Viðskiptaráðuneyti

245/1999

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 539/1993 um málsmeðferð og valdsvið eftirlitsstofnunar EFTA á sviði samkeppni samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með síðari breytingum.

1. gr.

Á eftir 1. gr. c. bætist við ný grein, 1. gr. d., sem orðast svo:

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 77/98 frá 31. júlí 1998 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 21 (um framkvæmd samkeppnisreglna sem gilda um fyrirtæki), bókun 1 (um altæka aðlögun) og öðrum ákvæðum samningsins:

- reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 447/98 frá 1. mars 1998 um tilkynningar, fresti

og skýrslugjöf sem kveðið er á um í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4064/89 um eftirlit með

samfylkingum fyrirtækja.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 48. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, öðlast þegar gildi.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar og EB-gerðin, sem fela í sér breytingu á bókun 21 með EES-samningnum, eru birtar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB.

Um leið og EB-gerðinni verður beitt hér á landi, eftir birtingu reglugerðar þessarar í B-deild Stjórnartíðinda og gerðarinnar í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, fellur úr gildi hér á landi reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 3384/94 sem talin er upp í 1. mgr. 3. gr. bókunar 21, sbr. 24. gr. reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 447/98.

Viðskiptaráðuneytinu, 7. apríl 1999.

Finnur Ingólfsson.

Jón Ögmundur Þormóðsson.

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica