Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

1664/2021

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 956/2006 um starfshætti þeirra sem annast löggildingar mælitækja í umboði Neytendastofu.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:

  1. Orðin "aldrei lengur en" í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
  2. Orðið "aðeins" í 2. mgr. fellur brott.
  3. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður svohljóðandi: Bráðabirgðaumboð er hægt að framlengja einu sinni til eins árs ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi sem varða ekki aðilann.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 44. gr. laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtar­menn og öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. desember 2021.

F. h. ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra,

Ingvi Már Pálsson.

Daði Ólafsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica