I. KAFLI
Gildissvið og skilgreiningar.
1. gr.
Gildissvið.
Reglugerð þessi gildir um raforkumæla, sem eru sölumælar í dreifiveitu fyrir raunorku til almennra notenda í lágspenntu dreifikerfi og um frádráttarmæla til sömu nota. Mælar, sem reglugerð þessi tekur til, skulu uppfylla þær kröfur og sæta því mælifræðilega eftirliti sem kveðið er á um í þessari reglugerð og þeim reglum sem hún vísar til.
Setja má á markað og taka í notkun skv. 1. mgr. EBE-mæla, mæla með íslenskt vottorð og MID-mæla.
2. gr.
Skilgreiningar.
Nota skal eftirfarandi skilgreiningar um raforkumæla í notkun, sbr. 1. mgr. 1. gr.:
Auk ofangreindra skilgreininga skal nota skilgreiningar í viðauka MI-003 í viðauka við reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB, um mælitæki fyrir MID-mæla.
II. KAFLI
Mælagerðir, löggilding, merking og nákvæmnisflokkar.
3. gr.
Innlendar gerðarviðurkenningar.
Íslensk vottorð um gerðarviðurkenningar fyrir raforkumæla byggð á erlendum landsviðurkenningum, sem gefin voru út fyrir 30. október 2006, gilda áfram í samræmi við ákvæði til bráðabirgða.
Mælarnir skulu bera númer íslenska vottorðsins þegar þeir eru settir á markað á Íslandi og þeir skulu prófaðir eftir sömu kröfum og gerðar eru í upprunalandinu en séu slíkar kröfur ekki þekktar skal að lágmarki prófað í samræmi við kröfur um EBE-sannprófun.
4. gr.
Áframhaldandi notkun eldri mælagerða.
Nota má til verkefna skv. 1. mgr. 1. gr. mæla sem ekki falla undir mælagerðir skv. 2. mgr. 1. gr. og þegar hafa verið teknir í notkun, meðan þeir mæla rétt sbr. ákvæði IV. og V. kafla.
5. gr.
Fyrsta notkun og merking.
EBE-mælar og mælar með íslenskt vottorð skulu hljóta löggildingu áður en þeir eru teknir í fyrstu notkun, sbr. reglugerð nr. 956/2006, um starfshætti þeirra sem annast löggildingar í umboði Neytendastofu.
MID-mælar teljast hafa löggildingu til fyrstu notkunar sé samræmismati að fullu lokið.
Auk þess skal dreifiveita sjá til þess að MID-mælar beri sérstakt merki fyrir nýja veitumæla sbr. reglugerð nr. 955/2006, um löggildingartákn og merkingar eftirlitsskyldra mælitækja.
Neytendur skulu upplýstir um löggildingarstöðu mælis sem þeir greiða eftir og hvort þeir falla undir innra eftirlit, á reikningi eða á annan aðgengilegan hátt.
6. gr.
Nákvæmnisflokkar.
Um notkun MID-mæla gilda eftirfarandi reglur um nákvæmnisflokka:
Ávallt er þó heimilt að velja nákvæmari mæla en hér er krafist.
III. KAFLI
Um ábyrgð aðila.
7. gr.
Kröfur til birgja.
Mælitækjabirgir raforkumæla má ekki markaðssetja, selja eða afhenda raforkumæla til notkunar samkvæmt 1. mgr. 1. gr. nema þeir uppfylli ákvæði 2. mgr. 1. gr., EBE-mælar hafi EBE-sannprófun og samræmismati sé lokið fyrir MID-mæla.
Mælitækjabirgir raforkumæla skal upplýsa kaupanda um nákvæmnisflokk mælanna og hvort ætla megi að þeir henti fyrirhugaðri notkun.
8. gr.
Kröfur til eigenda frádráttarmæla.
Ef frádráttarmælar eru notaðir í neysluveitu til innra uppgjörs ber eigandi mælanna ábyrgð á því að þeir séu löggiltir.
9. gr.
Kröfur til dreifiveitna.
Dreifiveita ber ábyrgð á mælingum á dreifiveitusvæði sínu. Í því felst uppsetning, rekstur og viðhald raforkumæla, ennfremur skulu dreifiveitur tryggja að raforkumælar til uppgjörs raforku uppfylli kröfur þessarar reglugerðar. Dreifiveita getur falið þjónustufyrirtæki mælinga að annast mælingar og umsýslu mæla.
Dreifiveita skal hlíta skilyrðum framleiðanda um aðstæður fyrir notkun og leyfð rekstrarskilyrði sem mælarnir eru framleiddir fyrir og má aðeins setja upp mæla sem uppfylla kröfur 2. mgr. 1. gr. og ber ábyrgð á að þeir uppfylli kröfur IV. kafla til raforkumæla í notkun og fer eftir reglum V. kafla um löggildingar raforkumæla í notkun.
IV. KAFLI
Kröfur til raforkumæla í notkun.
10. gr.
Mesta leyfða skekkja.
Raforkumælar í notkun skv. 1. mgr. 1. gr. skulu uppfylla kröfur skv. þessari grein um mestu leyfðu skekkju.
Mesta leyfða skekkja fyrir EBE-mæla og lágmarkskröfur fyrir mæla með íslenskt vottorð er í töflu 1.
Mesta leyfða skekkja fyrir MID-mæla er í samræmi við kröfur viðauka MI-003 í viðauka við reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB, um mælitæki sbr. samantekt í töflu 2.
Mesta leyfða skekkja fyrir eldri gerðir sbr. 4. gr. skal vera 3,5%.
Raforkumælar í notkun skv. 1. mgr. 1. gr. sem eru gerðir fyrir meiri nákvæmni en skv. töflu 1 eða töflu 2 og teknir í notkun til þess að uppfylla kröfur um nákvæmni sem gerðar eru í reglugerð nr. 1050/2004, um raforkuviðskipti og mælingar, skulu uppfylla lágmarkskröfur um nákvæmni í samræmi við nákvæmnisflokk sinn.
Tafla 1.
Mesta leyfða skekkja (%) fyrir EBE-mæla.
Lágmarkskröfur fyrir mæla með íslenskt vottorð.
Straum- |
Aflstuðull |
Mælar |
Álag |
Mesta |
0,10 Ib |
1 |
Einfasa og |
Í jafnvægi |
3,0% |
Ib |
1 |
Einfasa og |
Í jafnvægi |
2,5% |
Ib |
0,5 spanaður |
Einfasa og |
Í jafnvægi |
2,5% |
Ib |
1 |
Fjölfasa |
1 fasi með álagi |
3,5% |
Imax |
1 |
Einfasa og |
Í jafnvægi |
2,5% |
Ib er það straumgildi sem skil mælisins eru ákvörðuð í samræmi við.
Imax er hámarksgildi straums sem mælirinn skal standast kröfur fyrir.
Tafla 2.
Mesta leyfða skekkja (%) fyrir MID-mæla.
Vinnsluhiti |
Vinnsluhiti |
Vinnsluhiti |
Vinnsluhiti |
|||||||||
+5°C … +30°C |
-10°C … +5°C |
-25°C … -10°C |
-40°C … -25°C |
|||||||||
Flokkur |
A |
B |
C |
A |
B |
C |
A |
B |
C |
A |
B |
C |
Einfasa mælir, fjölfasa mælir ef hann starfar með jafnlægri áraun |
||||||||||||
Imin ≤ I < Itr |
3,5 |
2 |
1 |
5 |
2,5 |
1,3 |
7 |
3,5 |
1,7 |
9 |
4 |
2 |
Itr ≤ I ≤ Imax |
3,5 |
2 |
0,7 |
4,5 |
2,5 |
1 |
7 |
3,5 |
1,3 |
9 |
4 |
1,5 |
Fjölfasa mælir ef hann starfar með einfasa áraun |
||||||||||||
Itr ≤ I ≤ Imax, sjá undantekningu hér á eftir |
4 |
2,5 |
1 |
5 |
3 |
1,3 |
7 |
4 |
1,7 |
9 |
4,5 |
2 |
Fyrir rafvélræna fjölfasa mæla er straumsvið einfasa áraunar takmarkað við 5Itr ≤ I ≤ Imax
Imin er minnsta gildið á I þar sem skekkjan er innan mestu leyfðu skekkju.
Itr er minnsta gildið á I þar sem skekkjan er innan minnstu mestu leyfðu skekkju.
Imax er hámarksgildi I þar sem skekkjan er innan mestu leyfðu skekkju.
11. gr.
Aðrar kröfur.
Raforkumælar í notkun skulu auk ákvæða í 10. gr. uppfylla eftirfarandi kröfur:
12. gr.
Mælar sem er hafnað.
Ef í ljós kemur að raforkumælar uppfylla ekki kröfur þessa kafla skulu þeir teknir úr notkun sbr. þó 19. gr.
V. KAFLI
Reglur um löggildingar raforkumæla í notkun.
13. gr.
Skoðunaraðferðir.
Löggildingar raforkumæla í notkun skulu annað hvort byggjast á heildarskoðun eða á úrtaksskoðun. Löggildingar eru framkvæmdar af aðila sem annast löggildingar mælitækja í umboði Neytendastofu sbr. reglugerð nr. 956/2006, um starfshætti þeirra sem annast löggildingar í umboði Neytendastofu, sjá þó 20. gr. um innra eftirlit í stað löggildinga.
Við heildarskoðun er hver einstakur mælir löggiltur árið þegar gildistími hans rennur út. Við úrtaksskoðun er safn mæla löggilt á grundvelli úrtaks sbr. ákvæði 16.-19. gr.
14. gr.
Prófunarkröfur.
Tómagangsprófun og nákvæmni mælanna skal gerð samkvæmt eftirfarandi fyrirmælum:
Tafla 3.
Straumgildi.
MID-mælar |
EBE- og mælar með ísl. vottorð |
Við Itr og cos(φ)=1 |
Við 10% af Ib við cos(φ)=1 |
Við 10 x Itr og cos(φ)=1 |
Við Ib við cos(φ)=1 |
Við 10 x Itr og cos(φ)=0,5 ind. |
Við Ib við cos(φ)=0,5 ind. |
Við Imax og cos(φ)=1 |
Við Imax við cos(φ)=1 |
15. gr.
Gildistímar löggildinga.
Tímasetning skoðana er óháð endingartíma mæla og skal vera í samræmi við ákvæði þessarar greinar.
Fyrsta skoðun fyrir aflræna mæla skal vera eigi síðar en á 16. ári frá framleiðsluárinu en heimilt er að framlengja gildistíma aflrænna mæla um 4 ár í hvert sinn standist þeir skoðun.
Fyrsta skoðun fyrir rafeindamæla skal vera eigi síðar en á 8. ári frá framleiðsluárinu en heimilt er að framlengja gildistíma rafeindamæla um 8 ár í hvert sinn standist þeir skoðun.
Fyrir alla mæla sem ekki hefur farið fram skoðun á skal fyrsta skoðun framkvæmd eigi síðar en árið 2010.
Raforkumælar sem gert hefur verið við, eða sem innsigli hefur verið rofið á, skulu löggiltir áður en þeir eru teknir aftur í notkun.
16. gr.
Skilgreining safna og reglur um úrtak.
Heimilt er að flokka mæla saman í safn þótt þeir tilheyri fleiri en einni dreifiveitu.
Beita má úrtaksskoðunum á söfn þegar uppfyllt eru eftirfarandi skilyrði:
Hafi verið gert við mæli skal eftir það miðað við ár viðgerðarinnar í stað framleiðsluárs.
Taka skal úrtak úr safni á slíkan hátt að jafnar líkur séu á því að hver einstakur mælir í safninu verði valinn. Nota skal slembitöflu eða annað reiknilíkan sem tryggir slembival. Ekki er heimilt að bæta mælum við safn eftir að það hefur verið samþykkt til úrtaksskoðunar.
Heimilt er að taka allt að 10% aukamæla í úrtak sem hafa má til vara.
17. gr.
Notkun varamæla.
Mælar sem valdir eru í úrtak skulu vera í eðlilegu vinnsluástandi og vera dæmigerðir fyrir safnið. Af því leiðir að fjarlægja má mæli úr úrtakinu hafi hann einhvern eftirfarandi galla:
Ef ekki er mögulegt að fá leyfi notanda til að taka niður mæli á tilsettum tíma er heimilt að fjarlægja hann úr úrtakinu.
Í slíkum tilvikum skal ekki prófa mælinn, heldur er honum skipt út fyrir varamæli.
18. gr.
Rofin innsigli.
Mæli með rofið innsigli skal skoða á sama hátt og aðra mæla. Uppfylli mælirinn ekki aðrar kröfur til raforkumæla í notkun og hann valdi því þannig að safni er hafnað, skal það borið undir Neytendastofu hvort rök standa til þess að samþykkja safnið eigi að síður. Jafnan skal kanna ástæður þess að innsigli var rofið.
19. gr.
Úrtaksfyrirmæli.
Aðeins er hægt að nota úrtaksskoðanir fyrir söfn með 9 eða fleiri mæla.
Velja skal mæla í úrtaksskoðun fyrir söfn með milli 9 og 150 mæla eftir staðli ISO 2859-1 með einfaldri úrtaksskoðun fyrir 2,5% samþykktarmörk (AQL) og skoðunarstig II skv. töflu 4.
Velja skal mæla í úrtaksskoðun fyrir söfn með 151 eða fleiri mæla eftir staðli ISO 2859-2 með tvöfaldri úrtaksskoðun fyrir 8% gæðastig (LQ) skv. töflu 5.
Þegar safni er hafnað á grundvelli úrtaksskoðunar skal skipta öllu safninu út innan árs. Mæla sem hafa verið prófaðir og standast kröfur má þó nota aftur.
Tafla 4.
Lítil söfn, einföld úrtaksskoðun.
Stærð safns |
Stærð |
Viðmið |
Viðmið |
Vara- |
9 - 15 |
3 |
0 |
1 |
1 |
16 - 25 |
5 |
0 |
1 |
1 |
26 - 50 |
8 |
0 |
1 |
1 |
51 - 90 |
13 |
1 |
2 |
2 |
91 - 150 |
20 |
1 |
2 |
2 |
Tafla 5.
Stærri söfn, tvöföld úrtaksskoðun.
Stærð safns |
Úrtak |
Stærð úrtaks |
Saman-lögð stærð úrtaks |
Fjöldi ófullnægjandi |
|
|
Viðmið |
Viðmið |
Vara- |
||||
151 til 1.200 |
fyrra síðara |
32 |
32 |
0 |
2 |
6 |
1.201 til 3.200 |
fyrra síðara |
50 |
50 |
1 |
4 |
10 |
3.201 til 10.000 |
fyrra síðara |
80 |
80 |
2 |
5 |
16 |
10.001 til 35.000 |
fyrra síðara |
125 |
125 |
5 |
9 |
25 |
*) Í línunum fyrir "síðara" úrtak á fjöldi ófullnægjandi mæla við samanlagða úrtakið.
VI. KAFLI
Innra eftirlit, löggildingaraðilar og prófunarstofur.
20. gr.
Almenn skilyrði um innra eftirlit.
Heimilt er að nota innra eftirlit í stað löggildinga að fengnu samþykki Neytendastofu samkvæmt ákvæðum þessarar reglugerðar sbr. 14. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn. Þrátt fyrir það skulu nýir EBE-mælar og mælar með íslensk vottorð fá löggildingu áður en þeir eru teknir í notkun sbr. 5. gr.
Innra eftirlit skal tryggja réttar mælingar og að mælaskipti, úrtök og prófanir fari fram á réttum tíma og að það hlutfall mæla sem ætla má að komið sé út fyrir leyfileg skekkjumörk skv. IV. kafla sé ásættanlegt.
Prófanir og úrtaksskoðanir mæla undir innra eftirliti skulu vera eftir ákvæðum V. kafla og prófanirnar skulu gerðar af prófunarstofu sem uppfyllir ákvæði 24. gr.
Við innra eftirlit í stað löggildinga skal nota upplýsingakerfi sem veitir yfirlit um alla raforkumæla sem falla undir gildissvið þessarar reglugerðar. Veita skal neytendum og Neytendastofu viðkomandi upplýsingar um mælana úr þessu kerfi.
Innra eftirlitskerfið skal vera skráð að fullu í eftirlits- og gæðahandbók dreifiveitu.
21. gr.
Umsókn og málsmeðferð fyrir innra eftirlit.
Dreifiveitur og þjónustufyrirtæki mælinga geta óskað eftir samþykki Neytendastofu fyrir því að gæðakerfi eða önnur formleg tilhögun innra eftirlits með raforkumælum og rekjanleika mæligilda þeirra verði tekin gild í stað löggildingar.
Umsókn skal fylgja:
Kerfi fyrir innra eftirlit skal fullnægja öllum ákvæðum laga og þessarar reglugerðar, svo og reglum sem Neytendastofa setur og tryggja eiga réttar mælingar.
Neytendastofa skal tilkynna umsækjanda að forskoðun faggiltrar skoðunarstofu megi fara fram, þegar fullnægjandi umsókn og fylgigögn liggja fyrir.
Skoðunarstofan annast skoðun og úttekt á kerfi fyrir innra eftirlit á grundvelli reglna sem Neytendastofa setur og fram koma í skoðunarhandbók Neytendastofu fyrir innra eftirlit.
Í umsóknarferli um viðurkenningu á innra eftirliti er umsækjanda skylt að veita allar upplýsingar um tilhögun innra eftirlits, eftirlitshandbók og önnur gögn um rekstur kerfisins og veita allar nauðsynlegar upplýsingar sem þarf til að leggja mat á og gefa ábendingar um úrbætur á fyrirhuguðu innra eftirliti.
Neytendastofa tekur ákvörðun um samþykki á grundvelli álitsgerðar frá faggiltri skoðunarstofu og þeirra úrbóta sem umsækjandi hefur gert, þegar það á við. Uppfylli umsækjandi um innra eftirlit öll skilyrði sem Neytendastofa ákveður, veitir hún leyfi til að notað verði innra eftirlit í stað löggildinga gegn greiðslu á leyfisgjaldi samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur.
Synji Neytendastofa um samþykki skal það rökstutt skriflega.
Uppfylli innra eftirlit ekki lengur skilyrðin skal Neytendastofa afturkalla leyfi til innra eftirlits með raforkumælum sbr. einnig ákvæði 22. gr.
22. gr.
Árlegt eftirlit og skýrslugerð.
Dreifiveita eða þjónustufyrirtæki mælinga, sem fengið hefur samþykki Neytendastofu til innra eftirlits, sbr. 20. og 21. gr. skal hafa samning við faggilta skoðunarstofu um árlegt eftirlit í samræmi við skoðunarhandbók Neytendastofu svo og sérstakar skoðanir ef það á við. Faggilt skoðunarstofa skal gefa Neytendastofu skýrslu árlega og eigi síðar en 1. mars fyrir síðastiliðið ár, um allt eftirlit og skoðanir, niðurstöður skoðana og ákvarðanir sem hafa verið teknar um mæla.
Skýrslan skal gefa tölfræðilegt yfirlit um allar gerðir bilana, galla, skekkjur og rofin innsigli mæla. Auk þess skal skrá ágalla á aðstæðum mælanna og upplýsingar um galla í viðbótarbúnaði, villur í hlutfalli tengt mælaspennum, rangar tengingar, misvægi í álagi á mælaspenni og önnur frávik. Að öðru leyti skal form, flokkun frávika og innihald skýrslunnar vera eins og Neytendastofa ákveður.
Neytendastofa staðfestir eigi síðar en 1. júní framlengingu á gildistíma heimildar til innra eftirlits gegn greiðslu árlegs eftirlitsgjalds samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra setur.
23. gr.
Löggildingaraðilar.
Aðilar sem annast löggildingar raforkumæla í umboði Neytendastofu skulu vera óháðir dreifiveitum og þeim sem annast mæla fyrir hönd þeirra sbr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og hafa hæfni sem staðfest er með faggildingu sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 956/2006, um starfshætti þeirra sem annast löggildingar í umboði Neytendastofu.
Löggildingaraðilar meta söfn, ráða vali úrtaks til prófunar og taka ákvörðun um hvort safni er hafnað eða samþykkt og fái löggildingu fyrir dreifiveitur, sem ekki hafa innra eftirlit.
24. gr.
Prófunarstofur.
Prófunarstofur sem prófa raforkumæla fyrir dreifiveitur eftir þessum reglum skulu vera faggiltar til prófana skv. IV. og V. kafla af faggildingaraðila, sem er aðili að marghliða samkomulagi EA á sviði prófunarstofa.
Prófunarstofa má vera löggildingaraðili en skal vera óháð dreifiveitum og þeim sem annast mæla fyrir hönd þeirra sbr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og skal vera óháð þeim sem bera ábyrgð á eftirliti með mælunum og ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli niðurstaðna prófana.
VII. KAFLI
Eftirlit, markaðseftirlit og gjöld.
25. gr.
Hlutverk Neytendastofu.
Neytendastofa hefur eftirlit með því að farið sé eftir ákvæðum þessarar reglugerðar og annast markaðseftirlit í samræmi við viðauka við reglugerð nr. 465/2007, um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/22/EB, um mælitæki og ákvæði laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
26. gr.
Um framkvæmd eftirlits.
Um framkvæmd eftirlits með mælitækjum skv. þessari reglugerð, fer eftir ákvæðum laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
27. gr.
Gjöld vegna innra eftirlits.
Neytendastofa innheimtir leyfisgjald og árlegt eftirlitsgjald vegna innra eftirlits sbr. 21. og 22. gr. samkvæmt gjaldskrá sem sett er í samræmi við ákvæði laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
VIII. KAFLI
Áfrýjun og kæruleiðir.
28. gr.
Áfrýjun og kæruleiðir.
Ákvörðunum sem Neytendastofa tekur á grundvelli reglugerðar þessarar verður skotið til áfrýjunarnefndar neytendamála sem starfar á grundvelli 4. gr. laga nr. 62/2005, um Neytendastofu og talsmann neytenda.
Ákvörðun Neytendastofu verður ekki borin undir dómstóla fyrr en úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála liggur fyrir.
IX. KAFLI
Viðurlög.
29. gr.
Viðurlög.
Sá sem af ásetningi eða gáleysi brýtur gegn ákvæðum reglugerðar þessarar skal sæta fésektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef sakir eru miklar.
Þeim sem gefur rangar eða villandi upplýsingar í tengslum við ákvarðanir eða upplýsir ekki um atriði sem skipta máli til að upplýsa mál samkvæmt þessari reglugerð skal refsað með sektum nema þyngri refsing liggi við lögum samkvæmt.
Refsa skal þeim sem brjóta gegn ákvæðum III. og VI. kafla með sektum.
Sekt samkvæmt reglugerð þessari er unnt að leggja á lögaðila í samræmi við 3. mgr. 41. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.
X. KAFLI
Gildistaka, aðlögun o.fl.
30. gr.
Gildistaka og aðlögun.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og öðlast þegar gildi.
Samtímis falla úr gildi reglugerðir nr. 138/1994, um raforkumæla með síðari breytingum og reglugerð nr. 329/2004, um löggildingu raforkumæla.
Þá raforkumæla sem voru teknir í notkun fyrir gildistöku reglugerðar nr. 129/1994, um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit sem og mælitæki sem hafa löglega verið tekin í notkun skv. gildandi reglugerðum á hverjum tíma frá 1994 er heimilt að nota áfram og endurlöggilda ef þeir standast löggildingarprófun.
Neytendastofa skal leggja mat á gildi og árangur eftirlits skv. þessari reglugerð ekki sjaldnar en á fimm ára fresti og meta þörf fyrir endurskoðun eftirlitsreglna.
Ákvæði til bráðabirgða.
Heimilt er að setja EBE-mæla og mæla með íslenskt vottorð á markað og taka þá í notkun skv. 1. mgr. 1. gr., þangað til gerðarviðurkenning þessara raforkumæla fellur úr gildi eða ef um er að ræða gerðarviðurkenningu með ótakmarkaðan gildistíma að hámarki til 30. október 2016. Gildistími vottorða um íslenska gerðarviðurkenningu skal vera sá gildistími sem tilgreindur er í vottorðinu, sem íslenska vottorðið byggir á, eða síðari viðbótum við upprunalega vottorðið. Ef ekki er að finna gildistíma í erlenda vottorðinu skal hann teljast vera 10 ár frá útgáfu þess.
Þrátt fyrir ákvæði 24. gr. um kröfur til faggildingaraðila, verður ekki gerð krafa um aðild að marghliða samkomulagi EA fyrr en 1. janúar 2011.
Viðskiptaráðuneytinu, 31. október 2008.
Björgvin G. Sigurðsson.
Jónína S. Lárusdóttir.