innflytjandi. Á ábyrgðaraðila hvíla ákveðnar skyldur umfram aðra seljendur.

Forpökkuð vara: Vara sem er sett í umbúðir án þess að kaupandinn sé viðstaddur og þegar magn vörunnar sem í umbúðunum er hefur fyrirfram ákvarðað gildi sem ekki er hægt að breyta án þess að opna umbúðirnar eða breyta þeim svo sjáanlegt sé.

Lota: Allar tilbúnar pakkningar sem skoða á af sömu gerð og úr sömu framleiðslueiningu.

Neikvætt frávik: Munur á magni er nemur því sem raunverulegt innihald er minna en málmagn.

Málmagn (málþyngd eða málrúmmál) innihalds: Magn (þyngd eða rúmmál) þeirrar vöru sem tilbúin pakkning telst innihalda og sýnt er á henni.

Mælifræðilegt eftirlit: Eftirlit í umsjá stjórnvalds með mælingum, mælibúnaði og því hvernig niðurstöður eru fengnar, settar fram og notaðar. Sérstaklega er hér átt við gerðarprófun, gerðarviðurkenningu, frumsannprófun og loks eftirlit með mælitækjum í notkun. Eftirlit með mælitækjum í notkun felst í löggildingum og markaðseftirliti svo og sérstöku eftirliti með forpökkun vara.

Raunverulegt innihald: Það magn (þyngd eða rúmmál) sem í raun er að finna í viðkomandi pakkningu, mælt við skilgreindar aðstæður, eins og við á.

Tilbúin pakkning: Vara ásamt umbúðunum sem hún er forpökkuð í.

3. gr.

Vöruflokkar.

Vörunum sem reglugerð þessi nær til skal skipt í þrjá flokka:

1) Vörur sem seldar eru eftir þyngd eða rúmmáli nema þær vörur sem nefndar eru í 2.og 3.- lið hér á eftir.

Í I. viðauka er að finna fyrirmæli um pakkningastærðir fyrir hverja af þessum vörum sem pakkaðar eru fyrirfram.

2) Vörur sem eru seldar eftir þyngd eða rúmmáli og boðnar til sölu í stífum ílátum sem talin eru upp í II. viðauka, þó ekki þær vörur sem taldar eru upp í I. viðauka.

Í II. viðauka er að finna fyrirmæli um stærðir ílátanna fyrir þessar vörur.

3) Vörur sem seldar eru í úðabrúsum.

Í III. viðauka er að finna fyrirmæli um rúmmál slíkrar vöru í vökvaformi og rúmtak ílátanna þegar um málmílát er að ræða.

4. gr.

Magnmerkingar.

Á tilbúnum pakkningum skal ætíð tilgreina málþyngd eða málrúmmál innihaldsins í samræmi við kröfur reglugerðar um tilgreinda vigt eða rúmmál tiltekinnar forpakkaðrar vöru.

Á pakkningum vöru, sem um getur í 2.- og 3.- lið 3. gr. skal einnig greina frá rúmtaki ílátanna þannig að ekki verði ruglað saman við ofangreindar merkingar, í samræmi við ákvæði II. viðauka og 1.- lið III. viðauka eða, eftir atvikum, tilvísun í EN-staðlana sem getið er í viðaukunum.

5. gr.

Samsettar pakkningar.

Ef safnpakkningar samanstanda af tveimur eða fleiri einstöku tilbúnum pakkningum gildir tilgreinda magnið, sem skráð er í I., II. og III. viðauka, um hinar einstöku pakkningar.

Ef tilbúin pakkning samanstendur af tveimur eða fleiri stökum pakkningum, sem ekki eru ætlaðar til sölu hver í sínu lagi, gildir tilgreinda magnið, sem skráð er í I., II. og III. viðauka, um heildarpakkninguna.

6. gr.

Markaðssetning.

Óheimilt að hafna, banna eða takmarka markaðssetningu á tilbúnum pakkningum sem fullnægja kröfum þessarar reglugerðar vegna málmagns þeirra þegar um er að ræða tilbúnar pakkningar sem skráðar eru í viðauka I og 2. lið viðauka III eða málrúmmál umbúðanna þegar um ræðir tilbúnar pakkningar sem skráðar eru í II. viðauka eða af báðum þessum ástæðum þegar um er að ræða vörur sem taldar eru upp í 1. lið III. viðauka.

7. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 25. tölul. IX. kafla II. viðauka, tilskipun 80/232/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi tilgreint magn og rými sem leyfilegt er fyrir tilteknar forpakkaðar vörur, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 1, viðauka II við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

 

 

VIÐAUKI I.

MÁLMAGN Í TILBÚNUM PAKKNINGUM.

1. MATVÆLI SELD EFTIR ÞYNGD (magn gefið upp í g)

l.l. Smjör (SAM-númer 04.03 / ST-númer 0405 00), smjörlíki gert að fleyti eða ekki, dýrafita og jurtafita (smyrja með lítilli fitu)

125 - 250 - 500 - 1.000 - 1.500 - 2.000 - 2.500 - 5.000

1.2. Nýr ostur nema "petits suisses" og annar ostur sem búinn er til með sama hætti (SAMnúmer úr 04.04 E I c / ST númer 0406 10)

62,5 - 125 - 250 - 500 - I.000 - 2.000 - 5.000

1.3. Borð- og matarsalt (SAM-númer 25.01 A ST-númer 2501 )

125 - 250 - 500 - 750 - 1.000 - 1.500 - 5.000

1.4. Hrár sykur, rauður eða brúnn sykur, steinsykur (kandís)

125 - 250 - 500 - 750 - 1.000 - I.500 - 2.000 - 2.500 - 3.000 - 4.000 - 5.000

1.5. Kornvörur (að barnamat undanskildum)

1.5.1. Klíðislaust korn, flögur, haframjöl og mjöl, hafraflögur (að undanskildum vörunum sem vísað er til í 1.5.4)

125 - 250 - 500 - 1.000 - 1.500 - 2.000 - 2.500(1) - 5.000 - 10.000

1.5.2. Pastavörur (SAM-númer 19.03 / ST númer 1902)

125 - 250 - 500 - 1.000 - 1.500 - 2.000 - 3.000 - 4.000 - 5.000 - 10.000

1.5.3. Rís (SAM-númer 10.06 / ST-númer 1006)

125 - 250 - 500 - 1.000 - 2.000 - 2.500 - 5.000

1.5.4. Matvæli úr belgdu eða steiktu korni eða kornvörum (blásið rís, kornflögur og sambærilegar vörur) (SAM-númer 19.05 / ST númer 1904)

250 - 375 - 500 - 750 - 1.000 - 1.500 - 2.000

1.6. Þurrkaðar matjurtir (SAM-númer 07.05 / ST númer 0712 - 0713)(2), þurrkaðir ávextir (SAM-númer eða úr flokkum 08.01, 08.03 B, 08.04 B, 08.12 / ST númer úr 0803, úr 0804, úr 0805, úr 0806 og úr 0813)

125 - 250 - 500 - 1.000 - 1.500 - 2.000 - 5.000 - 7.500 - 10.000

1.7. Malað eða ómalað brennt kaffi, síkóría eða kaffilíki

125 - 250 - 500 - 1.000 - 2.000 - 3.000 - 4.000 - 5.000 - 10.000

_______________________

1 ) Gildir ekki um haframjöl og hafraflögur.

2) Kartöflur og þurrkaðar matjurtir undanskildar.

 

1.8. Frystar vörur.

1.8.1. Ávextir og matjurtir ásamt forsoðnum kartöflum til steikingar

150-300-450-600-750- 1.000- 1.500-2.000-2.500

1.8.2. Fiskflök og -bitar, með eða án rasps

100 - 200 - 300 - 400 - 500 - 600 - 800 - 1.000 - 2.000

1.8.3. Fiskstautar

150 - 300 - 450 - 600 - 900 - 1.200 - 1.500 - 1.800

2. MATVÆLI SELD EFTIR RÚMMÁLI (magn gefið upp í ml)

2.1. Rjómaís í stærri pakkningum en 250 ml (að undanskildum rjómaís sem er seldur eftir rúmmáli án tillits til lögunar umbúðanna)

300 - 500 - 750 - 1.000 - 1.500 - 2.000 - 2.500 - 3.000 - 4.000 - 5.000

3. ÞURRKAÐUR HUNDA- OG KATTAMATUR"' (magn gefið upp í g)

200 - 300 - 400 - 500 - 600 - 800 - 1.000 - 1.500 - 2.000 - 3.000 - 5.000 - 7.500 10.000

4. TILBÚIN MÁLNING OG LÖKK (með eða án leysiefna; SAM-númer 32.09 A II / ST númer 3208, 3209 og 3210, að dreifðum litunarefnum og upplausnum undanskildum) (magn í ml)

25-50-125-250-375-500-750-1.000-2.000 -2.500-4.000-5.00010.000.

5. LÍM, TILBÚIÐ EÐA SEM DUFT (magn gefið upp í g)

25 - 50 - 125 - 250 - 500 - 1.000 - 2.500 - 5.000 - 8.000 - 10.000

6. HREINGERNINGARVÖRUR (úr föstum efnum og dufti í g, fljótandi og hlaup í ml) meðal annars vörur fyrir leður og fótabúnað, við og gólfefni, ofna og málma, þar með talið fyrir bifreiðar, gler og spegla, meðtalið í bifreiðar (SAM-númer 34.05 / ST númer 3405); fægilögur, sterkjur og litunarefni til heimilisnota (SAM-númer 38.12 A og 32.09 C / ST númer 3809 10 og úr 3212 90), skordýraeyðir til heimilisnota (SAM-númer úr 38.11 / ST númer 3808 10), hreinsiefni (SAM-númer 34.02 / ST númer úr 3401 og 3402), lyktareyðir til heimilisnota (SAM-númer 33.06 B / ST númer 3307 20, 3307 41 og 3307 49), sótthreinsandi efni sem ekki eru notuð í lækningaskyni

25-50-75- 100- 150-200-250-375-500-750- 1.000- 1.500-2.0005.000 - 10.000

7. SNYRTIVÖRUR: FEGRUNAR- OG HREINLÆTISVÖRUR (SAM-númer 33.06 A og B / ST númer 3303, úr 3307) (föst efni og púður í g, vökvar og krem í ml)

7.1. Húðsnyrtivörur og vörur til munnhirðu, raksápa, alhliða krem og húðmjólk, handkrem og -áburður, sólbaðsvörur, munnhreinsiefni (að undanskildu tannkremi)

15-30-40-50-75- 100- 125- 150-200-250-300-400- 500- 1.000

______________________

1) Vörur með minna rakainnihald en 14%.

 

7.2. Tannkrem

25 - 50 - 75 - 125 - 150 - 200 - 250 - 300

7.3. Hársnyrti- og baðvörur, (að undanskildum hárlit) hárlakk, hárþvottalögur, skolvörur, lagningarvökvi, hárgljái, hárkrem (að undanskildum hárvökva sem vísað er til í 7.4), freyðibaðsvörur og aðrar freyðivörur fyrir bað og sturtu

25-50-75- 100- 125- 150-200-250-300-400-500-750- 1.000-2.000

7.4. Vörur með alkóhóli með minna en 3% miðað við rúmmál af náttúrlegum eða tilbúnum ilmefnum og minna en 70% miðað við rúmmál af hreinu etýlalkóhóli: ilmgefandi vatn, hárvökvi og rakstursvökvi og rakspíri

15-25-30-40-50-75-100-125-150-200-250-300-400-500-750 - 1.000

7.5. Svitalyktareyðir, hreinlætisvörur til einkanota

20-25-30-40-50-75- 100- 150-200

7.6. Talkúm

50-75- 100- 150-200-250-500- 1.000

8. ÞVOTTAEFNI

8.1. Handsápa og stangasápa (í g) (SAM-númer 34.01 / ST númer úr 3401 11 og úr 3401 19)

25-50-75- 100- 150-200-250-300-400-500- 1.000

8.2. Blautsápa (í g) (SAM-númer 34.01 / ST númer 3401 (20)

125 - 250 -500 - 750 - 1.000 - 5.000 - 10.000

8.3. Sápuspænir, flögur o.s. frv. (í g) (SAM-númer 34.01 / ST númer úr 3401 20)

250 - 500 - 750 - 1.000 - 3.000 - 5.000 - 10.000

8.4. Sápulögur, hreinsi- og ræstiduft og önnur hjálparefni (SAM-númer 34.02 / ST númer 3402) og hýpóklórít efni (að undanskildum þeim vörum sem vísað er til í 6. lið) (í ml)

125-250-500-750- 1.000- 1.250(1)- 1.500- 2.000-3.000-4.000-5.0006.000 - 7.000 - 10.000

8.5. Ræstiduft (í g)

250 - 500 - 750 - 1.000 - 10.000

8.6. Forþvotta- og bleytilagningarefni í duftformi (í g)

250 - 500 - 1.000 - 2.000 - 5.000 - 10.000

9. LEYSIEFNI (í ml) í skilningi reglugerðar ráðsins 73/173/EBE frá 4. júní 1973 um samræmingu laga og stjórnsýslufyrirmæla aðildarríkjanna um flokkun, pökkun og merkingar á hættulegum blöndum (leysiefnum)

25 - 50 - 75 - 125 - 250 - 500 - 1.000 - 1.500 - 2.500 - 5.000 - 10.000

____________________

1 ) Gildir einungis um hýpóklórít.

10. SMUROLÍUR (í ml)

125 - 250 - 500 - 1.000 - 2.000 - 2.500 - 3.000 - 4.000 - 5.000 - 10.000

11. PRJÓNAGARN (í g) gert úr náttúrlegum trefjum (úr dýra-, jurta- og steinaríkinu), kemískar trefjar eða blöndur af hvoru tveggja.

10-25-50- 100- 150-200-250-300-350-400-450-500- 1.000.

Framangreind gildi miðast við þurrvigt garnsins að viðbættu eðlilegu rakastigi eftir þeim reglum sem mælt er fyrir um í tilskipun 71/307/EBE.

VIÐAUKI II.

LEYFILEGAR STÆRÐIR ÍLÁTA.

Staðlarnir EN 23:1, önnur útgáfa (maí 1978), og EN 76, fyrsta útgáfa (desember 1978), skulu gilda nema í þeim tilvikum þar sem vörurnar og gildin sem gefin eru upp í stöðlunum eru önnur en í þessum viðauka.

1. NIÐURSOÐNAR OG HÁLF-NIÐURSOÐNAR VÖRUR Í MÁLMDÓSUM OG GLERÍLÁTUM: NEYSLUHÆFAR AFURÐIR ÚR JURTARÍKINU (ÁVEXTIR, MATJURTIR, TÓMATAR, KARTÖFLUR; ÞÓ EKKI SPERGILL, SÚPUR, ÁVAXTA- OG MATJURTASAFAR)

l.l. Málmdósir og glerílát (magn gefið upp í ml)

106- 156-212-228-314-370-425-446-580-720-850- 1.062- 1.7002.650 - 3.100 - 4.250 - 10.200

1.1.1. Viðbótarlisti yfir bikara

53-125-250

1.2. Listi yfir leyfilegt rúmmál fyrir sérstakar vörur (magn gefið upp í ml)

"Truffles":

26-53-71 - 106-212-425-720-850

Tómatar:

- tómatkraftur: 71 - 142 - 212 - 370 - 425 - 720 - 850 - 3.100 - 4.250

- með hýði eða afhýddir: 236 - 370 - 425 - 720 - 850 - 2.650 - 3.100

Ávaxtablöndur, ávextir í safa:

106- 156-212-228-236-314-370-425-446-580-720-850- 1.0621.700 - 2.650 - 3.100 - 4.250 - 10.200

2. HUNDA- OG KATTAMATUR Í MAUKI (magn gefið upp í ml)

212 - 228 - 314 - 425 - 446 - 850 - 1.062 - 1.700 - 2.650

3. ÞVOTTA- OG RÆSTIEFNI Í DUFTFORMI

Rúmmál pakkninganna er gefið hér að neðan:

Pakki númer
E 0,5
E 1
E 2
E 3
E 5
E 10
E 15
E 20
E 25
E 30
Tunnunúmer
E 5
E 10
E 15
E 20
E 25
E 30

Rúmmál í ml
375
750
1.500
2.250
3.750
7.700
11.450
15.200
18.950
22.700

3.950
7.700
11.450
15.200
18.950
22.700

 

 

VIÐAUKI III.

LISTI YFIR RÚMMÁL ÚÐABRÚSA, AÐ UNDANSKILDUM VÖRUM SEM GETIÐ

ER Í I. VIÐAUKA, LIÐ 7.4 OG LÆKNINGAVÖRUM.

Þrátt fyrir ákvæði e-liðar 1. mgr. 8. gr. tilskipunar ráðsins 75/324/EBE frá 20. maí 1975, um samræmingu laga aðildarríkja EB að því er varðar úðabrúsa, þarf ekki að geta um nafnþyngd á úðabrúsum sem uppfylla kröfur þessarar tilskipunar.

1. VÖRUR SELDAR Í MÁLMÍLÁTUM





Rúmmál vökvans
(í ml)

Rúmmál íláts í ml




Drifefni: fljótandi
gas

a) drifefni: þrýstiloft
b) drifefni: einvörðungu níturoxíð
eða koltvíildi eða blanda af
þessu tvennu enda sé
samanlagður Bunsen-stuðull
eirra 1,2 eða lægri

25
50
75
100
125
150
200
250
300
400
500
600
750

40
75
110
140
175
210
270
335
405
520
650
800
1 000

47
89
140
175
210
270
335
405
520
650
800
1 000
---

2. VÖRUR SELDAR Í GAGNSÆJUM EÐA ÓGAGNSÆJUM GLER- EÐA PLASTÍLÁTUM (rúmmál vökvans er gefið upp í ml):

25-50-75- 100- 125-150


Þetta vefsvæði byggir á Eplica