Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti

843/2002

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 111/2001 um gerð lyfseðla og ávísun lyfja. - Brottfallin

1. gr.

27. gr. orðast svo:

Skammtaöskjur og skömmtunarlyfseðlar.

Óski útgefandi lyfseðils að ávísuð lyf séu afhent í skammtaöskju er lyfjafræðingi heimilt að rjúfa pakkningar lyfs í því skyni og telst skammtaaskjan þá vera umbúðir.

Læknir skal merkja við viðeigandi reit á lyfseðli með upphafsstöfum sínum, sé þess óskað að lyf verði afhent í skammtaöskju. Slíkir lyfseðlar nefnast skömmtunarlyfseðlar. Óheimilt er að ávísa á sama lyfseðli lyfi sem afgreiða á í skammtaöskju og lyfi sem ekki á að afgreiða í skammtaöskju.

Um skömmtunarlyfseðla gilda eftirfarandi reglur:

1. Engin fjöldatakmörkun er á afgreiðslum skv. lyfseðlinum. Gildistími hans miðast við útgáfudag og gildir lengst í 12 mánuði, ef læknir takmarkar ekki gildistíma hans, sbr. 33. gr.
2. Rita má tvær lyfjaávísanir á hvern lyfseðil.
3. Skömmtunarlyfseðill skal merktur sérstaklega og geymdur með skömmtunarkorti/ skömmtunarbeiðni í þeirri lyfjabúð, sem ber ábyrgð á skömmtuninni.
4. Skömmtunarlyfseðli má ekki breyta í almennan lyfseðil. Sé lyfjaskömmtun hætt er skömmtunarlyfseðill ógildur.
5. Skömmtunarlyfseðil má hvorki senda með rafrænum hætti né myndsenda.

Um afgreiðslu lyfja í skammtaöskju fer samkvæmt sérstakri reglugerð um skömmtun lyfja.


2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 28. gr.:
a. 2. málsl., 2. mgr. orðast svo:
Einungis má ávísa einu lyfi með hverjum fjölnota lyfseðli og gildir hann mest fyrir fjórar afgreiðslur, sbr. þó skömmtunarlyfseðil skv. 27. gr.

b. 4. mgr. orðast svo:
6. Óheimilt er að ávísa eftirritunarskyldum lyfjum með fjölnota lyfseðli, þó er heimilt að víkja frá þessu, ef tilgreint er á lyfseðli að skammta eigi lyfið og er þá engin fjöldatakmörkun á afgreiðslum skv. lyfseðlinum. Gildistími hans miðast við útgáfudag og gildir lengst í 12 mánuði, ef læknir takmarkar ekki gildistíma hans, sbr. 33. gr. Fjölnota lyfseðla má hvorki senda með rafrænum hætti né myndsenda.


3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 12. gr. lyfjalaga nr. 93/1994 með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, 29. nóvember 2002.

Jón Kristjánsson.
Davíð Á. Gunnarsson.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica