Viðskiptaráðuneyti

133/1994

Reglugerð um tilgreinda vigt eða rúmmál tiltekinnar forpakkaðrar vöru - Brottfallin

1. gr.

Gildissvið.

Í samræmi við reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit er nauðsynlegt að samhæfa kröfur um markaðssetningu tiltekinnar forpakkaðrar vöru.

Til að neytendur fái réttar upplýsingar um málrúmmál eða málþyngd vöru er nauðsynlegt að tilgreina heimiluð neikvæð frávik fyrir innihald tilbúinna pakkninga svo og að skilgreina viðmiðunaraðferð fyrir slíkt eftirlit þannig að til sé einföld aðferð til að ganga úr skugga um að tilbúnar pakkningar séu í samræmi við viðkomandi ákvæði.

Reglugerðin nær til tilbúinna pakkninga utan um vöru, sem eru ætlaðar til sölu í stöðluðum einingum með málmagni sem er:

1) jafnt gildum sem pökkunaraðili ákveður fyrirfram,

2) gefið upp í einingum fyrir þyngd eða rúmmál, og

3) ekki minna en 5 g eða 5 ml og ekki meiri en 10 kg eða 10 l.

2. gr.

Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi orð merkingu sem hér segir:

Ábyrgðaraðili: Sá aðili sem ber ábyrgð á markaðssetningu vöru hér á landi. Ábyrgðaraðili getur verið framleiðandi eða innflytjandi. Á ábyrgðaraðila hvíla ákveðnar skyldur umfram aðra seljendur.

Forpökkuð vara: Vara sem er sett í umbúðir án þess að kaupandinn sé viðstaddur og þegar magn vörunnar sem í umbúðunum er hefur fyrirfram ákvarðað gildi sem ekki er hægt að breyta án þess að opna umbúðirnar eða breyta þeim svo sjáanlegt sé.

Lota: Allar tilbúnar pakkningar sem skoða á af sömu gerð og úr sömu framleiðslueiningu.

Neikvætt frávik: Munur á magni er nemur því sem raunverulegt innihald er minna en málmagn.

Málmagn (málþyngd eða málrúmmál) innihalds: Magn (þyngd eða rúmmál) þeirrar vöru sem tilbúin pakkning telst innihalda og sýnt er á henni.

Mælifræðilegt eftirlit: Eftirlit í umsjá stjórnvalds með mælingum, mælibúnaði og því hvernig niðurstöður eru fengnar, settar fram og notaðar. Sérstaklega er hér átt við gerðarprófun, gerðarviðurkenningu, frumsannprófun og loks eftirlit með mælitækjum í notkun. Eftirlit með mælitækjum í notkun felst í löggildingum og markaðseftirliti svo og sérstöku eftirliti með forpökkun vara.

Raunverulegt innihald: Það magn (þyngd eða rúmmál) sem í raun er að finna í viðkomandi pakkningu, mælt við skilgreindar aðstæður, eins og við á.

Tilbúin pakkning: Vara ásamt umbúðunum sem hún er forpökkuð í.

3. gr.

Markaðssetning.

Óheimilt er að hindra, banna eða takmarka markaðssetningu á tilbúnum pakkningum sem standast kröfur og prófanir sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð af ástæðum er varða merkingar sem slíkar pakkningar skulu hafa samkvæmt reglugerðinni, ákvörðun þyngdar eða rúmmáls eða vegna þess hvernig mælingu eða prófunum á þeim er háttað.

Heimilt er að merkja tilbúnar pakkningar með sérstöku "e"-merki, uppfylli pakkningarnar ákvæði reglugerðarinnar. Allar tilbúnar pakkningar skulu háðar mælifræðilegu eftirliti, eins og nánar er kveðið á um það í viðaukum I og II.

4. gr.

Merkingar.

4.1 Á öllum tilbúnum pakkningum sem um getur í 3. gr. skal, í samræmi við I. viðauka, tilgreina málmagn vörunnar og skulu pakkningarnar innihaldi það magn.

Á tilbúnar pakkningar sem innihalda vökva skal merkt málrúmmál og á tilbúnar pakkningar sem innihalda annars konar vöru skal merkt málþyngd nema viðskiptavenjur eða innlend ákvæði kveði á um annað.

4.2 Nú eru viðskiptavenjur eða innlend ákvæði ekki eins hjá öllum aðildarríkjum EES varðandi tiltekinn vöruflokk eða tiltekna gerð tilbúinnar pakkningar og skulu þá að minnsta kosti koma fram á pakkningunum mælifræðilegar upplýsingar sem samsvara viðskiptavenjunni í viðtökulandinu eða innlendu ákvæðunum sem þar eru gildi.

4.3 Heimilt er að nota breskar mælieiningar sem um getur í reglugerð um mælieiningar, skal málrúmmál innihalds sem sýnt er í einingum alþjóðlega metrakerfisins, í samræmi við lið 3.1 í I. viðauka við þessa reglugerð, einnig vera í samsvarandi breskum mælieiningum ef Breska konungsríkið og Írland æskja þess á sínu yfirráðasvæði, reiknuðum á grunni eftirfarandi breytistuðla:

1 g = 0,0353 "ounces" (avoirdupois),

1 kg = 2,205 "pounds"

1 ml = 0,0352 "fluid ounces"

1 1 = 1,760 "pints" eða 0,220 "gallon".

5. gr.

Breytingar samfara tækniframförum.

Nauðsynlegar breytingar á ákvæðum í I. og II. viðauka við þessa reglugerð vegna tæknilegra framfara skulu gerðar í samræmi við þá tilhögun sem mælt er fyrir um í 17. gr. reglugerðar um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit.

8. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um vog, mál og faggildingu nr. 100/1992 og með hliðsjón af ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sem vísað er til í 15. tölul. IX. kafla II. viðauka, tilskipun 76/211/EBE ásamt síðari breytingum um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi tilgreinda vigt, magn eða rúmmál tiltekinnar forpakkaðrar vöru, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytið, 28. febrúar 1994.

F. h. r.

Þorkell Helgason.

Sveinn Þorgrímsson.

 

VIÐAUKI I.

1. MARKMIÐ

Tilbúnar pakkningar, sem þessi reglugerð nær til, skulu þannig gerðar að þegar þær eru frágengnar uppfylli þær eftirfarandi kröfur:

1.1 Raunverulegt innihald skal að meðaltali ekki vera minna en málmagn.

1.2 Hlutfall tilbúinna pakkninga sem hafa neikvæð frávik sem eru meiri en heimiluð neikvæð frávik sem mælt er fyrir um í lið 2.4 skal vera nægilega lítið til að lotur tilbúinna pakkninga standist kröfur prófananna sem tilgreindar eru í II. viðauka.

1.3 Óheimilt er að merkja með EBE-tákninu sem kveðið er á um í lið 3.3 tilbúna pakkningu með meira neikvætt frávik en tvöfalt heimilað neikvætt frávik sem gefið er í töflunni í lið 2.4.

2. SKILGREININGAR OG GRUNDVALLARÁKVÆÐI

2.1 Raunverulegt innihald tilbúinnar pakkningar er það magn (þyngd eða rúmmál) sem í raun er í pakkningunni. Við allt eftirlit með magni sem sýnt er í rúmmálseiningum skal gildið sem notað er fyrir raunverulegt innihald mælt, eða leiðrétt, við 20° C hita, óháð því hver hitinn hefur verið þegar vörunni var pakkað eða þegar eftirlit fór fram. Þó skal þessi regla ekki gilda um djúpfrystar og frystar vörur þar sem magn er tilgreint með rúmmálseiningu.

2.2. Neikvætt frávik er munur á magni sem nemur því sem raunverulegt innihald er minna en málmagn.

2.3. Heimiluð neikvæð frávik í innihaldi tilbúinnar pakkningar eru fastsett í samræmi við eftirfarandi töflu:


Málrúmmál Qn í ml

Heimilað neikvætt frávik

í % af Qn

í ml

frá
frá
frá
frá
frá
frá
frá

5 til
50 til
100 til
200 til
300 til
500 til
1 000 til

50
100
200
300
500
1 000
10 000

9
--
4,5
--
3
--
1,5

-
4,5
--
9
--
15
--

Þegar taflan er notuð skulu gildi heimilaðra neikvæðra frávika, sýnd í töflunni sem

hlutfall af hundraði sem reiknað hefur verið í einingum fyrir þyngd eða rúmmál, hækkuð upp í næsta tíunda hluta af g eða ml.

3. ÁLETRANIR OG MERKINGAR

Á umbúðum allra tilbúinna pakkninga sem gerðar eru í samræmi við þessa reglugerð skulu vera eftirfarandi merkingar þannig festar á að þær séu óafmáanlegar, greinilegar og læsilegar á pakkningunni við eðlilegar aðstæður:

3.1. Nafnnmagn (nafnþyngd eða nafnrúmmál) í kílógrömmum, grömmum, lítrum, centilítrum eða millilítrum og merkt í tölustöfum sem eru 6 mm háir hið minnsta ef nafnmagn innihalds er meira en 1 000 g eða 100 cl, 4 mm háir ef það er frá og með 1 000 g eða 100 cl niður að 200 g eða 20 cl, 3 mm háir ef það frá 200 g eða 20 cl niður að 50 g eða 5 cl, 2 mm háir ef það er ekki meira en 50 g eða 5 cl, en á eftir tölustöfunum komi tákn fyrir mælieininguna sem notuð er eða, eftir því sem við á, heiti einingarinnar í samræmi við reglugerð um mælieiningar.

Merkingar í breskum mælieiningum (UK) skulu vera í bókstöfum og tölustöfum sem eru ekki stærri en samsvarandi tölur í alþjóðlega einingakerfinu (SI).

3.2. Merki eða áletrun sem gerir viðkomandi stjórnvöldum kleift að bera kennsl á pökkunaraðilann, einstaklinginn sem sá um pökkunina eða innflytjanda með staðfestu innan bandalagsins;

3.3. Lítið "e", 3 mm hátt hið minnsta, sem sést í sömu sjónhendingu og áletrun eða merking um málrúmmál innihalds og ber vott um að tilbúna pakkningin standist kröfur þessarar reglugerðar.

Bókstafurinn skal vera með því sniði sem sýnt er á teikningu í 3. lið II. viðauka við reglugerð um mælitæki og aðferðir við mælifræðilegt eftirlit.

Í téðri reglugerð gildir 12. gr. að breyttu breytanda.

Ef tilbúna pakkningin er mælikerald sem er í samræmi við viðkomandi reglugerð og ef áletrun eða merking nafnrúmtaks er sjáanleg samkvæmt skilyrðum um útlit og frágang á tilbúnum pakkningum er ekki nauðsynlegt, að því er lýtur að þessari reglugerð, að sýna nafnrúmmál innihalds eins og krafist er í lið 3.1 hér á undan.

4. ÁBYRGÐ PÖKKUNARAÐILA EÐA INNFLYTJANDA

Pökkunaraðili eða innflytjandi skal sjá til þess að tilbúnar pakkningar standist kröfur þessarar reglugerðar.

Þyngd eða rúmmál magns í tilbúinni pakkningu (eða pakkningarmagns) sem nefnt er "raunverulegt innihald" skal mælt eða athugað á ábyrgð pökkunaraðila eða innflytjanda. Mælingin eða athugunin skal gerð með löggildu mælitæki sem hentar til þeirra aðgerða sem með þarf.

Athugunina má framkvæma með því að taka úrtak.

Nú er raunverulegt innihald ekki mælt og skal þá athugun pökkunaraðila þannig skipulögð að gengið sé úr skugga um magn innihaldsins.

Þessu skilyrði er fullnægt ef pökkunaraðili framkvæmir framleiðsluathuganir sem eru í samræmi við tilhögun sem þar til bær stofnun í aðildarríkinu viðurkennir og ef hann veitir téðum yfirvöldum aðgang að niðurstöðum slíkra athugana til að þau geti gengið úr skugga um að athuganirnar, ásamt leiðréttingum og stillingum sem reynst hafa nauðsynlegar, hafi verið gerðar á nákvæman og réttan hátt.

Ef vörur eru fluttar inn frá löndum utan bandalagsins er innflytjanda heimilt, í stað þess að setja þær í mælingar og eftirlit, að sanna að hann hafi allar nauðsynlegar tryggingar sem gera honum kleift að takast á hendur ábyrgð.

Ef um er að ræða vörur þar sem magn er sýnt í einingum rúmmá1s er ein af aðferðunum við að uppfylla mæli- og eftirlitskröfur að nota mælikerald, þegar tilbúin pakkning er útbúin, af þeirri gerð sem skilgreind er í viðkomandi reglugerð og fyllt er á við þau skilyrði sem mælt er fyrir um í þessari reglugerð og reglugerð um mælikeröld.

VIÐAUKI II

Í þessum viðauka er mælt fyrir um tilhögun viðmiðunaraðferðar fyrir tölfræðilegt eftirlit á lotum af tilbúnum pakkningum til að uppfylla kröfur 3. gr. reglugerðarinnar og 5. liðar í I. viðauka við hana.

Eftirlitið er byggt á ISO-staðli 2859 um aðferðir við eigindaprófun með 2,5% samþykktu gæðastigi. Úrtaksstig svarar til II. stigs í staðlinum þegar um er að ræða prófanir án eyðileggingar en til stigsins S 3 ef um er að ræða eyðileggingarprófanir.

1. KRÖFUR UM MÆLINGU Á RAUNVERULEGU INNIHALDI TILBÚINNA PAKKNINGA

Hægt er að mæla raunverulegt innihald tilbúinna pakkninga beint með vogum eða rúmmálsmælum eða, ef um er að ræða vökva, óbeint með því að vigta og finna út eðlismassann.

Frávik við mælingu á raunverulegu innihaldi tilbúinnar pakkningar skal ekki vera meira en fimmti hluti heimilaðs neikvæðs fráviks fyrir málmagn tilbúnu pakkningarinnar, óháð því hvaða aðferð er beitt við mælinguna.

Leyfilegt er að farið sé eftir innlendum reglum hvers aðildarríkis um tilhögun við mælingu á raunverulegu innihaldi tilbúinnar pakkningar.

2. KRÖFUR UM EFTIRLIT MEÐ LOTUM TILBÚINNA PAKKNINGA

Eftirlit með tilbúnum pakkningum skal fara fram með því að taka úrtak og í tveimur þáttum:

- skoðun á raunverulegu innihaldi hverrar tilbúinnar pakkningar í úrtakinu.

- önnur skoðun sem nær til meðaltals raunverulegs innihalds tilbúinna pakkninga í úrtakinu.

Lota tilbúinna pakkninga telst samþykkt ef niðurstöður beggja skoðananna fullnægja samþykktarviðmiðunum.

Fyrir hvora skoðunina eru tvær úrtaksáætlanir:

- hin fyrri felst í prófun án eyðileggingar, þ.e. prófun sem felur ekki í sér að pakkningin er opnuð,

- hin síðari felst í eyðileggingarprófun, þ.e. prófun sem felur í sér að pakkningin er opnuð eða eyðilögð.

Af fjárhags- og hagkvæmnisástæðum skal síðari prófunin algerlega einskorðuð við nauðsynlegt lágmark, hún er óskilvirkari en sú fyrri.

Eyðileggingarprófun skal því einungis notuð ef ekki er hægt að koma við prófun án eyðileggingar. Viðmiðunarreglan skal vera sú að beita henni ekki á lotu sem er minni en 100 einingar.

2.1. Lotur tilbúinna pakkninga

2.1.1. Lota er allar tilbúnar pakkningar sem skoða á af sömu gerð og úr sömu framleiðslueiningu.

2.1.2. Ef tilbúnar pakkningar eru skoðaðar við endann á pökkunarfæribandinu skal pakkningafjöldi í hverri lotu vera jafn hámarksafköstum færibandsins á klukkustund.

Í öðrum tilvikum skal lotustærð ekki vera meiri en 10.000.

2.1.3. Ef færri en 100 pakkningar eru í lotu skal prófun án eyðileggingar, ef hún er framkvæmd, ná til allra pakkninganna.

2.1.4. Áður en próf sem um getur í liðum 2.2 og 2.3 eru framkvæmd skal nægilegur fjöldi tilbúinna pakkninga tekinn af handahófi úr lotunni þannig að unnt sé að framkvæma prófunina sem þarf stærra úrtak fyrir.

Úrtak sem er nægilega stórt skal valið af handahófi fyrir hina prófunina úr fyrsta úrtaki og merkt.

Merkingunum skal lokið áður en mælingar hefjast.

2.2. Eftirlit með samþykktu lágmarksinnihaldi tilbúinnar pakkningar

2.2.1. Samþykkt lágmarksinnihald skal reiknað með því að draga heimilað neikvætt frávik viðkomandi innihalds frá málmagni tilbúnu pakkningarinnar.

2.2.2. Tilbúnar pakkningar í lotunni sem hafa raunverulegt innihald undir samþykktu lágmarksinnihaldi skulu teljast gallaðar.

2.2.3. Við eftirlit með úrtaki skal að vali hvers aðildarríkis notuð önnur af tveimur eftirfarandi úrtaksáætlunum (einföld eða tvöföld).

2.2.3.1. Einföld úrtaksáætlun

Fjöldi tilbúinna pakkninga sem skoða á skal vera jafn fjöldanum í úrtakinu eins og fram kemur í áætluninni:

- ef fjöldi gallaðra eininga sem finnast í úrtakinu er minni en eða jafn og samþykktarviðmiðun telst lota tilbúinna pakkninga samþykkt að því er þessa prófun varðar,

- ef fjöldi gallaðra eininga sem finnast í úrtakinu er jafn og eða meiri en höfnunarviðmiðun skal hafna viðkomandi lotu tilbúinna pakkninga.

2.2.3.1.1. Áætlun um prófun án eyðileggingar.


Fjöldi í lotu


Fjöldi í úrtaki

Fjöldi gallaðra eininga

Samþykktar-
viðmiðun

Höfnunar-
viðmiðun

100
151
218
501
1.201
3.201

til
til
til
til
til
og yfir

150
280
500
1.200
3.200

20
32
50
80
125
200

1
2
3
5
7
10

2
3
4
6
8
11

2.2.3.1.2. Áætlun fyrir eyðileggingarprófun.


Fjöldi í lotu


Fjöldi í úrtaki

Fjöldi gallaðra eininga

Samþykktar-
viðmiðun

Höfnunar-
viðmiðun

Hver sem fjöldinn er
(
³ 100)


20


1


2

2.2.3.2. Tvöföld úrtaksáætlun.

Fjöldi fyrstu tilbúnu pakkninganna sem skoða á skal vera jafn fjöldanum í fyrra úrtakinu eins og fram kemur í áætluninni:

- ef fjöldi gallaðra eininga sem finnast í fyrra úrtakinu er minni en eða jafn og fyrri samþykktar-viðmiðun telst lota tilbúinna pakkninga samþykkt að því er þessa prófun varðar,

- ef fjöldi gallaðra eininga sem finnast í fyrra úrtakinu er jafn og eða meiri en fyrri höfnunarviðmiðun skal viðkomandi lotu hafnað,

- ef fjöldi gallaðra eininga sem finnast í fyrra úrtakinu liggur á milli fyrri samþykktarviðmiðunar og fyrri höfnunarviðmiðunar skal skoða seinna úrtakið, en fjöldi eininga í því kemur fram í áætluninni.

Fjöldi gallaðra eininga í fyrra og síðara úrtaki skal lagður saman:

- ef samanlagður fjöldi gallaðra eininga er minni en eða jafn og síðari samþykktarviðmiðun telst lotan samþykkt að því er þessa prófun varðar,

- ef samanlagður fjöldi gallaðra eininga er meiri en eða jafn og síðari höfnunarviðmiðun er lotunni hafnað.

2.2.3.2.1. Áætlun um prófun án eyðileggingar.


Fjöldi í lotu

Úrtök

Fjöldi gallaðra eininga

Röð

Fjöldi

Samanlagður
fjöldi

Samþykktar-
viðmiðun

Höfnunar-
viðmiðun

100 til 150

151 til 280

281 til 500

501 til 1200

201 til 3200

3201 og yfir

1
2
1
2
1
2
1
2
1
2
1
2

13
13
20
20
32
32
50
50
80
80
125
125

13
26
20
40
32
64
50
100
80
160
125
250

0
1
0
3
1
4
2
6
3
8
5
12

2
2
3
4
4
5
5
7
7
9
9
13

 


Fjöldi í lotu

Úrtök

Fjöldi gallaðra eininga

Röð

Fjöldi

Samanlagður
fjöldi

Samþykktar-
viðmiðun

Höfnunar-
viðmiðun

Hver sem fjöldinn er
(
³ 100)

1
2

13
13

13
26

0
1

2
2

2.2.3.2.2. Áætlun um eyðileggingarprófun.

2.3. Eftirlit með meðaltali raunverulegs innihalds hverrar tilbúinnar pakkningar sem er hluti af lotu

2.3.1. Samþykkja má lotu af tilbúnum pakkningum að því er þetta eftirlit varðar

ef meðaltal ernr_133_1994_jafna1af raunverulegu innihaldi xi af n tilbúnum pakkningum í úrtaki sem er stærra en gildið:

Í þessari jöfnu er:nr_133_1994_jafna2

Qn = málmagn tilbúnu pakkningarinnar,

n = fjöldi tilbúinna pakkninga í úrtakinu fyrir þetta eftirlit,

s = áætlað staðalfrávik frá raunverulegu innihaldi lotunnar,

t(l - a) = 0,995 öryggisstig í t-dreifingu með frítölunni v = n -1.

2.3.2. Ef xi er mælt gildi raunverulegs innihalds einingar númer i í úrtakinu:

2.3.2.1. er meðaltal mældra gilda fyrir úrtakið fundið með eftirfarandi útreikningi:

nr_133_1994_jafna3

2.3.2.2. og áætlað gildi staðalfráviks s fundið með:

- summu ferningstölu eftirfarandi mældra gilda:

nr_133_1994_jafna4

- ferningstölu summu mældra gilda:

nr_133_1994_jafna5

og síðan

nr_133_1994_jafna6

- leiðréttri summu:

nr_133_1994_jafna7

- áætlaðri dreifni

nr_133_1994_jafna8

Áætlað gildi staðalfráviks er

nr_133_1994_jafna9

2.3.3. Viðmiðanir fyrir samþykki eða höfnun lota af tilbúnum pakkningum í þessari prófun:

2.3.3.1. Viðmiðanir fyrir prófun án eyðileggingar

Fjöldi í lotu
Fjöldi
í úrtaki
Viðmiðanir
Samþykkt
Höfnun
100 til og með 500
30
x ≥ Qn – 0,503 s
x < Qn – 0,503 s
> 500
30
x ≥ Qn – 0,379 s
x < Qn – 0,379 s


2.3.3.2. Viðmiðanir fyrir eyðileggingarprófun

Fjöldi í lotu
Fjöldi
í úrtaki
Viðmiðanir
Samþykkt
Höfnun
Hver sem fjöldinn
er (≥ 100)
20
x ≥ Qn – 0,640 s
x < Qn – 0,640 s 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica