Viðskiptaráðuneyti

141/1994

Reglugerð um viðbótarbúnað með rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn - Brottfallin

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi tekur til viðbótarbúnaðar með rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn sem er tilgreindur í viðaukanum.

2. gr.

Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð merkingu sem hér segir:

Frumsannprófun: Aðferð, sem lýst er í þessari reglugerð, til að ganga úr skugga um að framleiðsla tækis sé í samræmi við viðurkennda frumgerð og standist mælifræðilegar kröfur, m.a. um leyfilegt hámarksfrávik og merkingar.

Gerðarviðurkenning: Gerðarviðurkenning byggir á ítarlegri gerðarprófun, þar sem prófað hefur verið eftir kröfum viðeigandi tilskipana/reglugerða, eða annarra kröfuskjala. Gerðarviðurkenning er forsenda frumsannprófunar og markaðssetningar eftir öðrum leiðum.

Mælikerfi: Mælikerfi samanstendur af mælitækinu sjálfu, viðbótarbúnaði og öllum búnaði sem notaður er til að stuðla að réttri mælingu eða auðvelda notkun mælitækisins og öllum öðrum búnaði sem snert getur mælinguna á einhvern hugsanlegan hátt. Fjallað er um mælikerfi í sér reglugerð.

Rennslismælir fyrir vökva: Tæki sem samanstendur eingöngu af mælibúnaði og álestrarbúnaði. Að jafnaði er það hluti af mælikerfi.

Viðbótarbúnaður: Tæki sem er ekki sjálfstætt mælitæki, en er notað til að:

- halda mælistærð eða áhrifastærð á hentugu sviði

- varðveita eða birta mæliniðurstöður á mismunandi formi

- auðvelda mæliaðgerðir

- breyta næmni eða mælisviði mælitækis.

3. gr.

Markaðssetning og notkun.

Viðbótarbúnaður með rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn sem uppfylla ákvæði reglugerðar þessarar mega fá EBE-merki og -tákn eins og er lýst í viðaukanum við reglugerð þessa. Skylt er að búnaðurinn fái EBE - gerðarviðurkenningu. Hann skal lagður fram til EBE-frumsannprófunar um leið og þeir mælar sem hann tengist.

Óheimilt er, vegna mælifræðilegra eiginleika mælanna, að hindra, banna eða takmarka markaðssetningu eða notkun á viðbótarbúnaði með renns1ismælum fyrir vökva aðra en vatn ef þeir bera merki um EBE-gerðarviðurkenningu og EBE- frumsannprófun. Viðbótarbúnaður með rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn sem tengist mælibúnaði sem notaður er við sölu á vökvum öðrum en vatni og fellur undir lög um mál, vog og faggildingu nr. 100/1992, skal löggiltur af þar til bærum aðila, eins og við á.

4. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 6. tölul. IX. kafla II. viðauka og tilskipun 71/348/EBE um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi viðbótarbúnað með rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 1, II. viðauka við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F.h.r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

 

 

 

VIÐAUKI.

I. KAFLI

NÚLLSTILLIBÚNAÐUR TIL RÚMMÁLSÁLESTURS.

1.1. Með núllstillibúnaði er vísir stilltur á núll með handvirkum eða sjálfvirkum hætti.

1.2. Núllstillibúnaður má ekki hafa áhrif á niðurstöður mælinga.

1.3. Þegar núllstilling er hafin skal vera útilokað að gefa nýja mæliniðurstöðu fyrr en núllstillingunni er lokið.

1.4. Kröfurnar í liðum 1.2 og 1.3 eru ekki bindandi:

1.4.1. ef á kvarða er áletrunin: "Bein sala til almennings óheimil" eða notkun takmörkuð á annan jafngildan hátt;

1.4.2. fyrir álestrarbúnað með vísum sem eru tengdir við mæla með hámarksrennsli undir 1.200 lítrum á klukkustund; ef mælarnir eru notaðir við sölu skal vera útilokað að auka þetta magn með handvirkum hætti.

1.5. Nú hreyfist vísir með samfelldri hreyfingu og skal þá leyfilegt frávik frá núlli eftir hverja núllstillingu ekki vera meira en nemur helmingi heimilaðs hámarksfráviks við lágmarksmagn sem ritað er á kvarða álestrarbúnaðar; frávik frá núlli má aldrei vera meira en nemur einum fimmta hluta deilingar. Hreyfist vísir með ósamfelldri hreyfingu verður vísirinn að vera stilltur nákvæmlega á núll.

 

II. KAFLI

SAFNTELJARI FYRIR RÚMMÁL.

2.1. Heimilt er að hafa einn eða fleiri safnteljara með núllstillingu á álestrarbúnaði sem sýna á eftir summunni mismunandi rúmtak hvert á eftir öðru.

2.2. Óheimilt er að hafa núllstillibúnað á safnteljurum.

2.3. Safnteljarar skulu einungis vera af gerð sem hefur tölustafi sem standa hlið við hlið.

2.4. Heimilt er að hylja safnteljara.

2.5. Sýna verður eininguna sem heildarrúmtak er gefið í (eða tákn hennar) og hún verður að vera í samræmi við þær kröfur sem settar eru fram í reglugerð um rennslismæla fyrir vökva aðra en vatn.

2.6. Deiling fyrstu talnaeiningar á hverjum safnteljara verður að vera með eftirfarandi hætti: 1 × 10n, 2 × 10n, eða 5 × 10n löggildar rúmmálseiningar, þar sem n er heil já

kvæð eða neikvæð tala eða núll. Deilingin skal vera jöfn eða meiri en deiling fyrstu talnaeiningar á álestrarbúnaði með núllstillingu.

2.7. Nú er-hægt að lesa samtímis af safnteljurum og álestrarbúnaði með núllstillingu og skulu þá tölur á safnteljurum ekki vera stærri að máli en sem nemur helmingi stærðar samsvarandi talna á álestrarbúnaðinum.

 

III. KAFLI

MARGFALDUR ÁLESTRARBÚNAÐUR FYRIR RÚMMÁL"

3.1. Heimilt er að hafa marga kvarða á álestrarbúnaði. Þá er heimilt að hafa eitt eða fleiri tæki tengd við hann fyrir álestur samtímis annars staðar.

3.2. Deilingar á hinum ýmsu álestrartækjum mega vera með mismunandi gildum en lágmarksmagn skal vera það sama alls staðar og ákvarðast af þeirri deilingu sem hefur í för með sér mesta lágmarksmagnið.

3.3. Kröfur sem settar eru fram í reglugerð þessari og þær kröfur sem koma fram í reglugerðinni um rennslismæla fyrir vökva aðra en vatn gilda um allan álestrarbúnað og alla kvarða.

3.4. Mismunur á milli álestra mismunandi kvarða álestrartækis eða -tækja má ekki vera meiri en sem nemur heimiluðu hámarksfráviki við lágmarksmagn sem ritað er á kvarðann eða kvarðana.

 

IV. KAFLI

BÚNAÐUR SEM REIKNAR ÚT VERÐ.

4.1. Með álestrarbúnaði fyrir rúmmál sem hefur tölur sem standa hlið við hlið og núllstillibúnað má nota reiknitæki með millistillibúnaði sem sýnir verð þar sem einingaverð er verð þeirrar rúmmálseiningar sem notuð er til að sýna mælt rúmmál.

4.2. Verði hverrar einingar skal vera unnt að breyta. Verðið sem valið er skal sjást.

4.3. Búnaðurinn sem notaður er til að velja og sýna einingaverð skal vera tengdur við álestrartæki sem sýnir verð á þann hátt, að verðið sem samsvarar mælingunni samsvari alltaf völdu og sýndu einingarverði og því rúmtaki sem lesa má af mælinum.

________________________

1) Í síðari reglugerð verður fjallað um fjarálestur með búnaði sem er ekki kraftrænn.

 

4.4. Kröfum sem varða álestrarbúnað fyrir rúmmál og settar eru fram í reglugerð um mæla fyrir vökva aðra en vatn, svo og ákvæðum í I., II. og III. kafla í þessum viðauka, skal framfylgt á hliðstæðan hátt og þegar um ræðir búnað sem reiknar verð að undanteknum lið 1.5 um núllstillibúnað.

4.5. Mynteiningin sem notuð er eða tákn hennar skal sýnt á kvarða álestrartækis sem reiknar verð.

4.6. Tölur á álestrartæki sem reiknar verð mega ekki vera stærri að máli en tölur á álestrarbúnaði fyrir rúmmál.

4.7. Núllstillibúnaður álestrartækis fyrir verð og álestrarbúnaður fyrir rúmmál, skal hannaður á þann hátt, að ef búnaðurinn er notaður á annað tækið, stillist hitt einnig sjálfkrafa á núll.

4.8.1. Reiknað verð magns sem er jafnt heimiluðu hámarksfráviki frá lágmarksmagni, sem tilgreint er á kvarða álestrarbúnaðar, skal ekki vera minna en fimmti hluti af gildi deilingar og ekki minna en verð sem samsvarar tveggja millimetra bili á kvarða fyrstu talnaeiningar álestrartækis fyrir verð, að því tilskildu að hreyfing þessarar talnaeiningar sé samfelld. Bilið sem er fimmti hluti gildis deilingar eða tveir millimetrar þarf þó ekki að samsvara gildi sem er lægra en 10 aurar.

4.8.2. Reiknað verð magns sem er jafnt heimiluðu hámarksfráviki við lágmarksmagn sem tilgreint er á kvarða álestrarbúnaðar verður að samsvara tveimur deilingum á kvarðanum hið minnsta ef hreyfing fyrstu talnaeiningar er ósamfelld.

Þó þarf deilingin ekki að vera minni en mynteiningin sem tilgreind er í lið 4.8.1.

4.9. Við eðlileg notkunarskilyrði skal mismunur á milli verðs sem sýnt er og verðs sem reiknað er út á grunni einingaverðs og magns sem sýnt er ekki vera meiri en verð þess magns sem er jafnt heimiluðu hámarksfráviki lágmarksmagns sem tilgreint er á kvarða álestrarbúnaðar.

Þessi mismunur þarf þó ekki að vera minni en sem nemur tvöföldu gildi myntar sem tilgreind er í lið 4.8.1.

4.10. Nú hreyfist vísir með samfelldri hreyfingu og skal þá leyfilegt frávik frá núlli eftir hverja núllstillingu ekki vera meira en sem nemur helmingi verðs á magni sem samsvarar heimiluðu hámarksfráviki lágmarksmagns sem tilgreint er á kvarða álestrarbúnaðar, þó má frávik frá núlli aldrei vera meira en sem nemur einum fimmta hluta deilingar.

Þetta frávik þarf þó ekki að vera minna en ein mynteining sem tilgreind er í lið 4.8.1.

Hreyfist vísir með ósamfelldri hreyfingu verður vísirinn að vera stilltur á núll.

 

V. KAFLI

PRENTBÚNAÐUR.

5.1. Heimilt er að tengja búnað sem prentar út magn í tölum við álestrartæki mælis.

5.2. Gildi deilingar á prentara skal vera með eftirfarandi hætti: 1 × 10n, 2 × 10n, eða 5 × 10n löggildar rúmmálseiningar þar sem n er heil jákvæð eða neikvæð tala eða núll.

5.3. Gildi deilingar á prentara skal ekki vera meira en heimilað hámarksfrávik lágmarksmagns sem er tilgreint á kvarða álestrarbúnaðar.

5.4. Gildi deilingar prentarans skal vera ritað á prentbúnaðinn.

5.5. Prentað magn skal táknað með einni af löggildu rúmmálseiningunum.

Tölurnar, eininguna sem notuð er eða tákn hennar og, ef þurfa þykir, tugabrotskommu skal prenta með prentbúnaðinum á miðann.

5.6. Með prentbúnaði er heimilt að prenta upplýsingar sem varða afgreiðslu, svo sem raðnúmer, dagsetningu, mælingarstað og tegund vökvans sem mældur er.

5.7. Hanna má prentbúnað á þann hátt að unnt sé að endurprenta. Í því tilviki skulu prentuð gögn vera samhljóða og á þeim skal vera sama raðnúmer.

5.8. Nú er magn ákvarðað með mismun á milli tveggja gilda, þar sem annað kann að vera núll, og skal þá ógerlegt að taka miðann af búnaðinum á meðan magnið er mælt með mælinum.

5.9. Að frátöldu tilvikinu sem um getur í lið 5.8 skal vera núllstillibúnaður á prentbúnaði sem tengdur er slíkum búnaði fyrir álestrartæki.

5.10. Mismunur á milli þess magns sem er sýnt og magns sem er prentað má ekki vera meiri en sem nemur gildi einnar deilingar á prentara.

5.11. Auk mælds magns er heimilt að prenta með prentbúnaði verð þess magns eingöngu eða hvoru tveggja verð og einingaverð. Þá er einnig heimilt að prenta eingöngu það verð sem greiða á ef um beina sölu til almennings er að ræða og prentbúnaður er tengdur álestrarbúnaði fyrir magn og reiknað verð.

Tölurnar, eininguna sem notuð er eða tákn hennar og, ef ástæða er til, tugabrotskommu skal prenta með prentbúnaðinum á miðann. Tölur sem prentaðar eru og tákna verð mega ekki vera stærri að máli en prentaðar tölur fyrir mælt magn.

5.12. Gildi á deilingu prentaðs verðs verða að vera með eftirfarandi hætti: 1 × 10n, 2 × 10n, eða 5 × 10n löggildrar mynteiningar þar sem n er heil jákvæð eða neikvæð tala eða núll.

Þetta gildi má ekki vera hærra en verð magns sem er jafnt heimiluðu hámarksfráviki við lágmarksmagn sem er ritað á kvarða álestrarbúnaðar.

Þó þarf gildi þessarar deilingar ekki að vera minna en ein af mynteiningunum sem tilgreindar voru í lið 4.8.1.

5.13.1. Nú er álestrartæki fyrir verð á mæli og skal þá mismunur á milli verðs sem sýnt er og prentaðs verðs ekki vera meiri en sem nemur gildi deilingar prentarans.

5.13.2. Nú er ekki álestrartæki fyrir verð á mæli og skal þá mismunur á milli prentaðs

verðs og verðs sem reiknað er út frá sýndu magni og einingaverði fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru fram í lið 4.9.

 

VI. KAFLI

BÚNAÐUR TIL FYRIRFRAMSTILLINGAR.(1)

6.1. Heimilt er að hafa búnað til fyrirframstillingar á mælum.

Búnaður til fyrirframstillingar eru tæki sem gera kleift að velja það magn sem mæla á og sem stöðvar sjálfkrafa rennsli vökvans þegar því magni er náð.

6.2. Valið magn er sýnt með tæki sem hefur kvarða og viðmiðunarlínu eða á tæki sem sýnir tölur.

6.3. Ef unnt er að stilla mæli fyrirfram með mörgum sjálfstæðum stýrieiningum skal gildi deilingar fyrir hverja slíka einingu vera jafnt stillisviði næstu einingar á undan.

6.4. Heimilt er að koma búnaði til fyrirframstillingar fyrir á þann hátt að við endurtekningu á völdu magni þurfi ekki að stilla stýrieiningar að nýju.

6.5. Nú eru tölur sem fram koma á búnaði sem stilltur er fyrirfram aðskildar frá tölum álestrartækis og hægt er að sjá tölurnar samtímis og skulu þá tölur búnaðarins ekki vera stærri að máli en sem nemur þremur fjórðu hlutum af stærð talna álestrartækis.

6.6. Vísbending um valið magn getur, á meðan á mælingu stendur, annaðhvort staðið óbreytt eða farið smám saman aftur í núll.

6.7. Við eðlilegar notkunaraðstæður skal mismunur á milli magns sem valið hefur verið og magns sem sýnt er eftir að mælingu lýkur ekki vera meiri en helmingur heimilaðs hámarksfráviks við lágmarksmagn.

6.8. Valið magn og magn sem álestrartæki sýnir skulu táknuð með sömu einingu. Einingin (eða tákn hennar) skal rituð á búnað til fyrirframstillingar.

6.9. Gildi minnstu deilingar búnaðar til fyrirframstillingar má ekki vera minna en deiling fyrstu talnaeiningar álestrartækis.

6.10. Heimilt er að með búnaði til fyrirframstillingar fylgi tæki til að stöðva rennsli vökva án tafar ef þörf krefur.

__________________________

1) Fjallað verður um búnað fyrir sjálfsafgreiðslu og fyrirframborgun í síðari reglugerð.

 

6.11. Nú fylgir búnaði til fyrirframstillingar tæki til að minnka og stöðva rennsli að lokinni mælingu og skal þá innsiglisbúnaður fylgja með, ef nauðsyn krefur, til að fyrirbyggja breytingu á stillingunni sem valin var.

6.12. Kröfur sem settar eru fram í liðum 6.7 og 6.11 gilda ekki um mæla ef prentbúnaður (V. kafli) er tengdur við mæli til að unnt sé að prenta út miða eða, ef um beina sölu til almennings er að ræða, búnaður til fyrirframstillingar er hulinn.

6.13. Á mælum sem á eru verðálestrartæki má einnig vera búnaður til að stilla verð fyrirfram. Þá stöðvast rennsli á vökva um leið og rennslismagn samsvarar því verði sem valið var. Kröfur í liðum 6.1 og 6.12 gilda um þessa mæla.

 

VII.KAFLI

INNSIGLI.

7.1. Búnaður til innsiglis skal fylgja til að koma í veg fyrir að viðbótarbúnaður sé fjarlægður og til að hindra aðgang að íhlutum sem gera kleift að breyta niðurstöðum mælinga.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica