Dómsmálaráðuneyti

70/2019

Reglugerð um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

1. gr.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 250/2018 frá 5. desember 2018, gildir reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/847 frá 20. maí 2015, um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna, að undanskildum ákvæðum 5. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar, hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af IX. viðauka við EES-samninginn um fjármálaþjónustu, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum samningsins.

2. gr.

ESB-gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 6, 26. árgangi, frá 21. janúar 2019, bls. 73.

3. gr.

Brot á eftirfarandi ákvæðum reglugerðarinnar sæta stjórnvaldssektum skv. 46. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka:

  1. endurtekin eða kerfisbundin vanræksla greiðsluþjónustuveitanda á því að láta tilskildar upplýsingar um greiðanda eða viðtakanda greiðslu fylgja millifærslu skv. 4., 5. eða 6. gr.,
  2. endurtekin, kerfisbundin eða alvarleg vanræksla greiðsluþjónustuveitanda við að varðveita upplýsingar skv. 16. gr.,
  3. vanræksla greiðsluþjónustuveitanda við að koma á skilvirku verklagi á grundvelli áhættu skv. 8. eða 12. gr.,
  4. alvarleg vanræksla greiðsluþjónustumiðlara við að koma á skilvirku verklagi skv. 11. eða 12. gr.

4. gr.

Ef ósamræmi er á milli íslensks og ensks texta reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/847 skal skýra íslenska textann með hliðsjón af enska textanum.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 56. gr. laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/847 frá 20. maí 2015 um upplýsingar sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna.

Reglugerðin öðlast þegar gildi. Reglugerð nr. 386/2009, um innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 1781/2006 frá 15. nóvember 2006, um upplýsingar um greiðanda sem fylgja skulu við millifærslu fjármuna, fellur úr gildi frá sama tíma.

Dómsmálaráðuneytinu, 25. janúar 2019.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica