Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Breytingareglugerð

252/2009

Reglugerð um breytingu á reglugerðum er varða mælifræðilegt eftirlit.

I. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1060/2008, um mælifræðilegt eftirlit með mælikerfum fyrir eldsneytisskammtara, tankbifreiðar og mjólk.

1. gr.

4. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. EBE-mælikerfi eru mælikerfi sem hafa gilda EBE-gerðarviðurkenningu, bera rétt merki þar um og eru innsigluð sbr. reglugerð nr. 129/1994, um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. fellur brott.
  2. 2. mgr. orðast svo:
    EBE-mælikerfi og MID-mælikerfi, sem uppfylla kröfur 3. gr., teljast hafa löggildingu til fyrstu notkunar sé samræmismati að fullu lokið og uppsetning uppfylli kröfur 7. gr.

3. gr.

Í stað orðsins "MID-mælikerfa" í 2. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur: mælikerfa.

4. gr.

1. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Ný mælikerfi skal löggilda í fyrsta sinn ekki síðar en þegar tvö ár eru liðin frá uppsetningu þeirra.

5. gr.

2. málsl. 1. mgr. 15. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

6. gr.

Á eftir orðinu "innheimtir" í 22. gr. reglugerðarinnar kemur: umsóknargjald,

II. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1061/2008, um mælifræðilegt eftirlit með raforkumælum.

7. gr.

8. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. EBE-mælar eru raforkumælar sem hafa gilda EBE-gerðarviðurkenningu, bera rétt merki þar um og eru innsiglaðir sbr. rg. nr. 129/1994, um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit.

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna "EBE-mælar og mælar" í 1. mgr. kemur: Mælar.
  2. 2. mgr. orðast svo:
    EBE-mælar með EBE-sannprófun, réttar merkingar og innsigli og MID-mælar, sem samræmismati er lokið fyrir, eru rétt merktir og innsiglaðir teljast hafa löggildingu til fyrstu notkunar.
  3. Framan við orðið "MID-mælar" í 3. mgr. bætist: EBE-mælar og

9. gr.

Orðin "EBE-mælar og" í 1. mgr. 20. gr. reglugerðarinnar falla brott.

10. gr.

Á eftir orðinu "innheimtir" í 27. gr. reglugerðarinnar kemur: umsóknargjald,

III. KAFLI Breyting á reglugerð nr. 1062/2008, um mælifræðilegt eftirlit með vatnsmælum.

11. gr.

5. tl. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. EBE-mælar eru vatnsmælar sem hafa gilda EBE-gerðarviðurkenningu, bera rétt merki þar um og eru innsiglaðir sbr. reglugerð nr. 129/1994, um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit.

12. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. fellur brott.
  2. 2. mgr. orðast svo:
    EBE-mælar með EBE-sannprófun, réttar merkingar og innsigli og MID-mælar, sem samræmismati er lokið fyrir, eru rétt merktir og innsiglaðir teljast hafa löggildingu til fyrstu notkunar.
  3. Framan við orðið "MID-mælar" í 3. mgr. bætist: EBE-mælar og

13. gr.

2. málsl. 1. mgr. 16. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

14. gr.

Á eftir orðinu "innheimtir" í 23. gr. reglugerðarinnar kemur: umsóknargjald,

IV. KAFLI Lagastoð og gildistaka.

15. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi. Samtímis falla úr gildi reglugerðir nr. 140/1994 um rennslismæla fyrir vökva aðra en vatn, nr. 141/1994 um viðbótarbúnað með rennslismælum fyrir vökva aðra en vatn og nr. 142/1994 um mælikerfi fyrir vökva aðra en vatn.

Viðskiptaráðuneytinu, 19. febrúar 2009.

Gylfi Magnússon.

Jónína S. Lárusdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.