Innanríkisráðuneyti

566/2013

Reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl.

1. gr.

Gildissvið.

Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2012 frá 13. júlí 2012 skal eftirtalin EB-gerð öðlast gildi hér á landi, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka við EES-samninginn (um tæknilegar reglugerðir, staðla, prófanir og vottun), bókun 1 (um altæka aðlögun) og öðrum ákvæðum samningsins:

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008 frá 9. júlí 2008 um kröfur varðandi faggildingu og markaðseftirlit í tengslum við markaðssetningu á vörum og um niðurfellingu reglugerðar (EBE) nr. 339/93. Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

2. gr.

Markaðseftirlit o.fl.

Með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008 er mælt fyrir um reglur varðandi skipulagningu og framkvæmd á markaðseftirliti með vörum sem falla undir samhæfingar­löggjöf á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), almennar meginreglur varðandi CE-merkingu, faggildingu og eftirlit með vörum sem fluttar eru inn frá ríkjum utan EES.

Ákvæði hennar gilda svo fremi sem engin sérákvæði með sama markmiði séu í löggjöf sem sett hefur verið á grundvelli samhæfingarlöggjafar á EES um markaðseftirlit og faggildingu.

3. gr.

Markaðseftirlitsáætlun og samstarf við tollayfirvöld.

Neytendastofa, í samstarfi við önnur eftirlitsstjórnvöld, tekur saman árlega markaðs­eftirlits­áætlanir, sbr. 18. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008 og annast nauðsynleg boðskipti í samræmi við ákvæði hennar.

Tollayfirvöld hafa eftirlit og bera ábyrgð á framkvæmd ákvæða 27.-29. gr. reglugerðar Evrópu­þingsins og ráðsins (EB) nr. 765/2008 og aðstoða eftirlitsstjórnvöld á sviði mark­aðs­eftirlits með vörum í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar, laga og reglna settra sam­kvæmt þeim.

4. gr.

Stjórnsýsla, viðurlög o.fl.

Um stjórnsýsluúrræði, málsmeðferð, viðurlög o.fl. fer eftir IV. og V. kafla laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, eftir því sem við getur átt, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.

5. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett á grundvelli 10. gr., sbr. 27. gr. laga nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur brott reglugerð nr. 237/1996, um eftirlit með samræmi reglna um öryggi framleiðsluvara sem fluttar eru inn frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins, með síðari breytingum.

Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 126/2012 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 63, 8. nóvember 2012, bls. 5.

Innanríkisráðuneytinu, 3. júní 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica