Félagsmálaráðuneyti

514/2007

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um almannatryggingar (atvinnuleysistryggingar og greiðslur í fæðingarorofi) (IX). - Brottfallin

1. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1851/2003 frá 17. október 2003 um breyt­ingu á reglugerð ráðsins (EBE) nr. 574/72 sem kveður á um framkvæmd reglugerðar (EBE) nr. 1408/71, að því er varðar jöfnun réttinda og einföldun málsmeðferðar, sem vísað er til í VI. viðauka (félagslegt öryggi) við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2005 frá 8. febrúar 2005, skal öðlast gildi hér á landi að því leyti sem ákvæði hennar lúta að atvinnu­leysistryggingum og greiðslum í fæðingarorlofi. Reglugerðin skal gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1851/2003 fjallar að hluta til um atvinnuleysistryggingar, greiðslur í fæðingarorlofi, barnabætur og réttindi úr lífeyris­sjóðum. Í reglugerð frá fjármálaráðuneytinu nr. 468/2007 er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um barnabætur og réttindi úr lífeyrissjóðum. Í reglugerð frá heilbrigðis- og trygg­ingamálaráðuneytinu nr. 463/2007 er mælt fyrir um gildistöku þess hluta sem fjallar um réttindi samkvæmt lögum um almannatryggingar.

2. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1851/2003 og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 10/2005, sbr. 1. gr., sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB, nr. 32, 23. júní 2005, bls. 12-14, er birt sem fylgiskjal með reglugerð heilbrigðis- og trygg­ingamálaráðuneytisins nr. 463/2007.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 6. mgr. 42. gr. og 64. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, að fenginni umsögn stjórnar Atvinnuleysis­tryggingasjóðs, og 35. gr. laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 7. júní 2007.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica