Viðskiptaráðuneyti

294/1994

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 362/1993, um framkvæmd útreiknings á innlausnarvirði hlutdeildarskírteina verðbréfasjóða. - Brottfallin

1 . gr.

5. gr. orðast svo:

Tillag í niðurfærslureikning verðbréfasjóðs eða sjóðsdeildar skal fært í samræmi við mat stjórnenda rekstrarfélags á niðurfærsluþörf í samráði við stjórn verðbréfasjóðs.

Tillag í niðurfærslureikning eigna skiptist í:

1. Almennt tillag sem reiknað skal í hundraðshlutum af bókfærðri heildarfjárhæð verðbréfa að frádregnu sérstöku tillagi skv. 2. tölul.

2. Sérstakt tillag sem reiknað skal í hundraðshlutum af vanskilum, þ.e. gjaldföllnum eftirstöðvum verðbréfa ásamt vöxtum. Tillag tengt vanskilum skal reiknað fyrir hvern byrjaðan mánuð sem vanskil hafa staðið en þó ekki fyrr en að liðnum fyrstu sex mánuðum vanskila. Þegar vanskil sem sérstakt tillag reiknast af hafa staðið í eitt ár eða lengur skal hætt að tekjufæra dráttarvexti svo og þóknun og skal krafan þá standa óbreytt í bókhaldi hlutaðeigandi verðbréfasjóðs eða sjóðsdeildar þangað til ljóst verður hversu hátt hlutfall höfuðstóls og vaxta innheimtist.

Sérstakt tillag í niðurfærslureikning skal leiðrétt á þriggja mánaða fresti í samræmi við skriflegt mat sem yfirfarið er af löggiltum endurskoðanda verðbréfasjóðs.

Bankaeftirlitinu er heimilt að kveða nánar á um tillög í niðurfærslureikning samkvæmt þessari grein.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 6. mgr. 19. gr. laga nr. 10/1993, um verðbréfasjóði, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 31. maí 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Finnur Sveinbjörnsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica