Heilbrigðisráðuneyti

75/2008

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 241/2006 um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga í hjartalækningum. - Brottfallin

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:

  1. Í stað orðanna "heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra" í 1. og 2. mgr. kemur: heilbrigðisráðherra.
  2. 3. mgr. orðast svo:

Með sjúkratryggðum einstaklingi er átt við einstakling sem er sjúkratryggður skv. 3. gr. reglugerðar um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nú reglu­gerð nr. 1265/2007.

2. gr.

Í stað orðanna "heilbrigðis- og tryggingamálaráðherrar" í 1. málsl. 1. mgr. og 2. mgr. 2. gr. kemur: heilbrigðisráðherra.

3. gr.

Í stað orðanna "5. mgr. 3. gr. laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum" í 2. mgr. 3. gr. kemur: 12. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni.

4. gr.

1. málsl. 2. mgr. 5. gr. orðast svo: Sjúkratryggður einstaklingur skal greiða komugjald á heilsugæslustöð eða hjá heilsugæslulækni skv. reglugerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nú reglugerð nr. 1265/2007.

5. gr.

Í stað orðanna "nr. 1030/2004 um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðis­þjónustu" í 1. málsl. 2. mgr. 7. gr. kemur: reglugerðar um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, nú reglugerðar nr. 1265/2007.

6. gr.

2. mgr. 9. gr. fellur brott.

7. gr.

Í stað gjaldskrár í fylgiskjali með reglugerðinni kemur meðfylgjandi ný gjaldskrá.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 41. gr. laga nr. 100/2007 um almanna­tryggingar, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. febrúar 2008.

Heilbrigðisráðuneytinu, 16. janúar 2008.

Guðlaugur Þór Þórðarson.

Berglind Ásgeirsdóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica